Bandaríkjaþing byrjar að afnema Obamacare strax í janúar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2016 22:36 Donald Trump og Mitch McConnell. vísir/getty Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins, auk þess sem Repúblikaninn Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. Repúblikanar hafa lengi haft horn í síðu Obamacare en lögin voru samþykkt árið 2010 og eru kennd við Barack Obama Bandaríkjaforseta. Markmið laganna var að gera úrbætur á bandaríska heilbrigðiskerfinu en lagasetningin veitti 20 milljónum manna aðgang að kerfinu sem ekki höfðu hann áður.Í ræðu sinni í dag fullyrti McConnell að þessum 20 milljónum manna yrði áfram tryggður aðgangur að heilbrigðiskerfinu þó að Obamacare yrði afnumið. Hann sagði þó að það gæti tekið tíma að afnema löggjöfina. „Þú getur ekki bara smellt fingrum og farið frá þeim stað sem við erum í dag og þangað sem við stefnum. Þetta þarf að gera af vandvirkni og í nokkrum skrefum yfir ákveðinn tíma,“ sagði McConnell. Þó að Repúblikanar séu almennt á móti Obamacare þá greinir þá á um hvað eigi að koma í staðinn. Þannig hefur Trump sagt að hann vilji halda í ákveðna hluti úr löggjöfinni, til dæmis það að ungt fólk geti verið undir heilbrigðistryggingu foreldra sinna til 26 ára aldurs og að það verði áfram svo að tryggingafyrirtækin geti ekki neitað fólki um tryggingu vegna undirliggjandi sjúkdóma. McConnell sagði að það væri skylda Repúblikana að afnema Obamacare og kallaði löggjöfina „vanskapning.“ Donald Trump Tengdar fréttir Trump ánægður með ýmislegt í Obamacare Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er ánægður með sumar af þeim endurbótum sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur gert á heilbrigðiskerfi landsins og kallaðar hafa verið Obamacare. 11. nóvember 2016 23:48 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira
Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins, auk þess sem Repúblikaninn Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. Repúblikanar hafa lengi haft horn í síðu Obamacare en lögin voru samþykkt árið 2010 og eru kennd við Barack Obama Bandaríkjaforseta. Markmið laganna var að gera úrbætur á bandaríska heilbrigðiskerfinu en lagasetningin veitti 20 milljónum manna aðgang að kerfinu sem ekki höfðu hann áður.Í ræðu sinni í dag fullyrti McConnell að þessum 20 milljónum manna yrði áfram tryggður aðgangur að heilbrigðiskerfinu þó að Obamacare yrði afnumið. Hann sagði þó að það gæti tekið tíma að afnema löggjöfina. „Þú getur ekki bara smellt fingrum og farið frá þeim stað sem við erum í dag og þangað sem við stefnum. Þetta þarf að gera af vandvirkni og í nokkrum skrefum yfir ákveðinn tíma,“ sagði McConnell. Þó að Repúblikanar séu almennt á móti Obamacare þá greinir þá á um hvað eigi að koma í staðinn. Þannig hefur Trump sagt að hann vilji halda í ákveðna hluti úr löggjöfinni, til dæmis það að ungt fólk geti verið undir heilbrigðistryggingu foreldra sinna til 26 ára aldurs og að það verði áfram svo að tryggingafyrirtækin geti ekki neitað fólki um tryggingu vegna undirliggjandi sjúkdóma. McConnell sagði að það væri skylda Repúblikana að afnema Obamacare og kallaði löggjöfina „vanskapning.“
Donald Trump Tengdar fréttir Trump ánægður með ýmislegt í Obamacare Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er ánægður með sumar af þeim endurbótum sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur gert á heilbrigðiskerfi landsins og kallaðar hafa verið Obamacare. 11. nóvember 2016 23:48 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Sjá meira
Trump ánægður með ýmislegt í Obamacare Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er ánægður með sumar af þeim endurbótum sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur gert á heilbrigðiskerfi landsins og kallaðar hafa verið Obamacare. 11. nóvember 2016 23:48
Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22
10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00