Kveiktu í jólageitinni fyrir utan Ikea 23. desember 2010 19:19 Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. Þessi 5 metra háa geit var reist fyrir utan Ikea í Garðabæ að sænskri fyrirmynd í byrjun nóvember. Svona lítur hún út í dag en hún varð brennuvörgum að bráð í nótt. En það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart því í Svíðþjóð þangað sem jólageitin á rætur sínar að rekja þykir brennuvörgum mikið sport að kveikja í jólageitinni Síðan 1966 hefur það tekist tuttugu og tvisvar sinnum. Í Svíðþjóð eru fréttir af jólageit sem hefur verið kveikt í jafnmikill hluti jólanna og Jussi Björling að syngja Ó helga nótt. Meðfylgjandi mynd er tekin úr einum öryggismyndavélum Ikea nú í nótt. Brennuvargarnir skvettu bensíni á geitina og báru svo eld að henni og örfáum sekúndum síðar var hún alelda enda reist úr hálmi á trégrind.Svona leit geitin út áður en kveikt var í henniSlökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Þeir gætu þó sloppið við kærur ef þeir taka tilboði framkvæmdastjóra Ikea. „Í ljósi þess að jólin eru að ganga í garð og það hefur gengið vel hjá okkur, þá ákváðum við að bjóða þeim sátt í málinu. Hún felst í því að fá þá hingað til þess að ganga frá og taka þetta allt saman niður og koma þessu á brennu sjálfir og fá þannig útrás fyrir brennuvargseðlinu í sér," segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea. Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Margra áratuga gömul sænsk jólahefð barst til íslands í nótt en þá kveiktu brennuvargar í jólageitinni sem staðið hefur fyrir utan Ikea í tvo mánuði. Brennuvargarnir náðust en framkvæmdastjóri Ikea segist í jólaskapi og ætlar ekki að kæra brennuvargana ef þeir hreinsa til eftir sig. Þessi 5 metra háa geit var reist fyrir utan Ikea í Garðabæ að sænskri fyrirmynd í byrjun nóvember. Svona lítur hún út í dag en hún varð brennuvörgum að bráð í nótt. En það ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart því í Svíðþjóð þangað sem jólageitin á rætur sínar að rekja þykir brennuvörgum mikið sport að kveikja í jólageitinni Síðan 1966 hefur það tekist tuttugu og tvisvar sinnum. Í Svíðþjóð eru fréttir af jólageit sem hefur verið kveikt í jafnmikill hluti jólanna og Jussi Björling að syngja Ó helga nótt. Meðfylgjandi mynd er tekin úr einum öryggismyndavélum Ikea nú í nótt. Brennuvargarnir skvettu bensíni á geitina og báru svo eld að henni og örfáum sekúndum síðar var hún alelda enda reist úr hálmi á trégrind.Svona leit geitin út áður en kveikt var í henniSlökkvilið kom á vettvang tíu mínútum síðar þá voru brennuvargarnir á bak og burt. Þeir stóðust hins vegar ekki mátið og snéru til baka til að fylgjast með eldinum sem þeir höfðu kveikt. Þá var lögreglan hins vegar mætt og handtók þá undir eins. Þeir gætu þó sloppið við kærur ef þeir taka tilboði framkvæmdastjóra Ikea. „Í ljósi þess að jólin eru að ganga í garð og það hefur gengið vel hjá okkur, þá ákváðum við að bjóða þeim sátt í málinu. Hún felst í því að fá þá hingað til þess að ganga frá og taka þetta allt saman niður og koma þessu á brennu sjálfir og fá þannig útrás fyrir brennuvargseðlinu í sér," segir Þórarinn Ævarsson framkvæmdastjóri Ikea.
Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira