Draumur að hafa Doumbia Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. október 2016 06:30 Draumurinn Doumbia. vísir/eyþór Tveir bestu leikmenn sumarsins í Pepsi-deild karla koma báðir úr FH og þeir sáu öðrum fremur um að brjóta sóknir andstæðinganna á bak aftur. Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gáfu leikmönnum einkunn í öllum leikjum Pepsi-deildarinnar og lágmark var að fá einkunn fyrir fjórtán leiki eða fleiri. Það var ekki góður sóknarleikur sem skilaði FH-ingum titlinum í ár því Hafnfirðingar treystu á varnarleikinn. Þar var Kassim Doumbia í stóru hlutverki og naut líka góðs af því að fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson braut niður ófáar sóknir mótherjanna á miðjunni. Þrjú lið í deildinni skoruðu fleiri mörk en Íslandsmeistararnir en ekkert lið fékk á sig færri mörk. Fjórir 1-0 sigrar vógu á endanum þungt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.Þrjú eftirminnileg tímabil Kassim Doumbia var nokkrum sekúndum frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn á fyrsta árinu sínu með FH en hefur síðan orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð. Doumbia varð í 30. sæti yfir bestu leikmenn Pepsi-deildarinnar 2015 eftir að hafa verið þriðji besti leikmaður deildarinnar á sínu fyrsta ári. Nú lék hins vegar enginn betur. Kassim Doumbia fékk 6,45 í meðaleinkunn í sumar en hann hækkaði sig töluvert í seinni umferðinni þar sem hann var með meðaleinkunn upp á 6,63. Doumbia fékk reyndar bara eina áttu í sumar en var aftur á móti með átta sjöur og aðeins eina fimmu. Stöðugleiki og jöfn frammistaða skilaði honum efsta sætinu. Davíð Þór Viðarsson átti einnig betri seinni umferð eins og Doumbia en Blikinn Damir Muminovic, sem varð í þriðja sæti, átti hins vegar betri fyrri umferð en gaf aðeins eftir í þeirri seinni. Indriði Sigurðsson, miðvörður og fyrirliði KR, er besti „öldungur“ deildarinnar en hann var með bestu meðaleinkunnina af þeim leikmönnum sem eru orðnir 34 ára eða eldri. Næstur honum var Ármann Smári Björnsson, miðvörður Skagamanna. Besti ungi leikmaðurinn er aftur á móti Blikinn Oliver Sigurjónsson en þar eru aðeins teknir inn leikmenn sem eru 21 árs eða yngri. Hér til hliðar má sjá hvaða leikmenn enduðu í 50 efstu sætunum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Tveir bestu leikmenn sumarsins í Pepsi-deild karla koma báðir úr FH og þeir sáu öðrum fremur um að brjóta sóknir andstæðinganna á bak aftur. Blaðamenn Fréttablaðsins og Vísis gáfu leikmönnum einkunn í öllum leikjum Pepsi-deildarinnar og lágmark var að fá einkunn fyrir fjórtán leiki eða fleiri. Það var ekki góður sóknarleikur sem skilaði FH-ingum titlinum í ár því Hafnfirðingar treystu á varnarleikinn. Þar var Kassim Doumbia í stóru hlutverki og naut líka góðs af því að fyrirliðinn Davíð Þór Viðarsson braut niður ófáar sóknir mótherjanna á miðjunni. Þrjú lið í deildinni skoruðu fleiri mörk en Íslandsmeistararnir en ekkert lið fékk á sig færri mörk. Fjórir 1-0 sigrar vógu á endanum þungt í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn.Þrjú eftirminnileg tímabil Kassim Doumbia var nokkrum sekúndum frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn á fyrsta árinu sínu með FH en hefur síðan orðið Íslandsmeistari tvö ár í röð. Doumbia varð í 30. sæti yfir bestu leikmenn Pepsi-deildarinnar 2015 eftir að hafa verið þriðji besti leikmaður deildarinnar á sínu fyrsta ári. Nú lék hins vegar enginn betur. Kassim Doumbia fékk 6,45 í meðaleinkunn í sumar en hann hækkaði sig töluvert í seinni umferðinni þar sem hann var með meðaleinkunn upp á 6,63. Doumbia fékk reyndar bara eina áttu í sumar en var aftur á móti með átta sjöur og aðeins eina fimmu. Stöðugleiki og jöfn frammistaða skilaði honum efsta sætinu. Davíð Þór Viðarsson átti einnig betri seinni umferð eins og Doumbia en Blikinn Damir Muminovic, sem varð í þriðja sæti, átti hins vegar betri fyrri umferð en gaf aðeins eftir í þeirri seinni. Indriði Sigurðsson, miðvörður og fyrirliði KR, er besti „öldungur“ deildarinnar en hann var með bestu meðaleinkunnina af þeim leikmönnum sem eru orðnir 34 ára eða eldri. Næstur honum var Ármann Smári Björnsson, miðvörður Skagamanna. Besti ungi leikmaðurinn er aftur á móti Blikinn Oliver Sigurjónsson en þar eru aðeins teknir inn leikmenn sem eru 21 árs eða yngri. Hér til hliðar má sjá hvaða leikmenn enduðu í 50 efstu sætunum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Leik lokið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira