Aron Bjarki Jósepsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við KR. Nýi samningurinn gildir út tímabilið 2019.
Aron Bjarki hefur verið í herbúðum KR frá 2009 en byrjaði að spila með liðinu Pepsi-deildinni tímabilið 2011. Hann er uppalinn hjá Völsungi á Húsavík.
Aron Bjarki varð Íslandsmeistari með KR 2011 og 2013 og bikarmeistari 2011, 2012 og 2014.
Aron Bjarki var fastamaður í liði KR eftir að Willum Þór Þórsson tók við þjálfun þess um mitt síðasta sumar. Aron Bjarki og Indriði Sigurðsson náðu afar vel saman í miðri vörn KR og áttu stóran þátt í frábærum endaspretti liðsins.
Aron Bjarki hefur alls leiki 73 leiki með KR í efstu deild og skorað fimm mörk.
KR endaði í 3. sæti Pepsi-deildarinnar á nýafstöðnu tímabili og náði Evrópusæti.
Aron Bjarki samdi við KR út tímabilið 2019

Tengdar fréttir

40 erlendir þjálfarar hafa sótt um þjálfarastöðuna hjá KR
Kristinn Kjærnested, formaður Knattspyrnudeildar KR, er enn að leita að þjálfara fyrir næsta tímabil í Pepsi-deild karla í fótbolta. Mikill áhugi er á þjálfarastöðu KR meðal erlendra þjálfara.