Kallaður „Hinn nýi George Best“ en Ferguson lét hann rotna í varaliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2016 11:45 Giuliano Maiorana með Sir Alex Ferguson og Bryan Robson. Vísir/Getty Það vita fáir í dag hver Giuliano Maiorana er en á sínum tíma var mikið látið með þennan leikmann sem fékk óvæntan samning hjá stórliði Manchester United í lok níunda áratugsins. Maiorana gerir upp þennan tíma í athyglisverðu viðtali. Giuliano Maiorana, sem lék árið 1988 með smáliði Histon í tíundu deild enska boltann en hann fékk óvænt að sýna sig fyrir Alex Ferguson, knattspyrnstjóra Manchester United, sem þurfti bara að horfa á fyrri hálfleikinn til að sannfærast. Ferguson talaði seinna um að þetta hafi verið ein besta frammistaðan sem hann hafði séð hjá leikmanni á reynslu. Maiorana, þá 19 ára gamall, fékk í kjölfarið fjögurra ára samning hjá stórliði Manchester United og framtíðin virtist björt. Saga Maiorana hjá Manchester United var hinsvegar ekkert ævintýri, í raun hrein martröð, og hann fer yfir þennan tíma í stóru viðtali við tímaritið Four Four Two, allt frá því þegar hann fékk nýtt nafn á fyrstu æfingunni hjá United þar til að fólk sé enn í dag að koma til hans og spyrja hvað hafi eiginlega orðið um hann.Giuliano Maiorana leikur sér með boltann í desember 1988.Vísir/GettyMaiorana var mjög óhefðbundinn leikmaður sem gat tekið upp á ýmsu inn á vellinum. Hann var duglegur að próf fífldjarfa hluti og hinar ýmsu kúnstir með boltann. Þetta vakti mikla lukku meðal áhorfenda sem voru heilluðust og fóru að kalla hann hinn nýja George Best. Ferguson var hinsvegar ekki hrifinn og ætlaði greinilega að koma guttanum niður á jörðina. Maiorana segir frá því að Sir Alex Ferguson hafi lagt sig í einelti, gert ítrekað lítið úr sér fyrir framan liðsfélagana og látið hann síðan rotna í varaliðinu. Maiorana talar um að Duncan Ferguson, sonur sir Alex, hafi margoft haldið fyrir andlitið þegar pabbi hans hafi byrjað á „eineltinu“ en á meðan aðrir hrósuðu honum fyrir frammistöðuna boðaði stjórinn hann einan á hlaupaæfingu daginn eftir. Maiorana náði aðeins að leika sjö leiki fyrir Manchester United frá 1988 til 1989 en alvarleg hnémeiðsli í varaliðsleik enduðu ferilinn hans. Ryan Giggs kom inn í Manchester United liðið aðeins seinna og var líkt við George Best. Giggs skapaði sér hinsvegar sitt nafn á Old Trafford og varð sigursælasti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það er hægt að lesa þetta athyglisverða viðtal við Maiorana með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira
Það vita fáir í dag hver Giuliano Maiorana er en á sínum tíma var mikið látið með þennan leikmann sem fékk óvæntan samning hjá stórliði Manchester United í lok níunda áratugsins. Maiorana gerir upp þennan tíma í athyglisverðu viðtali. Giuliano Maiorana, sem lék árið 1988 með smáliði Histon í tíundu deild enska boltann en hann fékk óvænt að sýna sig fyrir Alex Ferguson, knattspyrnstjóra Manchester United, sem þurfti bara að horfa á fyrri hálfleikinn til að sannfærast. Ferguson talaði seinna um að þetta hafi verið ein besta frammistaðan sem hann hafði séð hjá leikmanni á reynslu. Maiorana, þá 19 ára gamall, fékk í kjölfarið fjögurra ára samning hjá stórliði Manchester United og framtíðin virtist björt. Saga Maiorana hjá Manchester United var hinsvegar ekkert ævintýri, í raun hrein martröð, og hann fer yfir þennan tíma í stóru viðtali við tímaritið Four Four Two, allt frá því þegar hann fékk nýtt nafn á fyrstu æfingunni hjá United þar til að fólk sé enn í dag að koma til hans og spyrja hvað hafi eiginlega orðið um hann.Giuliano Maiorana leikur sér með boltann í desember 1988.Vísir/GettyMaiorana var mjög óhefðbundinn leikmaður sem gat tekið upp á ýmsu inn á vellinum. Hann var duglegur að próf fífldjarfa hluti og hinar ýmsu kúnstir með boltann. Þetta vakti mikla lukku meðal áhorfenda sem voru heilluðust og fóru að kalla hann hinn nýja George Best. Ferguson var hinsvegar ekki hrifinn og ætlaði greinilega að koma guttanum niður á jörðina. Maiorana segir frá því að Sir Alex Ferguson hafi lagt sig í einelti, gert ítrekað lítið úr sér fyrir framan liðsfélagana og látið hann síðan rotna í varaliðinu. Maiorana talar um að Duncan Ferguson, sonur sir Alex, hafi margoft haldið fyrir andlitið þegar pabbi hans hafi byrjað á „eineltinu“ en á meðan aðrir hrósuðu honum fyrir frammistöðuna boðaði stjórinn hann einan á hlaupaæfingu daginn eftir. Maiorana náði aðeins að leika sjö leiki fyrir Manchester United frá 1988 til 1989 en alvarleg hnémeiðsli í varaliðsleik enduðu ferilinn hans. Ryan Giggs kom inn í Manchester United liðið aðeins seinna og var líkt við George Best. Giggs skapaði sér hinsvegar sitt nafn á Old Trafford og varð sigursælasti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það er hægt að lesa þetta athyglisverða viðtal við Maiorana með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Hefur ekki hugmynd hvar Ólympíugullið hans er niðurkomið Golf Fleiri fréttir Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Sjá meira