Hættur við að slíta pólitískum tengslum við Bandaríkin Birgir Örn Steinarsson skrifar 22. október 2016 16:44 Duterte virðist ekki mjög hrifinn af utanríkisstefnu Bandaríkjanna. Vísir/AFP Forseti Filippseyja hefur dregið til baka tilkynningu sína frá því á fimmtudag að landið ætlaði sér að slíta öll tengsl við Bandaríkin. Hann lét þau orð falla á meðan hann var í heimsókn í Kína að Filippseyja ætluðu sér að slíta alla viðskipta- og hernaðarsamninga við Bandaríkin. Í sömu ræðu sagðist hann ætla að hitta Vladimir Putin rússlandsforseta til þess að ræða bandalag á milli landanna. Í dag virðist honum þó hafa snúist hugur. „Við ætlum ekki að slíta tengsl okkar við Bandaríkin,“ sagði hann í yfirlýsingu sem hann gaf út frá heimili sínu í borginni Davao. „Það myndi þýða að við ætluðum okkur að slíta öll pólitísk tengsl við landið. Við getum ekki gert það? Hvers vegna ekki? Það væri betra fyrir hagsmuni landsins míns að við viðhöldum samskiptum við þá.“Hugarfarsbreyting fremur en formleg slitDuterte reyndi að útskýra fyrri tilkynningu sína á þann hátt að um hugarfarsbreytingu væri að ræða frekar en pólitíska ákvörðun. „Það sem ég var í raun að segja var að við erum að færast frá þeim í utanríkisstefnu okkar. Hér áður fyrr, þar til ég varð forseti, höfum við alltaf fylgt því sem Bandaríkin hafa ákveðið að gera. Það hefur verið ætlast til þess að Filippseyjar fylgi utanríkisstefnu þeirra í einu og öllu. Það ætla ég ekki að gera.“ Talsmenn Hvíta hússins fögnuðu þessari skilgreiningu Duterte og sögðu hana meira í ætt við sjötíu ára bandalag þjóðanna. Duterte hefur verið mjög harðorður í garð Barack Obama forseta Bandaríkjanna og meðal annars kallað hann „tíkarson“ eftir að hann afboðaði fyrirhugaðan fund þeirra á milli. Duterte baðst síðar afsökunar á þeim orðum sínum. Tengdar fréttir Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Forseti Filippseyja hefur dregið til baka tilkynningu sína frá því á fimmtudag að landið ætlaði sér að slíta öll tengsl við Bandaríkin. Hann lét þau orð falla á meðan hann var í heimsókn í Kína að Filippseyja ætluðu sér að slíta alla viðskipta- og hernaðarsamninga við Bandaríkin. Í sömu ræðu sagðist hann ætla að hitta Vladimir Putin rússlandsforseta til þess að ræða bandalag á milli landanna. Í dag virðist honum þó hafa snúist hugur. „Við ætlum ekki að slíta tengsl okkar við Bandaríkin,“ sagði hann í yfirlýsingu sem hann gaf út frá heimili sínu í borginni Davao. „Það myndi þýða að við ætluðum okkur að slíta öll pólitísk tengsl við landið. Við getum ekki gert það? Hvers vegna ekki? Það væri betra fyrir hagsmuni landsins míns að við viðhöldum samskiptum við þá.“Hugarfarsbreyting fremur en formleg slitDuterte reyndi að útskýra fyrri tilkynningu sína á þann hátt að um hugarfarsbreytingu væri að ræða frekar en pólitíska ákvörðun. „Það sem ég var í raun að segja var að við erum að færast frá þeim í utanríkisstefnu okkar. Hér áður fyrr, þar til ég varð forseti, höfum við alltaf fylgt því sem Bandaríkin hafa ákveðið að gera. Það hefur verið ætlast til þess að Filippseyjar fylgi utanríkisstefnu þeirra í einu og öllu. Það ætla ég ekki að gera.“ Talsmenn Hvíta hússins fögnuðu þessari skilgreiningu Duterte og sögðu hana meira í ætt við sjötíu ára bandalag þjóðanna. Duterte hefur verið mjög harðorður í garð Barack Obama forseta Bandaríkjanna og meðal annars kallað hann „tíkarson“ eftir að hann afboðaði fyrirhugaðan fund þeirra á milli. Duterte baðst síðar afsökunar á þeim orðum sínum.
Tengdar fréttir Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26 Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Duterte líkir sjálfum sér við Hitler Forseti Filippseyja segir að á Fillipseyjum væru þrjár milljónir eiturlyfjasjúklinga og að hann myndi glaður vilja slátra þeim öllum. 30. september 2016 08:26
Segir Obama að „fara til helvítis“ Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, segist ætla að „hætta með“ Bandaríkjunum. 4. október 2016 17:40