Þetta var aðeins fjórða tap Pep Guardiola í átján leikjum á móti Jose Mourinho en það sem meira er að City-liðið lék þarna sinn sjötta leik í röð án þess að vinna.
Manchester City liðið vann tíu fyrstu leiki sína undir stjórn Pep Guardiola en á nú enn eftir að vinna leik í október.
Þetta er í fyrsta sinn á ferli Pep Guardiola þar sem lið hans nær ekki að fagna sigri í sex leikjum í röð.
Liðið hefur gert þrjú jafntefli og tapað þremur leikjum í undanförnum sex leikjum. Í öllum þremur tapleikjunum hefur liðið ekki náð að skora mark.
Hér fyrir neðan má sjá þessa röð sigurlausra leikja City-liðsins sem og sigurmark Juan Mata í leiknum í gær.
Sex leikir Manchester City í röð án sigurs:
28. september, Meistaradeildin
3-3 jafntefli við Celtic
2. október, deildin
2-0 tap á móti Tottenham
15. október, deildin
1-1 jafntefli við Everton
19. október, Meistaradeildin
4-0 tap á móti Barcelona
23. október, deildin
1-1 jafntefli við Southampton
26. október, deildabikarins
1-0 tap á móti Manchester United