Lýðskrumsflokkarnir fagna Trump Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. nóvember 2016 07:00 Mynd af Donald Trump á matrjoska-dúkku innan um aðrar slíkar til sölu í Kiev, höfuðborg Úkraínu. vísir/epa Lýðskrums- og þjóðernisflokkar á hægri vængnum í Evrópu hafa ákaft fagnað sigri Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. „Bravó!“ voru til dæmis fyrstu viðbrögðin frá Jean-Marie Le Pen, hinum aldna stofnanda og fyrrverandi leiðtoga Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. „Í dag Bandaríkin, á morgun Frakkland.“ Hann sagði sigur Trumps vera spark í rassinn á því stjórnmála- og fjölmiðlakerfi sem talað hefur máli alþjóðavæðingar viðskiptanna.Marine Le Pen, dóttir stofnandans og núverandi leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar.Dóttir hans og núverandi leiðtogi flokksins, Marine Le Pen, tók í sama streng: „Kjör Donalds Trump er góðar fréttir fyrir landið okkar,“ sagði hún og taldi rétt að túlka niðurstöður kosninganna sem sigur frelsisins, ekki sem endalok heimsins heldur endalok tiltekins heims. Félagi þeirra, Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins í Hollandi, var ekki síður ánægður og sagði sigur Trumps vera sér og félögum sínum gríðarleg hvatning til frekari dáða. Í Ungverjalandi óskaði Viktor Orban forseti Trump til hamingju: „Mikið eru þetta frábærar fréttir. Lýðræðið er enn á lífi.“Nigel Farage, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins, UKIP.Vísir/EPAÍ Bretlandi mátti Nigel Farage, leiðtogi UKIP-flokksins, vart vatni halda. Hann sagði árið 2016 ætla að verða ár tveggja stórra byltinga, fyrst kosninganna í Bretlandi um útgöngu úr Evrópusambandinu og svo kosningu Trumps í Bandaríkjunum: „Ég sem hélt að Brexit væri stórt mál, en svei mér þá, þetta virðist ætla að verða enn þá stærra.” Og Frauke Petry, ein af forystumönnum þýska flokksins AfD, sagði sigur Trumps vera sögulegan: „Bandaríkjamenn hafa kosið nýtt upphaf stjórnmálanna og tekið afstöðu gegn spillingunni.“ Þá fagnar Carl I. Hagen, sem áratugum saman var leiðtogi norska Framfaraflokksins, einnig sigri Trumps. Hann getur jafnframt ekki stillt sig um að skjóta á arftaka sinn, Siv Jensen, sem hefur reynt að gera málflutning flokksmanna hófstilltari eftir að hún tók við leiðtogaembættinu: „Það verður virkilega spennandi að sjá hvort Donald Trump tekst að framkvæma eitthvað af því sem hann hefur sagt, eða hvort embættismönnum og kerfinu tekst að temja hann.“ Allir þessir flokkar, og fleiri til, eiga það sameiginlegt að höfða til óánægju og jafnvel ótta meðal þeirra sem vilja halda í hefðbundið þjóðfélagsmynstur. Þeir hafa varað við innflytjendum, mótmælt áhrifum alþjóðavæðingar og vantreyst stjórnvöldum. Þeir horfa nú greinilega, allir sem einn, til Donalds Trump og vonast til að njóta forystu hans í þessum málum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Lýðskrums- og þjóðernisflokkar á hægri vængnum í Evrópu hafa ákaft fagnað sigri Donalds Trump í forsetakosningunum í Bandaríkjunum á þriðjudaginn. „Bravó!“ voru til dæmis fyrstu viðbrögðin frá Jean-Marie Le Pen, hinum aldna stofnanda og fyrrverandi leiðtoga Þjóðfylkingarinnar í Frakklandi. „Í dag Bandaríkin, á morgun Frakkland.“ Hann sagði sigur Trumps vera spark í rassinn á því stjórnmála- og fjölmiðlakerfi sem talað hefur máli alþjóðavæðingar viðskiptanna.Marine Le Pen, dóttir stofnandans og núverandi leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar.Dóttir hans og núverandi leiðtogi flokksins, Marine Le Pen, tók í sama streng: „Kjör Donalds Trump er góðar fréttir fyrir landið okkar,“ sagði hún og taldi rétt að túlka niðurstöður kosninganna sem sigur frelsisins, ekki sem endalok heimsins heldur endalok tiltekins heims. Félagi þeirra, Geert Wilders, leiðtogi Frelsisflokksins í Hollandi, var ekki síður ánægður og sagði sigur Trumps vera sér og félögum sínum gríðarleg hvatning til frekari dáða. Í Ungverjalandi óskaði Viktor Orban forseti Trump til hamingju: „Mikið eru þetta frábærar fréttir. Lýðræðið er enn á lífi.“Nigel Farage, leiðtogi Breska sjálfstæðisflokksins, UKIP.Vísir/EPAÍ Bretlandi mátti Nigel Farage, leiðtogi UKIP-flokksins, vart vatni halda. Hann sagði árið 2016 ætla að verða ár tveggja stórra byltinga, fyrst kosninganna í Bretlandi um útgöngu úr Evrópusambandinu og svo kosningu Trumps í Bandaríkjunum: „Ég sem hélt að Brexit væri stórt mál, en svei mér þá, þetta virðist ætla að verða enn þá stærra.” Og Frauke Petry, ein af forystumönnum þýska flokksins AfD, sagði sigur Trumps vera sögulegan: „Bandaríkjamenn hafa kosið nýtt upphaf stjórnmálanna og tekið afstöðu gegn spillingunni.“ Þá fagnar Carl I. Hagen, sem áratugum saman var leiðtogi norska Framfaraflokksins, einnig sigri Trumps. Hann getur jafnframt ekki stillt sig um að skjóta á arftaka sinn, Siv Jensen, sem hefur reynt að gera málflutning flokksmanna hófstilltari eftir að hún tók við leiðtogaembættinu: „Það verður virkilega spennandi að sjá hvort Donald Trump tekst að framkvæma eitthvað af því sem hann hefur sagt, eða hvort embættismönnum og kerfinu tekst að temja hann.“ Allir þessir flokkar, og fleiri til, eiga það sameiginlegt að höfða til óánægju og jafnvel ótta meðal þeirra sem vilja halda í hefðbundið þjóðfélagsmynstur. Þeir hafa varað við innflytjendum, mótmælt áhrifum alþjóðavæðingar og vantreyst stjórnvöldum. Þeir horfa nú greinilega, allir sem einn, til Donalds Trump og vonast til að njóta forystu hans í þessum málum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Brexit Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira