Sýrlenska vopnahléið í uppnámi Guðsteinn Bjarnason skrifar 21. september 2016 07:00 Hjálpargögn liggja eins og hráviði í bænum Orum al-Kubra, skammt frá Aleppo, þar sem loftárás á bílalest kostaði um 20 manns lífið. Nordicphotos/AFP Loftárás á bílalest með hjálpargögn á mánudag varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa tímabundið hætt að senda hjálpargögn með þessum hætti til íbúa á svæði, sem uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa á sínu valdi skammt vestan við borgina Aleppo. Árásin kostaði um tuttugu manns lífið, allt almenna borgara. Auk þess eyðilögðust átján flutningabifreiðar frá sýrlenska Rauða hálfmánanum. Í bílunum voru matvæli ætluð íbúum svæðisins, en þar búa tugir þúsunda manna. Meðal hinna látnu var Omar Barakat, yfirmaður sýrlenska Rauða hálfmánans í Aleppo. Bæði sýrlensk og rússnesk stjórnvöld neita að þeirra herlið hafi gert þessa loftárás, en sýrlensku mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights sögðu flest benda til þess að annaðhvort sýrlensk eða rússnesk flugvél hefði gert árásina. Bandarísk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að bera endanlega ábyrgð á henni, jafnvel þótt í ljós komi að það hafi verið sýrlenski herinn sem sé hinn seki. Enda hafi Rússar, samkvæmt vopnahléssamkomulaginu sem gert var í byrjun mánaðarins, tekið að sér að hafa hemil á sýrlenska stjórnarhernum meðan vopnahlé stæði yfir. Óljóst er hvort framhald verður á vopnahléinu, sem hófst mánudaginn 12. september og átti að standa í viku hið minnsta. Að lokinni þeirri viku ætluðu Bandaríkjamenn og Rússar að hefja samstarf um árásir á Íslamska ríkið svonefnda, eða Daish-samtökin, og aðra öfgahópa samkvæmt ákvæðum samkomulagsins. Sýrlenski stjórnarherinn hóf loftárásir á uppreisnarmenn að nýju á sunnudaginn, þegar ekki var liðin vika frá því vopnahléið hófst. Daginn áður var gerð loftárás á sýrlenska hermenn. Ljóst þykir að alþjóðaherlið undir forystu Bandaríkjanna hafi gert þá árás, en Bandaríkjaher segist vera að kanna hvað fór úrskeiðis. Meira en sextíu sýrlenskir hermenn létu lífið í þessari árás. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði vopnahléið engu að síður enn í fullu gildi þegar hann í gær hitti Sergei Lavrov, hinn rússneska starfsbróður sinn, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem þá var að hefjast í New York.Fréttin birtist í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Loftárás á bílalest með hjálpargögn á mánudag varð til þess að Sameinuðu þjóðirnar hafa tímabundið hætt að senda hjálpargögn með þessum hætti til íbúa á svæði, sem uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa á sínu valdi skammt vestan við borgina Aleppo. Árásin kostaði um tuttugu manns lífið, allt almenna borgara. Auk þess eyðilögðust átján flutningabifreiðar frá sýrlenska Rauða hálfmánanum. Í bílunum voru matvæli ætluð íbúum svæðisins, en þar búa tugir þúsunda manna. Meðal hinna látnu var Omar Barakat, yfirmaður sýrlenska Rauða hálfmánans í Aleppo. Bæði sýrlensk og rússnesk stjórnvöld neita að þeirra herlið hafi gert þessa loftárás, en sýrlensku mannréttindasamtökin Syrian Observatory for Human Rights sögðu flest benda til þess að annaðhvort sýrlensk eða rússnesk flugvél hefði gert árásina. Bandarísk stjórnvöld hafa sakað Rússa um að bera endanlega ábyrgð á henni, jafnvel þótt í ljós komi að það hafi verið sýrlenski herinn sem sé hinn seki. Enda hafi Rússar, samkvæmt vopnahléssamkomulaginu sem gert var í byrjun mánaðarins, tekið að sér að hafa hemil á sýrlenska stjórnarhernum meðan vopnahlé stæði yfir. Óljóst er hvort framhald verður á vopnahléinu, sem hófst mánudaginn 12. september og átti að standa í viku hið minnsta. Að lokinni þeirri viku ætluðu Bandaríkjamenn og Rússar að hefja samstarf um árásir á Íslamska ríkið svonefnda, eða Daish-samtökin, og aðra öfgahópa samkvæmt ákvæðum samkomulagsins. Sýrlenski stjórnarherinn hóf loftárásir á uppreisnarmenn að nýju á sunnudaginn, þegar ekki var liðin vika frá því vopnahléið hófst. Daginn áður var gerð loftárás á sýrlenska hermenn. Ljóst þykir að alþjóðaherlið undir forystu Bandaríkjanna hafi gert þá árás, en Bandaríkjaher segist vera að kanna hvað fór úrskeiðis. Meira en sextíu sýrlenskir hermenn létu lífið í þessari árás. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði vopnahléið engu að síður enn í fullu gildi þegar hann í gær hitti Sergei Lavrov, hinn rússneska starfsbróður sinn, á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna sem þá var að hefjast í New York.Fréttin birtist í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira