Heppnir að kveikja ekki í sjálfum sér þegar þeir reyndu að kveikja í IKEA-geitinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2016 13:37 Tveir ungir menn gerðu tilraun til þess að kveikja í frægustu geit landsins, IKEA geitinni, í Kauptúni í Garðabæ í nótt. Nútíminn greindi fyrst frá. Geitin hefur staðið vaktina í Garðabænum í rúmar þrjár vikur en um árlegt skraut er að ræða hjá sænsku húsgagnaversluninni. Tilraun ungu mannanna til að kveikja í geitinni náðist á upptöku með öryggismyndavél en nóg er af þeim á svæðinu. Mennirnir komu gangandi, líklega meðvitaðir um myndavélar á svæðinu sem greina bílnúmer. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir í samtali við Vísi að mennirnir hafi verið stálheppnir að kveikja hreinlega ekki í sjálfum sér. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi.Vísir Ekki markaðsbragð að sögn framkvæmdastjóra „Þeir voru bara heppnir að slasa sig ekki. Þeir eru með steinolíu sem er bráðeldfim og misss þetta nánast í fangið á sér,“ segir Þórarinn og vísar í það sem sést í myndbandinu að ofan. „Það er sláandi að sjá hvernig mikill eldur gýs upp við fæturna á þeim þegar þeir hlaupa í burtu.“Þórarinn skilur að allir séu ungir einu sinni og vafalítið sé mikið sport hjá fólki að reyna að kveikja í geitinni. Það sé þó sannarlega ekki þess virði að stórskaða sig.Ekki er ofsögum sagt að geitin og eldur eigi sína sögu enda hefur verið nær árviss viðburður að í geitinni kviknar. Sumir hafa velt fyrir sér hvort ekki sé um klókt markaðsbragð IKEA að ræða til að draga athygli að versluninni og fá ókeypis auglýsingu. Þórarinn þvertekur fyrir það. Það kosti tíu daga í vinnu fyrir tvo menn að koma geitinni upp og svo bætist við allur efniskostnaður. Samanlagt slagi kostnaður í tvær milljónir.„Það er ekki þess virði. Nú er svo mikið að gera hjá okkur að ef geitin myndi brenna næðum við ekki að setja aðra upp. Þetta er virkilega flott skraut sem við viljum halda. Við viljum alls ekki að geitin brenni.“Ungu mennirnir tveir hurfu út í nóttina að sögn Þórarins.Jólageitin í ljósum logum í fyrra eftir að hafa "tortímt sjálfri sér".Mynd/Bylgja GuðjónsdóttirEldheit saga geitarinnarJólageitin hefur eins og áður segir verið sett upp árlega seinustu átta ár en oftar en ekki hefur líftími hennar verið styttri en ætlast var til.Árið 2010 var greint frá því að kveikt hefði verið í jólageitinni. Slökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Forsvarsmenn IKEA buðu mönunum þó það sáttatilboð að sleppa þeim við kæru ef þeir tækju til eftir ósköpin. Árið 2011 féll jólageitin í miklu óveðri sem þá reið yfir. Geitin skemmdist þó einungis lítillega í óveðrinu og var reist aftur við.Árið 2012 var jólageitin brennd til kaldra kola öðru sinni. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, sagði í samtali við fréttastofu að tjónið væri metið á eina milljón króna.Árið 2013 var frá því greint að veðrið hefði leikið jólageitina grátt. Mikið rok hafði verið á höfuðborgarsvæðinu og fór sökum þess svo að geitin féll á aðra hliðina. Í fyrra sagði framkvæmdarstjóri IKEA í samtali við Vísi að sólarhringsgæsla væri í kringum geitina til að verja hana frá óprúttnum aðilum.Það var þó ekki nóg til að bjarga geitinni frá vofveiflegum örlögum sínum en seinna í sama mánuði var greint frá því að jólageitin hefði tortímt sjálfri sér. Kviknaði þá í geitinni út frá útiseríu sem umvafði hana en geitin fuðraði upp á einungis nokkrum sekúndum í kjölfarið. Tengdar fréttir Öryggismyndavél IKEA: Sjáðu geitina loga Það á ekki af geitinni að ganga. 26. október 2015 17:02 IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15 IKEA-geitin endurborin IKEA-geitin endurbyggð með leynd og undir vökulu auga öryggisvarða. 3. nóvember 2015 12:26 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Tveir ungir menn gerðu tilraun til þess að kveikja í frægustu geit landsins, IKEA geitinni, í Kauptúni í Garðabæ í nótt. Nútíminn greindi fyrst frá. Geitin hefur staðið vaktina í Garðabænum í rúmar þrjár vikur en um árlegt skraut er að ræða hjá sænsku húsgagnaversluninni. Tilraun ungu mannanna til að kveikja í geitinni náðist á upptöku með öryggismyndavél en nóg er af þeim á svæðinu. Mennirnir komu gangandi, líklega meðvitaðir um myndavélar á svæðinu sem greina bílnúmer. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA, segir í samtali við Vísi að mennirnir hafi verið stálheppnir að kveikja hreinlega ekki í sjálfum sér. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi.Vísir Ekki markaðsbragð að sögn framkvæmdastjóra „Þeir voru bara heppnir að slasa sig ekki. Þeir eru með steinolíu sem er bráðeldfim og misss þetta nánast í fangið á sér,“ segir Þórarinn og vísar í það sem sést í myndbandinu að ofan. „Það er sláandi að sjá hvernig mikill eldur gýs upp við fæturna á þeim þegar þeir hlaupa í burtu.“Þórarinn skilur að allir séu ungir einu sinni og vafalítið sé mikið sport hjá fólki að reyna að kveikja í geitinni. Það sé þó sannarlega ekki þess virði að stórskaða sig.Ekki er ofsögum sagt að geitin og eldur eigi sína sögu enda hefur verið nær árviss viðburður að í geitinni kviknar. Sumir hafa velt fyrir sér hvort ekki sé um klókt markaðsbragð IKEA að ræða til að draga athygli að versluninni og fá ókeypis auglýsingu. Þórarinn þvertekur fyrir það. Það kosti tíu daga í vinnu fyrir tvo menn að koma geitinni upp og svo bætist við allur efniskostnaður. Samanlagt slagi kostnaður í tvær milljónir.„Það er ekki þess virði. Nú er svo mikið að gera hjá okkur að ef geitin myndi brenna næðum við ekki að setja aðra upp. Þetta er virkilega flott skraut sem við viljum halda. Við viljum alls ekki að geitin brenni.“Ungu mennirnir tveir hurfu út í nóttina að sögn Þórarins.Jólageitin í ljósum logum í fyrra eftir að hafa "tortímt sjálfri sér".Mynd/Bylgja GuðjónsdóttirEldheit saga geitarinnarJólageitin hefur eins og áður segir verið sett upp árlega seinustu átta ár en oftar en ekki hefur líftími hennar verið styttri en ætlast var til.Árið 2010 var greint frá því að kveikt hefði verið í jólageitinni. Slökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Forsvarsmenn IKEA buðu mönunum þó það sáttatilboð að sleppa þeim við kæru ef þeir tækju til eftir ósköpin. Árið 2011 féll jólageitin í miklu óveðri sem þá reið yfir. Geitin skemmdist þó einungis lítillega í óveðrinu og var reist aftur við.Árið 2012 var jólageitin brennd til kaldra kola öðru sinni. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, sagði í samtali við fréttastofu að tjónið væri metið á eina milljón króna.Árið 2013 var frá því greint að veðrið hefði leikið jólageitina grátt. Mikið rok hafði verið á höfuðborgarsvæðinu og fór sökum þess svo að geitin féll á aðra hliðina. Í fyrra sagði framkvæmdarstjóri IKEA í samtali við Vísi að sólarhringsgæsla væri í kringum geitina til að verja hana frá óprúttnum aðilum.Það var þó ekki nóg til að bjarga geitinni frá vofveiflegum örlögum sínum en seinna í sama mánuði var greint frá því að jólageitin hefði tortímt sjálfri sér. Kviknaði þá í geitinni út frá útiseríu sem umvafði hana en geitin fuðraði upp á einungis nokkrum sekúndum í kjölfarið.
Tengdar fréttir Öryggismyndavél IKEA: Sjáðu geitina loga Það á ekki af geitinni að ganga. 26. október 2015 17:02 IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15 IKEA-geitin endurborin IKEA-geitin endurbyggð með leynd og undir vökulu auga öryggisvarða. 3. nóvember 2015 12:26 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
IKEA jólageitin komin upp Eflaust frægasta geit landsins hefur gert sig heimakomna í Kauptúninu. Jólageitur seinustu ára hafa þurft að þola margt. 16. október 2016 19:15
IKEA-geitin endurborin IKEA-geitin endurbyggð með leynd og undir vökulu auga öryggisvarða. 3. nóvember 2015 12:26
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent