Merkel viðurkennir að ekki verði samið um TTIP úr þessu Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2016 22:45 Eftir heimsókn sína til Þýskalands mun Barack Obama halda í opinbera heimsókn til Perú. Vísir/AFP Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að eftir að ljóst varð að Donald Trump yrði næsti forseti Bandaríkjanna liggur fyrir að viðræður um fríverslunar- og fjárfestingasamstarf ESB og Bandaríkjanna (TTIP) verði ekki kláraðar. Merkel lét orðin falla á sameiginlegum fréttamannafundi hennar og Barack Obama Bandaríkjaforseta í Berlín í dag. Merkel sagði viðræðurnar hafi gengið vel en að þeim yrði ekki lokið úr þessu. Hún og Obama sögðust þó bæði vona að fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjunum verði að veruleika þegar fram í sækir. Obama og Merkel hafa staðið þétt saman á alþjóðavettvangi á síðustu árum og þakkaði Obama henni sérstaklega fyrir samstarfið. „Ég vil þakka minni kæru vinkonu og bandamanni, Angelu Merkel. Þegar ég lít aftur til síðustu átta ára gæti ég ekki hugsað mér betri samstarfsfélaga á hinum alþjóðlega vettvangi,“ sagði Obama. Merkel tók í svipaðan streng. „Takk fyrir vináttuna. Við höfum saman gengið í gegnum erfið mál,“ sagði Merkel og þakkaði svo Obama ítrekað fyrir samstarfið. Hún sagðist þó vona að hún gæti einnig átt gott samstarf með Trump. Þau Obama og Merkel ræddu einnig ástandið í Úkraínu og lögðu bæði áherslu á nauðsyn þess að viðhalda viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi þar til öll skilyrði Minsk-sáttmálans séu uppfyllt. Obama þrýsti einnig á Trump að „standa uppi í hárinu á Rússum“ þegar þeir breyta gegn bandarískum gildum og alþjóðlegum normum. Eftir heimsókn sína til Þýskalands mun Obama halda í opinbera heimsókn til Perú, en hann lætur af embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi. Donald Trump Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Angela Merkel Þýskalandskanslari segir að eftir að ljóst varð að Donald Trump yrði næsti forseti Bandaríkjanna liggur fyrir að viðræður um fríverslunar- og fjárfestingasamstarf ESB og Bandaríkjanna (TTIP) verði ekki kláraðar. Merkel lét orðin falla á sameiginlegum fréttamannafundi hennar og Barack Obama Bandaríkjaforseta í Berlín í dag. Merkel sagði viðræðurnar hafi gengið vel en að þeim yrði ekki lokið úr þessu. Hún og Obama sögðust þó bæði vona að fríverslunarsamningur ESB og Bandaríkjunum verði að veruleika þegar fram í sækir. Obama og Merkel hafa staðið þétt saman á alþjóðavettvangi á síðustu árum og þakkaði Obama henni sérstaklega fyrir samstarfið. „Ég vil þakka minni kæru vinkonu og bandamanni, Angelu Merkel. Þegar ég lít aftur til síðustu átta ára gæti ég ekki hugsað mér betri samstarfsfélaga á hinum alþjóðlega vettvangi,“ sagði Obama. Merkel tók í svipaðan streng. „Takk fyrir vináttuna. Við höfum saman gengið í gegnum erfið mál,“ sagði Merkel og þakkaði svo Obama ítrekað fyrir samstarfið. Hún sagðist þó vona að hún gæti einnig átt gott samstarf með Trump. Þau Obama og Merkel ræddu einnig ástandið í Úkraínu og lögðu bæði áherslu á nauðsyn þess að viðhalda viðskiptaþvingunum gegn Rússlandi þar til öll skilyrði Minsk-sáttmálans séu uppfyllt. Obama þrýsti einnig á Trump að „standa uppi í hárinu á Rússum“ þegar þeir breyta gegn bandarískum gildum og alþjóðlegum normum. Eftir heimsókn sína til Þýskalands mun Obama halda í opinbera heimsókn til Perú, en hann lætur af embætti forseta Bandaríkjanna þann 20. janúar næstkomandi.
Donald Trump Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent