Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2016 06:30 Fylkir er með örlögin í sínum höndum. vísir/ernir Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. Fjögur neðstu liðin mætast innbyrðis í dag. KR sækir ÍA heim og í Árbænum mætast Fylkir og Selfoss. Þrátt fyrir dapurt gengi í sumar og fjögur töp í röð eru Fylkiskonur enn með örlögin í sínum höndum. Vinni þær Selfyssinga eru þær hólpnar. „Það er miklu betra að þetta sé í okkar höndum. Við þurfum bara að treysta á okkur sjálfar. Við förum bara með eitt markmið í þennan leik og það er að vinna,“ sagði Ruth Þórðar Þórðardóttir, fyrirliði Fylkis, í samtali við Vísi í gær. Hún segir að slæmt gengi í sumar hafi eðlilega áhrif á sálarástand leikmanna liðsins.Skakkaföll í sumar „Það gerir það auðvitað. Við erum líka búnar að lenda í miklum áföllum, misst marga leikmenn og gengið í gegnum ýmislegt í sumar. En hópurinn sem er núna er þéttur og góður,“ sagði Ruth.Í síðustu viku skipti Fylkir um þjálfara. Eiður Benedikt Eiríksson var látinn fara og við tók Kristbjörg Ingadóttir. Þjálfaraskiptin báru ekki árangur strax en í fyrsta leik eftir þau tapaði Fylkir 6-0 fyrir Þór/KA. „Það er kannski ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma, þetta eru bara 10 dagar eða svo. En ég held að þetta hafi verið gert með hagsmuni liðsins á þessum tímapunkti í huga. Það verður bara í koma í ljós hvort þetta var rétt ákvörðun eða ekki,“ sagði Ruth. Fylkir hefur lent nokkrum vandræðum með leikmenn í sumar, sumir meiðst og aðrir farið, og fyrir vikið hafa ungir leikmenn fengið tækifæri. Það gæti reynst dýrmætt upp á framtíðina að gera segir Ruth. „Í byrjun tímabils vorum við með mjög góðan hóp en við höfum lent í miklum áföllum; mikið af meiðslum og útlendingarnir stóðu ekki undir væntingum og fóru svo. Ungar stelpur, úr 2. og 3. flokki, hafa fengið tækifæri og eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Það er vonandi jákvætt fyrir framtíðina,“ sagði Ruth.Reynir á reynsluna Þrátt fyrir að það hafi kvarnast úr leikmannahópi Fylkis í sumar er töluverð reynsla til staðar í hópnum. „Við erum nokkrar sem eru búnar að spila mjög lengi saman og lengi fyrir Fylki. Nú þurfum við, og ungu stelpurnar, að stíga upp,“ sagði Ruth að endingu. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. Fjögur neðstu liðin mætast innbyrðis í dag. KR sækir ÍA heim og í Árbænum mætast Fylkir og Selfoss. Þrátt fyrir dapurt gengi í sumar og fjögur töp í röð eru Fylkiskonur enn með örlögin í sínum höndum. Vinni þær Selfyssinga eru þær hólpnar. „Það er miklu betra að þetta sé í okkar höndum. Við þurfum bara að treysta á okkur sjálfar. Við förum bara með eitt markmið í þennan leik og það er að vinna,“ sagði Ruth Þórðar Þórðardóttir, fyrirliði Fylkis, í samtali við Vísi í gær. Hún segir að slæmt gengi í sumar hafi eðlilega áhrif á sálarástand leikmanna liðsins.Skakkaföll í sumar „Það gerir það auðvitað. Við erum líka búnar að lenda í miklum áföllum, misst marga leikmenn og gengið í gegnum ýmislegt í sumar. En hópurinn sem er núna er þéttur og góður,“ sagði Ruth.Í síðustu viku skipti Fylkir um þjálfara. Eiður Benedikt Eiríksson var látinn fara og við tók Kristbjörg Ingadóttir. Þjálfaraskiptin báru ekki árangur strax en í fyrsta leik eftir þau tapaði Fylkir 6-0 fyrir Þór/KA. „Það er kannski ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma, þetta eru bara 10 dagar eða svo. En ég held að þetta hafi verið gert með hagsmuni liðsins á þessum tímapunkti í huga. Það verður bara í koma í ljós hvort þetta var rétt ákvörðun eða ekki,“ sagði Ruth. Fylkir hefur lent nokkrum vandræðum með leikmenn í sumar, sumir meiðst og aðrir farið, og fyrir vikið hafa ungir leikmenn fengið tækifæri. Það gæti reynst dýrmætt upp á framtíðina að gera segir Ruth. „Í byrjun tímabils vorum við með mjög góðan hóp en við höfum lent í miklum áföllum; mikið af meiðslum og útlendingarnir stóðu ekki undir væntingum og fóru svo. Ungar stelpur, úr 2. og 3. flokki, hafa fengið tækifæri og eru að stíga sín fyrstu skref í meistaraflokki. Það er vonandi jákvætt fyrir framtíðina,“ sagði Ruth.Reynir á reynsluna Þrátt fyrir að það hafi kvarnast úr leikmannahópi Fylkis í sumar er töluverð reynsla til staðar í hópnum. „Við erum nokkrar sem eru búnar að spila mjög lengi saman og lengi fyrir Fylki. Nú þurfum við, og ungu stelpurnar, að stíga upp,“ sagði Ruth að endingu.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira