Innlent

Sænska jólageitin fauk um koll

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Sænska jólageitin er fokin um koll.
Sænska jólageitin er fokin um koll.

Sænska jólageitin við Ikea liggur nú á hliðinni en svo virðist sem veðrið hafi leikið geitina grátt. Mikið rok er sem stendur á höfuðborgarsvæðinu. Jólageitin var sett upp um miðjan síðasta mánuð og eins og segir í frétt Vísis frá því þá, er hún um sex metra há og prýdd mörg þúsund ljósum.

Getin er strágeit og tilheyrir hún sænskri jólahefð sem kallast Gävlebocken. Gävle er bær í Svíþjóð. Gävle er borið fram sem Jevle. Geitin þar í bæ er sú frægasta sen hún hlýtur oftast þau örlög að verða brennuvörgum að bráð.

Geitin hefur verið verið sett upp fyrir framan Ikea á Íslandi síðustu ár og íslenskir brennuvargar hafa eins og þeir sænsku verið duglegir að kveikja í henni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.