Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. september 2016 07:00 Hjálpargögn liggja eins og hráviði í bænum Orum al-Kubra, skammt frá Aleppo, þar sem loftárás á bílalest kostaði um 20 manns lífið. Nordicphotos/AFP Loftárás á bílalest með hjálpargögn á mánudag varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa tímabundið hætt að senda hjálpargögn með þessum hætti til íbúa á svæði, sem uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa á sínu valdi skammt vestan við borgina Aleppo. Árásin kostaði um tuttugu manns lífið, allt almenna borgara. Auk þess eyðilögðust átján flutningabifreiðar frá sýrlenska Rauða hálfmánanum. Í bílunum voru matvæli ætluð íbúum svæðisins, en þar búa tugir þúsunda manna. Meðal hinna látnu var Omar Barakat, yfirmaður sýrlenska Rauða hálfmánans í Aleppo. Bæði sýrlensk og rússnesk stjórnvöld neita að þeirra herlið hafi gert þessa loftárás, en sýrlensku mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights sögðu flest benda til þess að annaðhvort sýrlensk eða rússnesk flugvél hefði gert árásina. Bandarísk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að bera endanlega ábyrgð á henni, jafnvel þótt í ljós komi að það hafi verið sýrlenski herinn sem sé hinn seki. Enda hafi Rússar, samkvæmt vopnahléssamkomulaginu sem gert var í byrjun mánaðarins, tekið að sér að hafa hemil á sýrlenska stjórnarhernum meðan vopnahlé stæði yfir. Óljóst er hvort framhald verður á vopnahléinu, sem hófst mánudaginn 12. september og átti að standa í viku hið minnsta. Að lokinni þeirri viku ætluðu Bandaríkjamenn og Rússar að hefja samstarf um árásir á Íslamska ríkið svonefnda, eða Daish-samtökin, og aðra öfgahópa samkvæmt ákvæðum samkomulagsins. Sýrlenski stjórnarherinn hóf loftárásir á uppreisnarmenn að nýju á sunnudaginn, þegar ekki var liðin vika frá því vopnahléið hófst. Daginn áður var gerð loftárás á sýrlenska hermenn. Ljóst þykir að alþjóðaherlið undir forystu Bandaríkjanna hafi gert þá árás, en Bandaríkjaher segist vera að kanna hvað fór úrskeiðis. Meira en sextíu sýrlenskir hermenn létu lífið í þessari árás. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði vopnahléið engu að síður enn í fullu gildi þegar hann í gær hitti Sergei Lavrov, hinn rússneska starfsbróður sinn, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem þá var að hefjast í New York.Fréttin birtist í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Loftárás á bílalest með hjálpargögn á mánudag varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa tímabundið hætt að senda hjálpargögn með þessum hætti til íbúa á svæði, sem uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa á sínu valdi skammt vestan við borgina Aleppo. Árásin kostaði um tuttugu manns lífið, allt almenna borgara. Auk þess eyðilögðust átján flutningabifreiðar frá sýrlenska Rauða hálfmánanum. Í bílunum voru matvæli ætluð íbúum svæðisins, en þar búa tugir þúsunda manna. Meðal hinna látnu var Omar Barakat, yfirmaður sýrlenska Rauða hálfmánans í Aleppo. Bæði sýrlensk og rússnesk stjórnvöld neita að þeirra herlið hafi gert þessa loftárás, en sýrlensku mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights sögðu flest benda til þess að annaðhvort sýrlensk eða rússnesk flugvél hefði gert árásina. Bandarísk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að bera endanlega ábyrgð á henni, jafnvel þótt í ljós komi að það hafi verið sýrlenski herinn sem sé hinn seki. Enda hafi Rússar, samkvæmt vopnahléssamkomulaginu sem gert var í byrjun mánaðarins, tekið að sér að hafa hemil á sýrlenska stjórnarhernum meðan vopnahlé stæði yfir. Óljóst er hvort framhald verður á vopnahléinu, sem hófst mánudaginn 12. september og átti að standa í viku hið minnsta. Að lokinni þeirri viku ætluðu Bandaríkjamenn og Rússar að hefja samstarf um árásir á Íslamska ríkið svonefnda, eða Daish-samtökin, og aðra öfgahópa samkvæmt ákvæðum samkomulagsins. Sýrlenski stjórnarherinn hóf loftárásir á uppreisnarmenn að nýju á sunnudaginn, þegar ekki var liðin vika frá því vopnahléið hófst. Daginn áður var gerð loftárás á sýrlenska hermenn. Ljóst þykir að alþjóðaherlið undir forystu Bandaríkjanna hafi gert þá árás, en Bandaríkjaher segist vera að kanna hvað fór úrskeiðis. Meira en sextíu sýrlenskir hermenn létu lífið í þessari árás. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði vopnahléið engu að síður enn í fullu gildi þegar hann í gær hitti Sergei Lavrov, hinn rússneska starfsbróður sinn, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem þá var að hefjast í New York.Fréttin birtist í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira