Ætla að hrekja Íslamska ríkið frá Mosúl Guðsteinn Bjarnason skrifar 18. október 2016 06:45 Kúrdar komnir í skotgrafirnar skammt frá bænum Besheqa. vísir/epa „Frá okkar sjónarhóli séð er vernd almennra borgara það mikilvægasta í þessari hernaðaraðgerð,“ sagði Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, á blaðamannafundi í Bagdad í gær þegar stórsókn hófst gegn vígasveitum Íslamska ríkisins í Mosúl í fyrrinótt.Íraski stjórnarherinn, Kúrdaherinn Peshmerga, tyrkneski stjórnarherinn og hersveitir Kúrdasamtakanna PKK taka þar höndum saman ásamt fjölþjóðaliði undir stjórn Bandaríkjamanna og segjast vissir um að sigur vinnist á næstu vikum eða mánuðum. Íslamska ríkið, eða Daish-samtökin, náðu Mosúl á sitt vald í júní árið 2014 og hefur haldið þar uppi ógnarstjórn, rétt eins og víðar í Írak og Sýrlandi þar sem samtökin hafa náð nokkuð stóru svæði á sitt vald. Hjálparsamtök vara við því að almenningur í borginni og næsta nágrenni verði í stórhættu. Þar býr um ein og hálf milljón manna. Búast megi við að allt að 700 þúsund þeirra þurfi að flýja að heiman og leita á náðir hjálparstofnana. Nauðsynlegt sé að vera vel undir það búinn, ekki síst vegna þess að nú er vetur að ganga í garð. Nú þegar hafa um 3,3 milljónir manna hrakist frá heimilum sínum í Írak vegna borgarastyrjaldarinnar þar. Þetta er næstum því tíundi hver íbúi landsins. Þúsundir Kúrda í Peshmerga-hersveitunum hófu sóknina í gær norðaustan við Mosúl. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, skýrði frá þessu í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar. Hann sagðist bjartsýnn. „Íraski fáninn verður dreginn að húni í miðri Mosúlborg og í hverju einasta þorpi og hverju horni mjög fljótlega,“ sagði hann. Ashton B. Carter, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði sóknina marka mikilvæg tímamót í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Stefnt er að því að innrásarliðið umkringi borgina fyrst, bæði til að einangra hana og til að koma í veg fyrir að liðsmönnum Íslamska ríkisins takist að flýja brott. Að því búnu verði haldið inn í borgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Sjá meira
„Frá okkar sjónarhóli séð er vernd almennra borgara það mikilvægasta í þessari hernaðaraðgerð,“ sagði Filippo Grandi, flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, á blaðamannafundi í Bagdad í gær þegar stórsókn hófst gegn vígasveitum Íslamska ríkisins í Mosúl í fyrrinótt.Íraski stjórnarherinn, Kúrdaherinn Peshmerga, tyrkneski stjórnarherinn og hersveitir Kúrdasamtakanna PKK taka þar höndum saman ásamt fjölþjóðaliði undir stjórn Bandaríkjamanna og segjast vissir um að sigur vinnist á næstu vikum eða mánuðum. Íslamska ríkið, eða Daish-samtökin, náðu Mosúl á sitt vald í júní árið 2014 og hefur haldið þar uppi ógnarstjórn, rétt eins og víðar í Írak og Sýrlandi þar sem samtökin hafa náð nokkuð stóru svæði á sitt vald. Hjálparsamtök vara við því að almenningur í borginni og næsta nágrenni verði í stórhættu. Þar býr um ein og hálf milljón manna. Búast megi við að allt að 700 þúsund þeirra þurfi að flýja að heiman og leita á náðir hjálparstofnana. Nauðsynlegt sé að vera vel undir það búinn, ekki síst vegna þess að nú er vetur að ganga í garð. Nú þegar hafa um 3,3 milljónir manna hrakist frá heimilum sínum í Írak vegna borgarastyrjaldarinnar þar. Þetta er næstum því tíundi hver íbúi landsins. Þúsundir Kúrda í Peshmerga-hersveitunum hófu sóknina í gær norðaustan við Mosúl. Haider al-Abadi, forsætisráðherra Íraks, skýrði frá þessu í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar. Hann sagðist bjartsýnn. „Íraski fáninn verður dreginn að húni í miðri Mosúlborg og í hverju einasta þorpi og hverju horni mjög fljótlega,“ sagði hann. Ashton B. Carter, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði sóknina marka mikilvæg tímamót í baráttunni gegn Íslamska ríkinu. Stefnt er að því að innrásarliðið umkringi borgina fyrst, bæði til að einangra hana og til að koma í veg fyrir að liðsmönnum Íslamska ríkisins takist að flýja brott. Að því búnu verði haldið inn í borgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Þrír drepnir í skotárás á gyðingahátíð í Ástralíu Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Sjá meira