Erlent

Clinton hættir að svara Donald Trump 

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Skoðanakannanir benda til þess að Clinton muni bera sigurorð af Trump.
Skoðanakannanir benda til þess að Clinton muni bera sigurorð af Trump. vísir/epa
Hillary Clinton, forsetaframbjóðandi Demókrata, segir að það skipti ekki lengur máli hvað helsti keppinautur hennar, Donald Trump, segir. Héðan í frá muni hún einblína á málefnin en ekki manninn.

Kapphlaupið um Hvíta húsið hefur hingað til snúist að stórum hluta um ýmsar ásakanir í tengslum við persónu og sögu frambjóðenda. Nú ætlar Clinton að láta af slíkum leikjum.

„Kappræður okkar hafa varað á fimmtu klukkustund. Héðan í frá dettur mér ekki í hug að svara honum,“ sagði Clinton við blaðamenn í Gettysburg.

Fjórtán dagar eru þar til Bandaríkjamenn kjósa sér forseta.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×