Sakar Stanford-háskóla um að hafa ítrekað hunsað kvartanir kvenna um kynferðisbrot Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2016 14:26 Stanford-háskóli í Kaliforníu í Bandaríkjunum. vísir/getty Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. Þetta er á meðal ásakana sem settar eru fram á hendur skólanum í dómsmáli sem aðgerðahópurinn Equality Rights Advocates hefur höfðað gegn háskólanum fyrir hönd konu sem hóf grunnnám við Stanford árið 2011 og er nú meistaranemi við skólann.Ítarlega er fjallað um málið á vef Guardian. Þar kemur fram að samkvæmt málsgögnum á ónefndur maður, sem einnig var nemandi við Stanford, að hafa tekið eina konu hálstaki áður en hann nauðgaði henni. Þá áreitti hann einnig aðra konu kynferðislega og sagði henni ítrekað í kjölfarið að hún ætti að drepa sjálfa sig.Skólinn telur að hann hafi staðið rétt að málum Þrátt fyrir að háskólinn hafi vitað af árásum mannsins gegn nokkrum nemendum á árunum 2010 til 2014 þá gerðu skólayfirvöld í Stanford lítið sem ekkert til refsa manninum og vernda konur gegn honum, að því er fram kemur í málsgögnunum. Þvert á móti eiga starfsmenn skólans að hafa latt konur til þess að tilkynna formlega um brotin en að minnsta kosti einu sinni var kona spurð hvort hún hefði ekki átt á hættu á því að verða fyrir árás með því hvernig hún klæddi sig. Lisa Lepin, talskona Stanford-háskóla, vildi ekki tjá sig um einstök efnisatriði málsins þegar Guardian leitaði eftir því en sagði þó að skólinn myndi verjast málsókninni af krafti enda telja skólayfirvöld að þau hafi tekið rétt á málum.Sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga skólasystur sinniFyrr á árinu var mikið fjallað um nauðgun sem átti sér stað á skólalóð Stanford-háskóla í janúar 2015. Brock Turner, sem var þá nemandi við skólann, nauðgaði þá skólasystur á bak við ruslagáma á skólalóðinni og var hann sakfelldur fyrir glæpinn. Dómurinn vakti þó mikla reiði í Bandaríkjunum þar sem mörgum fannst sex mánaða fangelsisrefsing léttvæg miðað við alvarleika glæpsins. Það vakti svo ekki minni reiði þegar að Turner losnaði úr fangelsi eftir að hafa afplánað þrjá mánuði. Tengdar fréttir Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. 1. september 2016 10:56 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Stanford-háskóli í Bandaríkjunum hunsaði kvartanir um kynferðisbrot, vísaði frá einstaklingum sem settu fram ásakanir um kynferðisbrot og refsaði ekki nemanda sem þekktur var fyrir að brjóta gegn konum. Þetta er á meðal ásakana sem settar eru fram á hendur skólanum í dómsmáli sem aðgerðahópurinn Equality Rights Advocates hefur höfðað gegn háskólanum fyrir hönd konu sem hóf grunnnám við Stanford árið 2011 og er nú meistaranemi við skólann.Ítarlega er fjallað um málið á vef Guardian. Þar kemur fram að samkvæmt málsgögnum á ónefndur maður, sem einnig var nemandi við Stanford, að hafa tekið eina konu hálstaki áður en hann nauðgaði henni. Þá áreitti hann einnig aðra konu kynferðislega og sagði henni ítrekað í kjölfarið að hún ætti að drepa sjálfa sig.Skólinn telur að hann hafi staðið rétt að málum Þrátt fyrir að háskólinn hafi vitað af árásum mannsins gegn nokkrum nemendum á árunum 2010 til 2014 þá gerðu skólayfirvöld í Stanford lítið sem ekkert til refsa manninum og vernda konur gegn honum, að því er fram kemur í málsgögnunum. Þvert á móti eiga starfsmenn skólans að hafa latt konur til þess að tilkynna formlega um brotin en að minnsta kosti einu sinni var kona spurð hvort hún hefði ekki átt á hættu á því að verða fyrir árás með því hvernig hún klæddi sig. Lisa Lepin, talskona Stanford-háskóla, vildi ekki tjá sig um einstök efnisatriði málsins þegar Guardian leitaði eftir því en sagði þó að skólinn myndi verjast málsókninni af krafti enda telja skólayfirvöld að þau hafi tekið rétt á málum.Sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga skólasystur sinniFyrr á árinu var mikið fjallað um nauðgun sem átti sér stað á skólalóð Stanford-háskóla í janúar 2015. Brock Turner, sem var þá nemandi við skólann, nauðgaði þá skólasystur á bak við ruslagáma á skólalóðinni og var hann sakfelldur fyrir glæpinn. Dómurinn vakti þó mikla reiði í Bandaríkjunum þar sem mörgum fannst sex mánaða fangelsisrefsing léttvæg miðað við alvarleika glæpsins. Það vakti svo ekki minni reiði þegar að Turner losnaði úr fangelsi eftir að hafa afplánað þrjá mánuði.
Tengdar fréttir Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. 1. september 2016 10:56 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skuli Rafmennt nota nafn skólans Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Innlent Fleiri fréttir Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Sjá meira
Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24
Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42
Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. 1. september 2016 10:56