IKEA jólageitin komin upp Anton Egilsson skrifar 16. október 2016 19:15 Hún er stór og mikilfengleg jólageitin sem prýðir lóðina fyrir utan IKEA. Vísir/Tinni Eflaust frægasta geit landsins, jólageit IKEA, er löngu orðin fastagestur í Kauptúninu á þessum árstíma þar sem hún stendur keik vaktina á hólnum sínum til áramóta. Er þetta í áttunda sinn sem jólageitinni er stillt upp fyrir utan verslun IKEA í Garðabæ. Geitin er strágeit og tilheyrir sænskri jólahefð sem kallast Gävlebocken. Gävle, borið fram sem Jevle, er bær í Svíþjóð. Geitin þar í bæ er sú frægasta en hún hlýtur oftast þau örlög að verða brennuvörgum að bráð. Íslenskir brennuvargar hafa eins og þeir sænsku verið duglegir að kveikja í henni á seinustu árum.Jólageitin í ljósum logum eftir að hafa „tortímt sjálfri sér".Mynd: Bylgja GuðjónsdóttirMikið gengið á síðan geitin fór fyrst uppJólageitin hefur eins og áður segir verið sett upp árlega seinustu átta ár en oftar en ekki hefur líftími hennar verið styttri en ætlast var til. Árið 2010 var greint frá því að kveikt hefði verið í jólageitinni. Slökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Forsvarsmenn IKEA buðu mönunum þó það sáttatilboð að sleppa þeim við kæru ef þeir tækju til eftir ósköpin. Árið 2011 féll jólageitin í miklu óveðri sem þá reið yfir. Geitin skemmdist þó einungis lítillega í óveðrinu og var reist aftur við. Árið 2012 var jólageitin brennd til kaldra kola öðru sinni. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, sagði í samtali við fréttastofu að tjónið væri metið á eina milljón króna.Árið 2013 var frá því greint að veðrið hafi leikið jólageitina grátt. Mikið rok hafði verið á höfuðborgarsvæðinu og fór sökum þess svo að geitin féll á aðra hliðina. Í fyrra sagði framkvæmdarstjóri IKEA í samtali við Vísi að sólarhringsgæsla væri í kringum geitina til að verja hana frá óprúttnum aðilum.Það var þó ekki nóg til að bjarga geitinni frá vofveiflegum örlögum sínum en seinna í sama mánuði var greint frá því að jólageitin hefði tortímt sjálfri sér. Kviknaði þá í geitinni út frá útiseríu sem umvafði hana en geitin fuðraði upp á einungis nokkrum sekúndum í kjölfarið. Við skulum því vona að jólageitin sem nú hefur verið sett upp fyrir utan IKEA fái að standa óhögguð fram til áramóta eins og til hennar er ætlast. Tengdar fréttir Jólageit Ikea brennd Óprúttnir aðilar kveiktu í sex metra hárri jólageit sem stóð fyrir utan Ikea í Garðabæ í nótt. Slökkviliðið kom á vettvang um þrjúleytið og réði niðurlögum eldsins á skömmum tíma en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Ekki er vitað hver var að verki en geitin, sem var úr hálmi á trégrind er gjörónýt. Þetta er í annað sinn sem strágeit IKEA hlýtur þessi örlög en hún var einnig brennd árið 2010. 1. desember 2012 09:25 Jólageitin féll í óveðrinu Jólageit Ikea féll á hliðina í óveðrinu sem gekk yfir í gærkvöld og í nótt. Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri Ikea, segir að geitin sé ekki mikið skemmd. Hún verði reist aftur um leið og veður leyfi, vonandi fyrir hádegi á morgun. Það á ekki af geitinni að ganga því að í fyrra var kveikt í henni. 8. nóvember 2011 13:19 Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00 Kveiktu í jólageitinni fyrir utan Ikea Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. 23. desember 2010 19:19 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Eflaust frægasta geit landsins, jólageit IKEA, er löngu orðin fastagestur í Kauptúninu á þessum árstíma þar sem hún stendur keik vaktina á hólnum sínum til áramóta. Er þetta í áttunda sinn sem jólageitinni er stillt upp fyrir utan verslun IKEA í Garðabæ. Geitin er strágeit og tilheyrir sænskri jólahefð sem kallast Gävlebocken. Gävle, borið fram sem Jevle, er bær í Svíþjóð. Geitin þar í bæ er sú frægasta en hún hlýtur oftast þau örlög að verða brennuvörgum að bráð. Íslenskir brennuvargar hafa eins og þeir sænsku verið duglegir að kveikja í henni á seinustu árum.Jólageitin í ljósum logum eftir að hafa „tortímt sjálfri sér".Mynd: Bylgja GuðjónsdóttirMikið gengið á síðan geitin fór fyrst uppJólageitin hefur eins og áður segir verið sett upp árlega seinustu átta ár en oftar en ekki hefur líftími hennar verið styttri en ætlast var til. Árið 2010 var greint frá því að kveikt hefði verið í jólageitinni. Slökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Forsvarsmenn IKEA buðu mönunum þó það sáttatilboð að sleppa þeim við kæru ef þeir tækju til eftir ósköpin. Árið 2011 féll jólageitin í miklu óveðri sem þá reið yfir. Geitin skemmdist þó einungis lítillega í óveðrinu og var reist aftur við. Árið 2012 var jólageitin brennd til kaldra kola öðru sinni. Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri Ikea, sagði í samtali við fréttastofu að tjónið væri metið á eina milljón króna.Árið 2013 var frá því greint að veðrið hafi leikið jólageitina grátt. Mikið rok hafði verið á höfuðborgarsvæðinu og fór sökum þess svo að geitin féll á aðra hliðina. Í fyrra sagði framkvæmdarstjóri IKEA í samtali við Vísi að sólarhringsgæsla væri í kringum geitina til að verja hana frá óprúttnum aðilum.Það var þó ekki nóg til að bjarga geitinni frá vofveiflegum örlögum sínum en seinna í sama mánuði var greint frá því að jólageitin hefði tortímt sjálfri sér. Kviknaði þá í geitinni út frá útiseríu sem umvafði hana en geitin fuðraði upp á einungis nokkrum sekúndum í kjölfarið. Við skulum því vona að jólageitin sem nú hefur verið sett upp fyrir utan IKEA fái að standa óhögguð fram til áramóta eins og til hennar er ætlast.
Tengdar fréttir Jólageit Ikea brennd Óprúttnir aðilar kveiktu í sex metra hárri jólageit sem stóð fyrir utan Ikea í Garðabæ í nótt. Slökkviliðið kom á vettvang um þrjúleytið og réði niðurlögum eldsins á skömmum tíma en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Ekki er vitað hver var að verki en geitin, sem var úr hálmi á trégrind er gjörónýt. Þetta er í annað sinn sem strágeit IKEA hlýtur þessi örlög en hún var einnig brennd árið 2010. 1. desember 2012 09:25 Jólageitin féll í óveðrinu Jólageit Ikea féll á hliðina í óveðrinu sem gekk yfir í gærkvöld og í nótt. Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri Ikea, segir að geitin sé ekki mikið skemmd. Hún verði reist aftur um leið og veður leyfi, vonandi fyrir hádegi á morgun. Það á ekki af geitinni að ganga því að í fyrra var kveikt í henni. 8. nóvember 2011 13:19 Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00 Kveiktu í jólageitinni fyrir utan Ikea Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. 23. desember 2010 19:19 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Jólageit Ikea brennd Óprúttnir aðilar kveiktu í sex metra hárri jólageit sem stóð fyrir utan Ikea í Garðabæ í nótt. Slökkviliðið kom á vettvang um þrjúleytið og réði niðurlögum eldsins á skömmum tíma en þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Ekki er vitað hver var að verki en geitin, sem var úr hálmi á trégrind er gjörónýt. Þetta er í annað sinn sem strágeit IKEA hlýtur þessi örlög en hún var einnig brennd árið 2010. 1. desember 2012 09:25
Jólageitin féll í óveðrinu Jólageit Ikea féll á hliðina í óveðrinu sem gekk yfir í gærkvöld og í nótt. Kristín Lind Steingrímsdóttir, markaðsstjóri Ikea, segir að geitin sé ekki mikið skemmd. Hún verði reist aftur um leið og veður leyfi, vonandi fyrir hádegi á morgun. Það á ekki af geitinni að ganga því að í fyrra var kveikt í henni. 8. nóvember 2011 13:19
Öryggisgæsla allan sólarhringinn á IKEA-geitinni „Menn þurfa að vera mjög útsjónasamir ef þeir ætla að ná að brenna geitina,“ segir Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. 16. október 2015 22:00
Kveiktu í jólageitinni fyrir utan Ikea Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. 23. desember 2010 19:19