Kveiktu í jólageitinni fyrir utan Ikea 23. desember 2010 19:19 Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. Þessi 5 metra háa geit var reist fyrir utan Ikea í Garðabæ að sænskri fyrirmynd í byrjun nóvember. Svona lítur hún út í dag en hún varð brennuvörgum að bráð í nótt. En það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart því í Svíðþjóð þangað sem jólageitin á rætur sínar að rekja þykir brennuvörgum mikið sport að kveikja í jólageitinni Síðan 1966 hefur það tekist tuttugu og tvisvar sinnum. Í Svíðþjóð eru fréttir af jólageit sem hefur verið kveikt í jafnmikill hluti jólanna og Jussi Björling að syngja Ó helga nótt. Meðfylgjandi mynd er tekin úr einum öryggismyndavélum Ikea nú í nótt. Brennuvargarnir skvettu bensíni á geitina og báru svo eld að henni og örfáum sekúndum síðar var hún alelda enda reist úr hálmi á trégrind.Svona leit geitin út áður en kveikt var í henniSlökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Þeir gætu þó sloppið við kærur ef þeir taka tilboði framkvæmdastjóra Ikea. „Í ljósi þess að jólin eru að ganga í garð og það hefur gengið vel hjá okkur, þá ákváðum við að bjóða þeim sátt í málinu. Hún felst í því að fá þá hingað til þess að ganga frá og taka þetta allt saman niður og koma þessu á brennu sjálfir og fá þannig útrás fyrir brennuvargseðlinu í sér," segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea. Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. Þessi 5 metra háa geit var reist fyrir utan Ikea í Garðabæ að sænskri fyrirmynd í byrjun nóvember. Svona lítur hún út í dag en hún varð brennuvörgum að bráð í nótt. En það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart því í Svíðþjóð þangað sem jólageitin á rætur sínar að rekja þykir brennuvörgum mikið sport að kveikja í jólageitinni Síðan 1966 hefur það tekist tuttugu og tvisvar sinnum. Í Svíðþjóð eru fréttir af jólageit sem hefur verið kveikt í jafnmikill hluti jólanna og Jussi Björling að syngja Ó helga nótt. Meðfylgjandi mynd er tekin úr einum öryggismyndavélum Ikea nú í nótt. Brennuvargarnir skvettu bensíni á geitina og báru svo eld að henni og örfáum sekúndum síðar var hún alelda enda reist úr hálmi á trégrind.Svona leit geitin út áður en kveikt var í henniSlökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Þeir gætu þó sloppið við kærur ef þeir taka tilboði framkvæmdastjóra Ikea. „Í ljósi þess að jólin eru að ganga í garð og það hefur gengið vel hjá okkur, þá ákváðum við að bjóða þeim sátt í málinu. Hún felst í því að fá þá hingað til þess að ganga frá og taka þetta allt saman niður og koma þessu á brennu sjálfir og fá þannig útrás fyrir brennuvargseðlinu í sér," segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea.
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira