Stanford-nauðgarinn losnar úr fangelsi á morgun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. september 2016 10:56 Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóla. Hann nauðgaði meðvitundarlausri konu á bak við ruslagám á skólalóð háskólans. vísir Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. Dómurinn sem Turner fékk í sumar vakti mikla reiði þar sem mörgum fannst hann í engu samræmi við alvarleika glæpsins sem hann framdi. Turner nauðgaði konunni á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra en konan var rænulaus á meðan Turner braut á henni. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn var fjórtán ára fangelsi. Dómarinn í málinu taldi sex mánaða fangelsi hins vegar hæfilega refsingu þar sem hann mat það sem svo að almenningi stafaði ekki hætta af Turner.Breyta lögum í Kaliforníu vegna málsins Síðastliðinn mánudag samþykkti ríkisþing Kaliforníu lagabreytingar sem kenndar eru við Stanford-nauðgunina en þeim er ætlað að koma í veg fyrir glufu í lögunum sem gerði dómaranum í málinu kleift að dæma Turner í fangelsi í svo stuttan tíma. Í núverandi lögum er nefnilega kveðið á um að dæma skuli einstaklinga í fangelsi beiti þeir afli til að nauðga annarri manneskju en ekkert er fjallað um hvernig taka skuli á málum ef þolandinn er meðvitundarlaus og ófær um að verja sig. Í lagabreytingum er hins vegar kveðið á um að ekki sé hægt að dæma einstaklinga í styttra fangelsi en þrjú ár brjóti þeir kynferðislega gegn manneskju sem er rænulaus.Hló að Svíunum tveimur sem komu að honum Í liðinni viku greindi Guardian frá því að gögn úr réttarhöldunum í málinu sýna að Turner hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á skólasystur sinni, en þeir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson, voru að hjóla í gegnum skólalóð háskólans þegar þeir komu auga á Turner bak við ruslagáminn. Þeir voru lykilvitni ákæruvaldsins í málinu en Jonsson sagði meðal annars fyrir dómi að sér hafi virst sem stúlkan væri sofandi en Turner reyndi að flýja undan þeim Arndt. Þeir náðu honum hins vegar og þegar þeir stoppuðu hann brosti hann og hló að þeim. „Ég tók eftir því að hann brosti. Svo ég spurði hann af hverju hann væri að brosa og ég bað hann um að hætta að brosa. ... Ég sagði: „Hvað ertu að gera? Hún er meðvitundarlaus.““ Turner var spurður að því hvers vegna hann hefði brosað þegar Arndt og Jonsson náðu honum. „Ég var bara að hlæja að þessum fáránlegu aðstæðum,“ sagði Turner. Samkvæmt umfjöllun Guardian sýna gögnin úr réttarhöldunum að Turner breytti framburði sínum fyrir dómi en sagan sem hann sagði var í ósamræmi við framburði vitna og lögreglumanna sem komu fyrir dóminn. Tengdar fréttir Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Brock Turner fyrrverandi nemandi Stanford-háskóla sem sakfelldur var fyrr á árinu fyrir að nauðga skólasystur sinni, losnar úr fangelsi á morgun eftir að hafa afplánað þrjá mánuði af sex mánaða dómi sem hann fékk þar sem hann hefur hagað sér vel innan veggja fangelsins. Dómurinn sem Turner fékk í sumar vakti mikla reiði þar sem mörgum fannst hann í engu samræmi við alvarleika glæpsins sem hann framdi. Turner nauðgaði konunni á bak við ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra en konan var rænulaus á meðan Turner braut á henni. Saksóknari fór fram á sex ára fangelsi yfir Turner en hámarksrefsing fyrir glæpinn var fjórtán ára fangelsi. Dómarinn í málinu taldi sex mánaða fangelsi hins vegar hæfilega refsingu þar sem hann mat það sem svo að almenningi stafaði ekki hætta af Turner.Breyta lögum í Kaliforníu vegna málsins Síðastliðinn mánudag samþykkti ríkisþing Kaliforníu lagabreytingar sem kenndar eru við Stanford-nauðgunina en þeim er ætlað að koma í veg fyrir glufu í lögunum sem gerði dómaranum í málinu kleift að dæma Turner í fangelsi í svo stuttan tíma. Í núverandi lögum er nefnilega kveðið á um að dæma skuli einstaklinga í fangelsi beiti þeir afli til að nauðga annarri manneskju en ekkert er fjallað um hvernig taka skuli á málum ef þolandinn er meðvitundarlaus og ófær um að verja sig. Í lagabreytingum er hins vegar kveðið á um að ekki sé hægt að dæma einstaklinga í styttra fangelsi en þrjú ár brjóti þeir kynferðislega gegn manneskju sem er rænulaus.Hló að Svíunum tveimur sem komu að honum Í liðinni viku greindi Guardian frá því að gögn úr réttarhöldunum í málinu sýna að Turner hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á skólasystur sinni, en þeir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson, voru að hjóla í gegnum skólalóð háskólans þegar þeir komu auga á Turner bak við ruslagáminn. Þeir voru lykilvitni ákæruvaldsins í málinu en Jonsson sagði meðal annars fyrir dómi að sér hafi virst sem stúlkan væri sofandi en Turner reyndi að flýja undan þeim Arndt. Þeir náðu honum hins vegar og þegar þeir stoppuðu hann brosti hann og hló að þeim. „Ég tók eftir því að hann brosti. Svo ég spurði hann af hverju hann væri að brosa og ég bað hann um að hætta að brosa. ... Ég sagði: „Hvað ertu að gera? Hún er meðvitundarlaus.““ Turner var spurður að því hvers vegna hann hefði brosað þegar Arndt og Jonsson náðu honum. „Ég var bara að hlæja að þessum fáránlegu aðstæðum,“ sagði Turner. Samkvæmt umfjöllun Guardian sýna gögnin úr réttarhöldunum að Turner breytti framburði sínum fyrir dómi en sagan sem hann sagði var í ósamræmi við framburði vitna og lögreglumanna sem komu fyrir dóminn.
Tengdar fréttir Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24 Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42 Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Fleiri fréttir Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Sjá meira
Stanford-nauðgunin: Sáu strax að eitthvað væri að þegar þeir nálguðust ruslagámana á skólalóðinni Sænsku stúdentarnir Carl-Fredrik Arndt og Peter Jonsson voru að hjóla í gegnum skólalóð Stanford-háskóla aðfaranótt 18. janúar 2015 þegar þeir komu auga á Brock Turner á bak við ruslagám þar sem hann lá ofan á hreyfingarlausri konu. 8. júní 2016 14:24
Stanford-nauðgunin: Nauðgarinn hló að Svíunum tveim sem komu að honum þar sem hann lá ofan á rænulausri konunni Gögn úr réttarhöldum yfir Brock Turner, sem fyrr á árinu var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að nauðga rænulausri skólasystur sinni á bakvið ruslagám á skólalóð Stanford-háskóla í janúar í fyrra, sýna að hann hló að tveimur Svíum sem komu að honum þar sem hann lá ofan á konunni. 26. ágúst 2016 23:42
Sex mánaða nauðgunardómur vekur reiði: „Vegna þín fannst mér ég einskis virði“ Brock Turner var nemandi í Stanford-háskóli þegar hann nauðgaði konu á bak við ruslagám á skólalóðinni í janúar í fyrra. 7. júní 2016 14:42