Erlent

Trump ánægður með ýmislegt í Obamacare

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Trump og Obama eftir fund þeirra í gær.
Trump og Obama eftir fund þeirra í gær. vísir/getty
Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, er ánægður með sumar af þeim endurbótum sem Barack Obama, Bandaríkjaforseti, hefur gert á heilbrigðiskerfi landsins og kallaðar hafa verið Obamacare.

 

Í viðtali við Wall Street Journal segir Trump að hann sé reiðubúinn til að halda mögulega í tvær breytingar sem gerðar voru þar sem hann kveðst mjög ánægður með þær.

Önnur þeirra er bann við því að tryggingafélög neiti fólki með undirliggjandi sjúkdóma um heilbrigðistryggingu, en hin er sú að ungt fólk geti verið tryggt í gegnum foreldra sína.

 

Þarna slær við nýjan tón í málflutningi Trump en í kosningabaráttunni sagði hann ítrekað að hann myndi afnema Obamacare ef hann næði kjöri sem forseti.

Í viðtalinu við Wall Street Journal sagði Trump að fundur hans með Obama í gær hafi fengið til að endurhugsa það hvað hann hyggist fyrir með Obama þegar hann tekur við embætti.

„Annað hvort verður Obamacare breytt eða það verður afnumið og nýtt kerfi kemur í staðinn,“ sagði Trump.


Tengdar fréttir

Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump

Evrópskir stjórnmálaflokkar sem hafa varað við innflytjendum og barist gegn alþjóðavæðingu líta á sigur Donalds Trump sem hvatningu til dáða og hlakka til framhaldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×