Kallaður „Hinn nýi George Best“ en Ferguson lét hann rotna í varaliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2016 11:45 Giuliano Maiorana með Sir Alex Ferguson og Bryan Robson. Vísir/Getty Það vita fáir í dag hver Giuliano Maiorana er en á sínum tíma var mikið látið með þennan leikmann sem fékk óvæntan samning hjá stórliði Manchester United í lok níunda áratugsins. Maiorana gerir upp þennan tíma í athyglisverðu viðtali. Giuliano Maiorana, sem lék árið 1988 með smáliði Histon í tíundu deild enska boltann en hann fékk óvænt að sýna sig fyrir Alex Ferguson, knattspyrnstjóra Manchester United, sem þurfti bara að horfa á fyrri hálfleikinn til að sannfærast. Ferguson talaði seinna um að þetta hafi verið ein besta frammistaðan sem hann hafði séð hjá leikmanni á reynslu. Maiorana, þá 19 ára gamall, fékk í kjölfarið fjögurra ára samning hjá stórliði Manchester United og framtíðin virtist björt. Saga Maiorana hjá Manchester United var hinsvegar ekkert ævintýri, í raun hrein martröð, og hann fer yfir þennan tíma í stóru viðtali við tímaritið Four Four Two, allt frá því þegar hann fékk nýtt nafn á fyrstu æfingunni hjá United þar til að fólk sé enn í dag að koma til hans og spyrja hvað hafi eiginlega orðið um hann.Giuliano Maiorana leikur sér með boltann í desember 1988.Vísir/GettyMaiorana var mjög óhefðbundinn leikmaður sem gat tekið upp á ýmsu inn á vellinum. Hann var duglegur að próf fífldjarfa hluti og hinar ýmsu kúnstir með boltann. Þetta vakti mikla lukku meðal áhorfenda sem voru heilluðust og fóru að kalla hann hinn nýja George Best. Ferguson var hinsvegar ekki hrifinn og ætlaði greinilega að koma guttanum niður á jörðina. Maiorana segir frá því að Sir Alex Ferguson hafi lagt sig í einelti, gert ítrekað lítið úr sér fyrir framan liðsfélagana og látið hann síðan rotna í varaliðinu. Maiorana talar um að Duncan Ferguson, sonur sir Alex, hafi margoft haldið fyrir andlitið þegar pabbi hans hafi byrjað á „eineltinu“ en á meðan aðrir hrósuðu honum fyrir frammistöðuna boðaði stjórinn hann einan á hlaupaæfingu daginn eftir. Maiorana náði aðeins að leika sjö leiki fyrir Manchester United frá 1988 til 1989 en alvarleg hnémeiðsli í varaliðsleik enduðu ferilinn hans. Ryan Giggs kom inn í Manchester United liðið aðeins seinna og var líkt við George Best. Giggs skapaði sér hinsvegar sitt nafn á Old Trafford og varð sigursælasti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það er hægt að lesa þetta athyglisverða viðtal við Maiorana með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Sjá meira
Það vita fáir í dag hver Giuliano Maiorana er en á sínum tíma var mikið látið með þennan leikmann sem fékk óvæntan samning hjá stórliði Manchester United í lok níunda áratugsins. Maiorana gerir upp þennan tíma í athyglisverðu viðtali. Giuliano Maiorana, sem lék árið 1988 með smáliði Histon í tíundu deild enska boltann en hann fékk óvænt að sýna sig fyrir Alex Ferguson, knattspyrnstjóra Manchester United, sem þurfti bara að horfa á fyrri hálfleikinn til að sannfærast. Ferguson talaði seinna um að þetta hafi verið ein besta frammistaðan sem hann hafði séð hjá leikmanni á reynslu. Maiorana, þá 19 ára gamall, fékk í kjölfarið fjögurra ára samning hjá stórliði Manchester United og framtíðin virtist björt. Saga Maiorana hjá Manchester United var hinsvegar ekkert ævintýri, í raun hrein martröð, og hann fer yfir þennan tíma í stóru viðtali við tímaritið Four Four Two, allt frá því þegar hann fékk nýtt nafn á fyrstu æfingunni hjá United þar til að fólk sé enn í dag að koma til hans og spyrja hvað hafi eiginlega orðið um hann.Giuliano Maiorana leikur sér með boltann í desember 1988.Vísir/GettyMaiorana var mjög óhefðbundinn leikmaður sem gat tekið upp á ýmsu inn á vellinum. Hann var duglegur að próf fífldjarfa hluti og hinar ýmsu kúnstir með boltann. Þetta vakti mikla lukku meðal áhorfenda sem voru heilluðust og fóru að kalla hann hinn nýja George Best. Ferguson var hinsvegar ekki hrifinn og ætlaði greinilega að koma guttanum niður á jörðina. Maiorana segir frá því að Sir Alex Ferguson hafi lagt sig í einelti, gert ítrekað lítið úr sér fyrir framan liðsfélagana og látið hann síðan rotna í varaliðinu. Maiorana talar um að Duncan Ferguson, sonur sir Alex, hafi margoft haldið fyrir andlitið þegar pabbi hans hafi byrjað á „eineltinu“ en á meðan aðrir hrósuðu honum fyrir frammistöðuna boðaði stjórinn hann einan á hlaupaæfingu daginn eftir. Maiorana náði aðeins að leika sjö leiki fyrir Manchester United frá 1988 til 1989 en alvarleg hnémeiðsli í varaliðsleik enduðu ferilinn hans. Ryan Giggs kom inn í Manchester United liðið aðeins seinna og var líkt við George Best. Giggs skapaði sér hinsvegar sitt nafn á Old Trafford og varð sigursælasti leikmaðurinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Það er hægt að lesa þetta athyglisverða viðtal við Maiorana með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Fleiri fréttir Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Chelsea búið að kaupa Garnacho Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Sjá meira