Sameinuðu þjóðirnar telja stríðsglæpi framda í Aleppo: „Leyfið okkur að fara“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2016 20:12 Sameinuðu þjóðirnar telja allar líkur á því að sprengjuárásir Sýrlandshers og hersveita Rússa á austurhluta Aleppo síðustu daga séu stríðsglæpir, en tugþúsundir almennra borgara eru innlyksa í þeim hluta borgarinnar sem enn er á valdi uppreisnarmanna. Um tiltölulega lítið svæði er að ræða en þar er nánast ekkert um mat og drykk enda hefur hjálparsamtökum leyft að koma þangað inn til að aðstoða fólkið sem er fast þar. Ekkert varð af áformum um að flytja almenna borgara og uppreisnarmenn frá Austur-Aleppo í dag en Rússar og Tyrkir sömdu um vopnahlé í gærkvöldi. Svo virðist hins vegar sem stjórnvöld í Sýrlandi hafi neitað samningnum og þær tuttugu rútur sem flytja áttu almenna borgara frá austurhluta Aleppo lögðu aldrei af stað.Afar líklegt að alþjóðalög séu brotin Loftárárásirnar héldu því áfram í dag og segja Sameinuðu þjóðirnar að afar líklegt sé að Sýrlandsher og Rússar hafi brotið alþjóðalög með árásum á svæði þar sem almennir borgarar halda til og komast hvorki lönd né strönd. Zeid Raad al-Hussein hjá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag að sýrlenska ríkisstjórnin bæri algjöra ábyrgð á því að tryggja að Sýrlendingar væru öruggir í heimalandi sínu. „Sú aðferð að að sveifla þessum samningi framan í fólk sem er umkringt og afar illa leikið, og vekja þannig hjá því von um að það lifi til að sjá annan dag, en gera samninginn síðan ógildan aðeins hálfum degi seinna er einnig ótrúlega grimmilegt,“ sagði í yfirlýsingu al-Hussein. Að því er fram kemur á vef BBC eru vestræn ríki nú að reyna að safna saman sönnunargögnum um stríðsglæpi í Aleppo og annars staðar í Sýrlandi. Notast er við gervihnetti og ómönnuð loftför til þess.„Bjargið okkur heimsbyggð“ Á meðan biðla almennir borgarar í Aleppo til alþjóðasamfélagsins um að koma sýrlensku þjóðinni til bjargar en síðustu daga hafa hundruð, ef ekki þúsundir, skilaboða frá fólki sem er innilokuð í austurhluta Aleppo streymt inn á samfélagsmiðla á borð við Twitter og Facebook. Í dag var því meðal annars lýst að sprengjukúlum hefði rignt yfir götuna þar sem safna átti fólki saman til að flytja það úr borginni. „Bjargið okkur. Bjargið okkur heimsbyggð og hver sá sem hefur bara smá af manngæsku í sér,“ sagði ónefndur læknir í talskilaboðum frá einu af svæðunum sem eru lokuð af. „Við grátbiðjum ykkur, hinir látnu og slösuðu liggja á götum úti og heimili fólks hafa hrunið saman ofan á það. Bjargið okkur. Bjargið okkur.“ „Við viljum fara. Við viljum ekki meira blóðbað, leyfið okkur að fara. Hvað er að gerast?“ sagði annar almennur borgari í austurhluta Aleppo. Tengdar fréttir Átök hafin aftur í Aleppo Brottflutningur borgara hefur stöðvast vegna sprenginga. 14. desember 2016 10:45 Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ harðorður á fundi Öryggisráðsins: „Kunnið þið ekki að skammast ykkar?“ Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. 13. desember 2016 23:15 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar telja allar líkur á því að sprengjuárásir Sýrlandshers og hersveita Rússa á austurhluta Aleppo síðustu daga séu stríðsglæpir, en tugþúsundir almennra borgara eru innlyksa í þeim hluta borgarinnar sem enn er á valdi uppreisnarmanna. Um tiltölulega lítið svæði er að ræða en þar er nánast ekkert um mat og drykk enda hefur hjálparsamtökum leyft að koma þangað inn til að aðstoða fólkið sem er fast þar. Ekkert varð af áformum um að flytja almenna borgara og uppreisnarmenn frá Austur-Aleppo í dag en Rússar og Tyrkir sömdu um vopnahlé í gærkvöldi. Svo virðist hins vegar sem stjórnvöld í Sýrlandi hafi neitað samningnum og þær tuttugu rútur sem flytja áttu almenna borgara frá austurhluta Aleppo lögðu aldrei af stað.Afar líklegt að alþjóðalög séu brotin Loftárárásirnar héldu því áfram í dag og segja Sameinuðu þjóðirnar að afar líklegt sé að Sýrlandsher og Rússar hafi brotið alþjóðalög með árásum á svæði þar sem almennir borgarar halda til og komast hvorki lönd né strönd. Zeid Raad al-Hussein hjá Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag að sýrlenska ríkisstjórnin bæri algjöra ábyrgð á því að tryggja að Sýrlendingar væru öruggir í heimalandi sínu. „Sú aðferð að að sveifla þessum samningi framan í fólk sem er umkringt og afar illa leikið, og vekja þannig hjá því von um að það lifi til að sjá annan dag, en gera samninginn síðan ógildan aðeins hálfum degi seinna er einnig ótrúlega grimmilegt,“ sagði í yfirlýsingu al-Hussein. Að því er fram kemur á vef BBC eru vestræn ríki nú að reyna að safna saman sönnunargögnum um stríðsglæpi í Aleppo og annars staðar í Sýrlandi. Notast er við gervihnetti og ómönnuð loftför til þess.„Bjargið okkur heimsbyggð“ Á meðan biðla almennir borgarar í Aleppo til alþjóðasamfélagsins um að koma sýrlensku þjóðinni til bjargar en síðustu daga hafa hundruð, ef ekki þúsundir, skilaboða frá fólki sem er innilokuð í austurhluta Aleppo streymt inn á samfélagsmiðla á borð við Twitter og Facebook. Í dag var því meðal annars lýst að sprengjukúlum hefði rignt yfir götuna þar sem safna átti fólki saman til að flytja það úr borginni. „Bjargið okkur. Bjargið okkur heimsbyggð og hver sá sem hefur bara smá af manngæsku í sér,“ sagði ónefndur læknir í talskilaboðum frá einu af svæðunum sem eru lokuð af. „Við grátbiðjum ykkur, hinir látnu og slösuðu liggja á götum úti og heimili fólks hafa hrunið saman ofan á það. Bjargið okkur. Bjargið okkur.“ „Við viljum fara. Við viljum ekki meira blóðbað, leyfið okkur að fara. Hvað er að gerast?“ sagði annar almennur borgari í austurhluta Aleppo.
Tengdar fréttir Átök hafin aftur í Aleppo Brottflutningur borgara hefur stöðvast vegna sprenginga. 14. desember 2016 10:45 Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ harðorður á fundi Öryggisráðsins: „Kunnið þið ekki að skammast ykkar?“ Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. 13. desember 2016 23:15 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Fleiri fréttir Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Sjá meira
Átök hafin aftur í Aleppo Brottflutningur borgara hefur stöðvast vegna sprenginga. 14. desember 2016 10:45
Sendiherra Bandaríkjanna hjá SÞ harðorður á fundi Öryggisráðsins: „Kunnið þið ekki að skammast ykkar?“ Samantha Power, sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, var harðorð í garð Bashar al-Assad, Sýrlandsforseta, Rússa og Írana sem stutt hafa Sýrlandsstjórn með ráðum og dáð í borgarastyrjöldinni sem geisað hefur í landinu frá árinu 2011. 13. desember 2016 23:15