Bandaríkjaþing byrjar að afnema Obamacare strax í janúar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. desember 2016 22:36 Donald Trump og Mitch McConnell. vísir/getty Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins, auk þess sem Repúblikaninn Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. Repúblikanar hafa lengi haft horn í síðu Obamacare en lögin voru samþykkt árið 2010 og eru kennd við Barack Obama Bandaríkjaforseta. Markmið laganna var að gera úrbætur á bandaríska heilbrigðiskerfinu en lagasetningin veitti 20 milljónum manna aðgang að kerfinu sem ekki höfðu hann áður.Í ræðu sinni í dag fullyrti McConnell að þessum 20 milljónum manna yrði áfram tryggður aðgangur að heilbrigðiskerfinu þó að Obamacare yrði afnumið. Hann sagði þó að það gæti tekið tíma að afnema löggjöfina. „Þú getur ekki bara smellt fingrum og farið frá þeim stað sem við erum í dag og þangað sem við stefnum. Þetta þarf að gera af vandvirkni og í nokkrum skrefum yfir ákveðinn tíma,“ sagði McConnell. Þó að Repúblikanar séu almennt á móti Obamacare þá greinir þá á um hvað eigi að koma í staðinn. Þannig hefur Trump sagt að hann vilji halda í ákveðna hluti úr löggjöfinni, til dæmis það að ungt fólk geti verið undir heilbrigðistryggingu foreldra sinna til 26 ára aldurs og að það verði áfram svo að tryggingafyrirtækin geti ekki neitað fólki um tryggingu vegna undirliggjandi sjúkdóma. McConnell sagði að það væri skylda Repúblikana að afnema Obamacare og kallaði löggjöfina „vanskapning.“ Donald Trump Tengdar fréttir Trump ánægður með ýmislegt í Obamacare Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er ánægður með sumar af þeim endurbótum sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur gert á heilbrigðiskerfi landsins og kallaðar hafa verið Obamacare. 11. nóvember 2016 23:48 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Bandaríkjaþing mun hefjast handa við það að afnema Obamacare strax í janúar á næsta ári. Þetta kom fram í ræðu sem Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, hélt í heimaborg Louisiana í dag. Repúblikanar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins, auk þess sem Repúblikaninn Donald Trump tekur við embætti forseta Bandaríkjanna í janúar. Repúblikanar hafa lengi haft horn í síðu Obamacare en lögin voru samþykkt árið 2010 og eru kennd við Barack Obama Bandaríkjaforseta. Markmið laganna var að gera úrbætur á bandaríska heilbrigðiskerfinu en lagasetningin veitti 20 milljónum manna aðgang að kerfinu sem ekki höfðu hann áður.Í ræðu sinni í dag fullyrti McConnell að þessum 20 milljónum manna yrði áfram tryggður aðgangur að heilbrigðiskerfinu þó að Obamacare yrði afnumið. Hann sagði þó að það gæti tekið tíma að afnema löggjöfina. „Þú getur ekki bara smellt fingrum og farið frá þeim stað sem við erum í dag og þangað sem við stefnum. Þetta þarf að gera af vandvirkni og í nokkrum skrefum yfir ákveðinn tíma,“ sagði McConnell. Þó að Repúblikanar séu almennt á móti Obamacare þá greinir þá á um hvað eigi að koma í staðinn. Þannig hefur Trump sagt að hann vilji halda í ákveðna hluti úr löggjöfinni, til dæmis það að ungt fólk geti verið undir heilbrigðistryggingu foreldra sinna til 26 ára aldurs og að það verði áfram svo að tryggingafyrirtækin geti ekki neitað fólki um tryggingu vegna undirliggjandi sjúkdóma. McConnell sagði að það væri skylda Repúblikana að afnema Obamacare og kallaði löggjöfina „vanskapning.“
Donald Trump Tengdar fréttir Trump ánægður með ýmislegt í Obamacare Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er ánægður með sumar af þeim endurbótum sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur gert á heilbrigðiskerfi landsins og kallaðar hafa verið Obamacare. 11. nóvember 2016 23:48 Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22 10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Trump ánægður með ýmislegt í Obamacare Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er ánægður með sumar af þeim endurbótum sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur gert á heilbrigðiskerfi landsins og kallaðar hafa verið Obamacare. 11. nóvember 2016 23:48
Trump útnefnir andstæðing Obamacare heilbrigðisráðherra Price er bæklunarlæknir að mennt og harður andstæðingur þeirra breytinga sem Obama gerði á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. 29. nóvember 2016 14:22
10 hlutir sem Trump hefur sagst ætla að gera sem forseti Donald Trump boðaði miklar breytingar í bandarískum þjóðfélagsmálum í kosningabaráttu sinni til forseta Bandaríkjanna. Hvort hann standi við loforð sín, eins og að hefja á ný vatnspyndingar eða banna múslimum að koma til Bandaríkjanna. 10. nóvember 2016 07:00