Milos verður áfram í Víkinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 14. október 2016 08:00 Milos Milojevic verður áfram þjálfari Víkings. vísir/ernir Milos Milojevic, þjálfari Pepsi-deildarliðs Víkings, verður áfram í Víkinni, en hann hefur staðfest samning sinn við Fossvogsfélagið út næstu leiktíð. Orðrómar voru uppi um að Serbinn gæti verið á förum en nú er ljóst að hann verður áfram. Hann fékk samningstilboð frá heimalandi sínu en ákvað frekar að halda áfram störfum í Víkinni. Milos kom til Víkings sem leikmaður árið 2010 en gerðist aðstoðarþjálfari Ólafs Þórðarsonar árið 2013. Saman komu þeir liðinu upp í Pepsi-deildina og í Evrópu í fyrsta sinn í 23 ár þegar liðið náði þriðja sæti sumarið 2014. Serbinn, sem er 34 ára gamall, tók einn við liðinu á miðju sumri í fyrra þegar Ólafur Þórðarson var látinn fara en undir hans stjórn bjargaði liðið sér frá falli á síðustu leiktíð og bætti svo stigamet félagsins í efstu deild í ár þegar það safnaði 32 stigum.Milos þarf að finna sér nýjan aðstoðarmann eftir að Helgi Sigurðsson tók við Fylki.vísir/ernirStefnan sett hátt „Ég var með samning við Víking og vildi ekki ræða við nein félög áður en ég settist niður með stjórn Víkings og fór yfir næsta tímabil og hvað gekk upp og hvað ekki í sumar,“ segir Milos í samtali við Vísi. „Ég tel mig eiga ýmislegt eftir óklárað hjá Víkingi og því vildi ég ganga frá þessum málum áður en ég fer erlendis.“ Milos setti stefnuna á Evrópusæti á síðustu leiktíð sem gekk ekki upp en liðið hafnaði í sjöunda sæti. Hann heldur áfram að miða á skýin að eigin sögn og segist fá stuðning til þess. „Stefnan hjá mér verður alltaf sett eins hátt og mögulegt er. Ég hef fengið loforð stjórnar Víkings að ég fæ stuðning til þess að reyna að ná markmiðum mínum og félagsins,“ segir Milos sem missti aðstoðarþjálfarann sinn, Helga Sigurðsson, í Árbæinn í gær. „Helga verður sárt saknað og ekki síst vegna þess að hann er sannur Víkingur. Ég er samt stoltur þegar mínir samstarfsmenn og/eða leikmenn standa sig á öðrum stöðum þannig ég óska honum alls hins besta og vil bara þakka honum fyrir samstarfið. Það kemur samt maður í manns stað og enginn er ómissandi í þessum bransa,“ segir Milos. Milos segist vera að líta í kringum sig eftir nýjum aðstoðarmanni en hann er búinn að fá símtal frá nokkrum góðum þjálfurum sem vilja starfa með honum. „Þjálfarateymið verður líka stækkað því við erum að koma inn með styrktarþjálfara. Við verðum því fjórir í teyminu með mér, nýjum aðstoðarmanni og markvarðaþjálfaranum Hajrudin Cardaklija,“ segir Milos Milojevic. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Helgi Sig: Ætla að koma Fylki upp á 50 ára afmælinu Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fylki og stýrir liðinu í Inkasso-deildinni á næsta ári. 13. október 2016 11:59 Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Milos Milojevic, þjálfari Pepsi-deildarliðs Víkings, verður áfram í Víkinni, en hann hefur staðfest samning sinn við Fossvogsfélagið út næstu leiktíð. Orðrómar voru uppi um að Serbinn gæti verið á förum en nú er ljóst að hann verður áfram. Hann fékk samningstilboð frá heimalandi sínu en ákvað frekar að halda áfram störfum í Víkinni. Milos kom til Víkings sem leikmaður árið 2010 en gerðist aðstoðarþjálfari Ólafs Þórðarsonar árið 2013. Saman komu þeir liðinu upp í Pepsi-deildina og í Evrópu í fyrsta sinn í 23 ár þegar liðið náði þriðja sæti sumarið 2014. Serbinn, sem er 34 ára gamall, tók einn við liðinu á miðju sumri í fyrra þegar Ólafur Þórðarson var látinn fara en undir hans stjórn bjargaði liðið sér frá falli á síðustu leiktíð og bætti svo stigamet félagsins í efstu deild í ár þegar það safnaði 32 stigum.Milos þarf að finna sér nýjan aðstoðarmann eftir að Helgi Sigurðsson tók við Fylki.vísir/ernirStefnan sett hátt „Ég var með samning við Víking og vildi ekki ræða við nein félög áður en ég settist niður með stjórn Víkings og fór yfir næsta tímabil og hvað gekk upp og hvað ekki í sumar,“ segir Milos í samtali við Vísi. „Ég tel mig eiga ýmislegt eftir óklárað hjá Víkingi og því vildi ég ganga frá þessum málum áður en ég fer erlendis.“ Milos setti stefnuna á Evrópusæti á síðustu leiktíð sem gekk ekki upp en liðið hafnaði í sjöunda sæti. Hann heldur áfram að miða á skýin að eigin sögn og segist fá stuðning til þess. „Stefnan hjá mér verður alltaf sett eins hátt og mögulegt er. Ég hef fengið loforð stjórnar Víkings að ég fæ stuðning til þess að reyna að ná markmiðum mínum og félagsins,“ segir Milos sem missti aðstoðarþjálfarann sinn, Helga Sigurðsson, í Árbæinn í gær. „Helga verður sárt saknað og ekki síst vegna þess að hann er sannur Víkingur. Ég er samt stoltur þegar mínir samstarfsmenn og/eða leikmenn standa sig á öðrum stöðum þannig ég óska honum alls hins besta og vil bara þakka honum fyrir samstarfið. Það kemur samt maður í manns stað og enginn er ómissandi í þessum bransa,“ segir Milos. Milos segist vera að líta í kringum sig eftir nýjum aðstoðarmanni en hann er búinn að fá símtal frá nokkrum góðum þjálfurum sem vilja starfa með honum. „Þjálfarateymið verður líka stækkað því við erum að koma inn með styrktarþjálfara. Við verðum því fjórir í teyminu með mér, nýjum aðstoðarmanni og markvarðaþjálfaranum Hajrudin Cardaklija,“ segir Milos Milojevic.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Helgi Sig: Ætla að koma Fylki upp á 50 ára afmælinu Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fylki og stýrir liðinu í Inkasso-deildinni á næsta ári. 13. október 2016 11:59 Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45 Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Bein útsending: Sturluð stemning stuðningsfólks í Svíþjóð Handbolti Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Sjá meira
Helgi Sig: Ætla að koma Fylki upp á 50 ára afmælinu Helgi Sigurðsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Fylki og stýrir liðinu í Inkasso-deildinni á næsta ári. 13. október 2016 11:59
Helgi Sigurðsson tekur við Fylki Aðstoðarþjálfari Víkings er maðurinn sem á að koma Árbæingum aftur upp í Pepsi-deildina. 13. október 2016 10:45