Ætla að hrekja Íslamska ríkið frá Mosúl Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. október 2016 06:45 Kúrdar komnir í skotgrafirnar skammt frá bænum Besheqa. vísir/epa „Frá okkar sjónarhóli séð er vernd almennra borgara það mikilvægasta í þessari hernaðaraðgerð,“ sagði Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, á blaðamannafundi í Bagdad í gær þegar stórsókn hófst gegn vígasveitum Íslamska ríkisins í Mosúl í fyrrinótt.Íraski stjórnarherinn, Kúrdaherinn Peshmerga, tyrkneski stjórnarherinn og hersveitir Kúrdasamtakanna PKK taka þar höndum saman ásamt fjölþjóðaliði undir stjórn Bandaríkjamanna og segjast vissir um að sigur vinnist á næstu vikum eða mánuðum. Íslamska ríkið, eða Daish-samtökin, náðu Mosúl á sitt vald í júní árið 2014 og hefur haldið þar uppi ógnarstjórn, rétt eins og víðar í Írak og Sýrlandi þar sem samtökin hafa náð nokkuð stóru svæði á sitt vald. Hjálparsamtök vara við því að almenningur í borginni og næsta nágrenni verði í stórhættu. Þar býr um ein og hálf milljón manna. Búast megi við að allt að 700 þúsund þeirra þurfi að flýja að heiman og leita á náðir hjálparstofnana. Nauðsynlegt sé að vera vel undir það búinn, ekki síst vegna þess að nú er vetur að ganga í garð. Nú þegar hafa um 3,3 milljónir manna hrakist frá heimilum sínum í Írak vegna borgarastyrjaldarinnar þar. Þetta er næstum því tíundi hver íbúi landsins. Þúsundir Kúrda í Peshmerga-hersveitunum hófu sóknina í gær norðaustan við Mosúl. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, skýrði frá þessu í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar. Hann sagðist bjartsýnn. „Íraski fáninn verður dreginn að húni í miðri Mosúlborg og í hverju einasta þorpi og hverju horni mjög fljótlega,“ sagði hann. Ashton B. Carter, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði sóknina marka mikilvæg tímamót í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Stefnt er að því að innrásarliðið umkringi borgina fyrst, bæði til að einangra hana og til að koma í veg fyrir að liðsmönnum Íslamska ríkisins takist að flýja brott. Að því búnu verði haldið inn í borgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
„Frá okkar sjónarhóli séð er vernd almennra borgara það mikilvægasta í þessari hernaðaraðgerð,“ sagði Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, á blaðamannafundi í Bagdad í gær þegar stórsókn hófst gegn vígasveitum Íslamska ríkisins í Mosúl í fyrrinótt.Íraski stjórnarherinn, Kúrdaherinn Peshmerga, tyrkneski stjórnarherinn og hersveitir Kúrdasamtakanna PKK taka þar höndum saman ásamt fjölþjóðaliði undir stjórn Bandaríkjamanna og segjast vissir um að sigur vinnist á næstu vikum eða mánuðum. Íslamska ríkið, eða Daish-samtökin, náðu Mosúl á sitt vald í júní árið 2014 og hefur haldið þar uppi ógnarstjórn, rétt eins og víðar í Írak og Sýrlandi þar sem samtökin hafa náð nokkuð stóru svæði á sitt vald. Hjálparsamtök vara við því að almenningur í borginni og næsta nágrenni verði í stórhættu. Þar býr um ein og hálf milljón manna. Búast megi við að allt að 700 þúsund þeirra þurfi að flýja að heiman og leita á náðir hjálparstofnana. Nauðsynlegt sé að vera vel undir það búinn, ekki síst vegna þess að nú er vetur að ganga í garð. Nú þegar hafa um 3,3 milljónir manna hrakist frá heimilum sínum í Írak vegna borgarastyrjaldarinnar þar. Þetta er næstum því tíundi hver íbúi landsins. Þúsundir Kúrda í Peshmerga-hersveitunum hófu sóknina í gær norðaustan við Mosúl. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, skýrði frá þessu í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar. Hann sagðist bjartsýnn. „Íraski fáninn verður dreginn að húni í miðri Mosúlborg og í hverju einasta þorpi og hverju horni mjög fljótlega,“ sagði hann. Ashton B. Carter, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði sóknina marka mikilvæg tímamót í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Stefnt er að því að innrásarliðið umkringi borgina fyrst, bæði til að einangra hana og til að koma í veg fyrir að liðsmönnum Íslamska ríkisins takist að flýja brott. Að því búnu verði haldið inn í borgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Banaslys í Rangárþingi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira