Erlent

Sendiherra Íslands í Bandaríkjunum segir mikla óvissu um framhaldið vegna kjörs Trump

Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Una Sighvatsdóttir skrifa
Mjög óljóst er hver stefna verðandi Bandaríkjaforseta, Donald Trump, verður í utanríkismálum en ef marka má sumar yfirlýsingar hans síðustu mánuði er hugsanlegt að staða Bandaríkjanna í alþjóða samfélaginu gæti gjörbreyst í forsetatíð hans.

Una Sighvatsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, var stödd í sendiráði Íslands í Washington, og ræddi þar við Geir H. Haarde, sendiherra Íslands gagnvart Bandaríkjunum, um stöðuna sem nú er uppi í bandarískum stjórnmálum.

Geir sagði að úrslitin hefðu komið sér jafnmikið á óvart og flestum öðrum.

„Þetta var þvert á allar skoðanakannanir og spár helstu spekinga sem maður horfir á í sjónvarpi og les eftir í blöðunum þannig að þetta voru mjög óvænt úrslit. Það er líka mikil óvissa um framhaldið, hvað er að marka stóru orðin sem féllu í kosningabaráttunni. Hvað verður til dæmis með Atlantshafsbandalagið og hver eru óbeinu áhrifin af því fyrir Íslendinga? Hvað verður um viðskiptamálin, viðskiptasamningana við Evrópusambandið sem hafa verið í deiglunni og lögð mikil vinna í undanfarin ár? Er þetta allt saman núna fyrir bí?“ sagði Geir.

Þá sagði hann jafnframt mikla óvissu um samskipti Bandaríkjanna við ýmis önnur ríki og nefndi Japan og Suður-Kóreu í því sambandi.

Viðtal Unu Sighvatsdóttur við Geir má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Dómsmálin elta Trump í Hvíta húsið

Innan fárra vikna þarf Donald Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, að mæta til réttarhalda í Kaliforníu vegna Trump-háskólans svonefnda, sem starfaði á árunum 2005 til 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×