Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. október 2016 16:44 Duterte virðist ekki mjög hrifinn af utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Vísir/AFP Forseti Filippseyja hefur dregið til baka tilkynningu sína frá því á fimmtudag að landið ætlaði sér að slíta öll tengsl við Bandaríkin. Hann lét þau orð falla á meðan hann var í heimsókn í Kína að Filippseyja ætluðu sér að slíta alla viðskipta- og hernaðarsamninga við Bandaríkin. Í sömu ræðu sagðist hann ætla að hitta Vladimir Putin rússlandsforseta til þess að ræða bandalag á milli landanna. Í dag virðist honum þó hafa snúist hugur. „Við ætlum ekki að slíta tengsl okkar við Bandaríkin,“ sagði hann í yfirlýsingu sem hann gaf út frá heimili sínu í borginni Davao. „Það myndi þýða að við ætluðum okkur að slíta öll pólitísk tengsl við landið. Við getum ekki gert það? Hvers vegna ekki? Það væri betra fyrir hagsmuni landsins míns að við viðhöldum samskiptum við þá.“Hugarfarsbreyting fremur en formleg slitDuterte reyndi að útskýra fyrri tilkynningu sína á þann hátt að um hugarfarsbreytingu væri að ræða frekar en pólitíska ákvörðun. „Það sem ég var í raun að segja var að við erum að færast frá þeim í utanríkisstefnu okkar. Hér áður fyrr, þar til ég varð forseti, höfum við alltaf fylgt því sem Bandaríkin hafa ákveðið að gera. Það hefur verið ætlast til þess að Filippseyjar fylgi utanríkisstefnu þeirra í einu og öllu. Það ætla ég ekki að gera.“ Talsmenn Hvíta hússins fögnuðu þessari skilgreiningu Duterte og sögðu hana meira í ætt við sjötíu ára bandalag þjóðanna. Duterte hefur verið mjög harðorður í garð Barack Obama forseta Bandaríkjanna og meðal annars kallað hann „tíkarson“ eftir að hann afboðaði fyrirhugaðan fund þeirra á milli. Duterte baðst síðar afsökunar á þeim orðum sínum. Tengdar fréttir Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Forseti Filippseyja hefur dregið til baka tilkynningu sína frá því á fimmtudag að landið ætlaði sér að slíta öll tengsl við Bandaríkin. Hann lét þau orð falla á meðan hann var í heimsókn í Kína að Filippseyja ætluðu sér að slíta alla viðskipta- og hernaðarsamninga við Bandaríkin. Í sömu ræðu sagðist hann ætla að hitta Vladimir Putin rússlandsforseta til þess að ræða bandalag á milli landanna. Í dag virðist honum þó hafa snúist hugur. „Við ætlum ekki að slíta tengsl okkar við Bandaríkin,“ sagði hann í yfirlýsingu sem hann gaf út frá heimili sínu í borginni Davao. „Það myndi þýða að við ætluðum okkur að slíta öll pólitísk tengsl við landið. Við getum ekki gert það? Hvers vegna ekki? Það væri betra fyrir hagsmuni landsins míns að við viðhöldum samskiptum við þá.“Hugarfarsbreyting fremur en formleg slitDuterte reyndi að útskýra fyrri tilkynningu sína á þann hátt að um hugarfarsbreytingu væri að ræða frekar en pólitíska ákvörðun. „Það sem ég var í raun að segja var að við erum að færast frá þeim í utanríkisstefnu okkar. Hér áður fyrr, þar til ég varð forseti, höfum við alltaf fylgt því sem Bandaríkin hafa ákveðið að gera. Það hefur verið ætlast til þess að Filippseyjar fylgi utanríkisstefnu þeirra í einu og öllu. Það ætla ég ekki að gera.“ Talsmenn Hvíta hússins fögnuðu þessari skilgreiningu Duterte og sögðu hana meira í ætt við sjötíu ára bandalag þjóðanna. Duterte hefur verið mjög harðorður í garð Barack Obama forseta Bandaríkjanna og meðal annars kallað hann „tíkarson“ eftir að hann afboðaði fyrirhugaðan fund þeirra á milli. Duterte baðst síðar afsökunar á þeim orðum sínum.
Tengdar fréttir Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26
Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40