New York Times birtir lista yfir allt og alla sem Donald Trump hefur gert lítið úr á Twitter Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. október 2016 19:45 Donald Trump í Delaware, Ohio. Vísir/AFP Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, er ekki þekktur fyrir að hafa taumhald á sjálfum sér og þá allra síst á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann lætur gjarnan vaða á súðum um bæði allt og ekkert. Nafntogaðir einstaklingar verða oft fyrir barðinu á Trump og bandaríska stórblaðið New York Times birti í dag tæmandi lista yfir allt og alla sem Trump hefur móðgað með hjálp Twitter frá því að hann tilkynnti um forsetaframboð sitt.Listinn nær yfir heila opnu í dagblaðinu en hingað til hefur listinn verið opinber á vefsíðu blaðsins. Alls eru 281 einstaklingur, staður eða hlutur á lista New York Times sem flokkaði einnig þá sem oftast hafa orðið fyrir barðinu á Trump. Andstæðingar hans í forvali Repúblikana eru þar ofarlega á lista, þeir Ted Cruz, Marco Rubio, Jeb Bush, John Kasich auk þess sem að Hillary Clinton hefur fengið að finna fyrir því með reglulegu millibili.The @NYTimes has printed a list of all of the people, places, & things that Trump has insulted on Twitter during the campaign. pic.twitter.com/bNb156aHY6— deray mckesson (@deray) October 24, 2016 Þá hafa Fox News, sjónvarpsþátturinn The View og verslunnin Macy's fengið að kenna á reiðileistri Trump. Vonir hans um að sigra í forsetakosningunum sem haldnar verða 8. nóvember næstkomandi hafa farið dvínandi og segja má að notkun Trump á Twitter hafi haft sitt að segja í minnkandi vinsældum auðkýfingsins umdeilda.Ber þar helst að nefna stríð hans gegn foreldrum og minningu hermannsins Humayun Khan fyrr í baráttunni. Foreldrar hans stigu á svið til stuðnings Clinton fyrr á árinu. Það fór ekki vel í Trump sem eyddi miklu púðri í að reyna að sverta minningu Khan, sem lést í Afganistan. Tíst hans um Alicia Machado, fyrrverandi Ungfrú alheim, þar sem hann hvatti fólk til þess að horfa á kynlífsmyndband með henni vöktu einnig ekki mikla lukku. Hefur Clinton nýtt sér þetta óspart í kosningabaráttunni og notað hvert tækifæri til þess að minna á að það sé ekki við hæfi að forseti Bandaríkjanna hagi sér á þann hátt sem tíst Trump beri vitni um.NYT prints a list of everything "Donald Trump has insulted on twitter since declaring his candidacy." It's a two page spread. pic.twitter.com/ZVqN5Qe9Di— Patrick W. Gavin (@pwgavin) October 24, 2016 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35 Clinton hættir að svara Donald Trump Héðan í frá muni hún einblína á málefnin en ekki manninn. 24. október 2016 08:00 Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, er ekki þekktur fyrir að hafa taumhald á sjálfum sér og þá allra síst á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hann lætur gjarnan vaða á súðum um bæði allt og ekkert. Nafntogaðir einstaklingar verða oft fyrir barðinu á Trump og bandaríska stórblaðið New York Times birti í dag tæmandi lista yfir allt og alla sem Trump hefur móðgað með hjálp Twitter frá því að hann tilkynnti um forsetaframboð sitt.Listinn nær yfir heila opnu í dagblaðinu en hingað til hefur listinn verið opinber á vefsíðu blaðsins. Alls eru 281 einstaklingur, staður eða hlutur á lista New York Times sem flokkaði einnig þá sem oftast hafa orðið fyrir barðinu á Trump. Andstæðingar hans í forvali Repúblikana eru þar ofarlega á lista, þeir Ted Cruz, Marco Rubio, Jeb Bush, John Kasich auk þess sem að Hillary Clinton hefur fengið að finna fyrir því með reglulegu millibili.The @NYTimes has printed a list of all of the people, places, & things that Trump has insulted on Twitter during the campaign. pic.twitter.com/bNb156aHY6— deray mckesson (@deray) October 24, 2016 Þá hafa Fox News, sjónvarpsþátturinn The View og verslunnin Macy's fengið að kenna á reiðileistri Trump. Vonir hans um að sigra í forsetakosningunum sem haldnar verða 8. nóvember næstkomandi hafa farið dvínandi og segja má að notkun Trump á Twitter hafi haft sitt að segja í minnkandi vinsældum auðkýfingsins umdeilda.Ber þar helst að nefna stríð hans gegn foreldrum og minningu hermannsins Humayun Khan fyrr í baráttunni. Foreldrar hans stigu á svið til stuðnings Clinton fyrr á árinu. Það fór ekki vel í Trump sem eyddi miklu púðri í að reyna að sverta minningu Khan, sem lést í Afganistan. Tíst hans um Alicia Machado, fyrrverandi Ungfrú alheim, þar sem hann hvatti fólk til þess að horfa á kynlífsmyndband með henni vöktu einnig ekki mikla lukku. Hefur Clinton nýtt sér þetta óspart í kosningabaráttunni og notað hvert tækifæri til þess að minna á að það sé ekki við hæfi að forseti Bandaríkjanna hagi sér á þann hátt sem tíst Trump beri vitni um.NYT prints a list of everything "Donald Trump has insulted on twitter since declaring his candidacy." It's a two page spread. pic.twitter.com/ZVqN5Qe9Di— Patrick W. Gavin (@pwgavin) October 24, 2016
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35 Clinton hættir að svara Donald Trump Héðan í frá muni hún einblína á málefnin en ekki manninn. 24. október 2016 08:00 Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Forskot Clinton komið í 12 prósent Hillary Clinton hefur tólf prósentustiga forskot á Donald Trump ef marka má niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar. 23. október 2016 22:35
Clinton hættir að svara Donald Trump Héðan í frá muni hún einblína á málefnin en ekki manninn. 24. október 2016 08:00
Fátt kemur í veg fyrir sigur Clinton Donald Trump hefur ekki getað nýtt sér þrennar sjónvarpskappræður til að bæta stöðu sína. Bilið á milli hans og Hillary Clinton breikkar jafnt og þétt. Kappræðurnar milli forsetaefnanna hafa allar verið hatrammar. Kosið verður 8. nóvember. 22. október 2016 07:00