Rússar segja vopnaða uppreisnarmenn hafa ferðast með bílalestinni Samúel Karl Ólason skrifar 21. september 2016 11:15 Sjá má skemmdir eftir sprengjubrot á myndum af vettvangi. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir vopnaðir uppreisnarmenn hafi verið á ferðinni með bílalest Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi. Talið er að loftárás hafi verið gerð á bílalestina, svo um 20 hjálparstarfsmenn féllu. Gífurlegt magn af hjálpargögnum var í bílunum og eyðilögðust 18 af 31 bíl í lestinni. Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárásina, en Rússar þvertaka fyrir það. Í gær sagði talsmaður ráðuneytisins að eftir að hafa skoðað myndbönd sem tekin voru eftir árásina væri útlit fyrir að kveikt hefði verið í bílunum. Engin loftárás hefði verið gerð.Igor Konashenkov sagði að ekki mætti sjá skemmdir eftir höggbylgjur og sprengjubrot á bílunum né gíga. Myndir af vettvangi sína hins vegar gíga og skemmdir eftir sprengjubrot.Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir þar að auki að stjórnarher Sýrlands hefði ekki getað gert árásina þar sem hún var gerð að nóttu til. Stjórnarherinn geri ekki loftárásir að nóttu til þar sem þeir hafi ekki tök á því. Nú segir Igor Konashenkov að frekari skoðun hafi leitt í ljós að „hryðjuverkamenn hafi komið sprengjuvörpu fyrir á svæðinu og reynt að skýla sér á bak við bílalestina.“ Meðfylgjandi myndband, sem Rússar segja að þeir hafi tekið upp með dróna, sýnir bílalestina nokkrum klukkustundum áður en ráðist var á hana. Sjá má pallbíl keyra framhjá bílalestinni, sem Rússar segja að hafi dregið sprengjuvörpu. Drónanum var flogið af svæðinu áður en árásin var gerð. Verið var að afferma bílalestina við vöruskemmu Rauða hálfmánans í Urum al-Kubra, skammt frá Aleppo.Eins og áður segir hafa Bandaríkin sakað Rússa um að bera ábyrgð á árásinni, en Reuters fréttaveitan hafði eftir tveimur Bandarískum embættismönnum að tvær rússneskar orrustuþotur hefðu verið á flugi yfir svæðinu á tímanum sem árásin var gerð. „Það eru þrjár fylkingar sem fljúga yfir Sýrlandi. Bandalag okkar, Rússar og Stjórnarherinn. Þetta var ekki bandalag okkar. Við fljúgum ekki yfir Aleppo þar sem við höfum enga ástæðu til þess. Við gerum einungis loftárásir gegn Íslamska ríkinu og þeir eru ekki þarna,“ segir talsmaður Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Ben Rhodes, úr Hvíta húsinu, segir að sama hvort sem Rússar hafi gert loftárásina eða stjórnarherinn, lýti Bandaríkin á það að Rússar beri ábyrgðina. Þeir hafi ábyrgst að koma í veg fyrir loftárásir á svæðinu vegna vopnahlésins. Málið verður líklega rætt á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag. Mið-Austurlönd Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir vopnaðir uppreisnarmenn hafi verið á ferðinni með bílalest Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi. Talið er að loftárás hafi verið gerð á bílalestina, svo um 20 hjálparstarfsmenn féllu. Gífurlegt magn af hjálpargögnum var í bílunum og eyðilögðust 18 af 31 bíl í lestinni. Bandaríkin saka Rússa um að hafa gert loftárásina, en Rússar þvertaka fyrir það. Í gær sagði talsmaður ráðuneytisins að eftir að hafa skoðað myndbönd sem tekin voru eftir árásina væri útlit fyrir að kveikt hefði verið í bílunum. Engin loftárás hefði verið gerð.Igor Konashenkov sagði að ekki mætti sjá skemmdir eftir höggbylgjur og sprengjubrot á bílunum né gíga. Myndir af vettvangi sína hins vegar gíga og skemmdir eftir sprengjubrot.Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir þar að auki að stjórnarher Sýrlands hefði ekki getað gert árásina þar sem hún var gerð að nóttu til. Stjórnarherinn geri ekki loftárásir að nóttu til þar sem þeir hafi ekki tök á því. Nú segir Igor Konashenkov að frekari skoðun hafi leitt í ljós að „hryðjuverkamenn hafi komið sprengjuvörpu fyrir á svæðinu og reynt að skýla sér á bak við bílalestina.“ Meðfylgjandi myndband, sem Rússar segja að þeir hafi tekið upp með dróna, sýnir bílalestina nokkrum klukkustundum áður en ráðist var á hana. Sjá má pallbíl keyra framhjá bílalestinni, sem Rússar segja að hafi dregið sprengjuvörpu. Drónanum var flogið af svæðinu áður en árásin var gerð. Verið var að afferma bílalestina við vöruskemmu Rauða hálfmánans í Urum al-Kubra, skammt frá Aleppo.Eins og áður segir hafa Bandaríkin sakað Rússa um að bera ábyrgð á árásinni, en Reuters fréttaveitan hafði eftir tveimur Bandarískum embættismönnum að tvær rússneskar orrustuþotur hefðu verið á flugi yfir svæðinu á tímanum sem árásin var gerð. „Það eru þrjár fylkingar sem fljúga yfir Sýrlandi. Bandalag okkar, Rússar og Stjórnarherinn. Þetta var ekki bandalag okkar. Við fljúgum ekki yfir Aleppo þar sem við höfum enga ástæðu til þess. Við gerum einungis loftárásir gegn Íslamska ríkinu og þeir eru ekki þarna,“ segir talsmaður Varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Ben Rhodes, úr Hvíta húsinu, segir að sama hvort sem Rússar hafi gert loftárásina eða stjórnarherinn, lýti Bandaríkin á það að Rússar beri ábyrgðina. Þeir hafi ábyrgst að koma í veg fyrir loftárásir á svæðinu vegna vopnahlésins. Málið verður líklega rætt á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag.
Mið-Austurlönd Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Sjá meira