Ásgeir Börkur: Erum betri en taflan segir til um Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2016 07:00 Ásgeir Börkur hefur fulla trú á því að Fylkir geti unnið KR. vísir/anton Fylkismenn eru í erfiðri stöðu fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild karla á morgun. Árbæingar sitja í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 19 stig, tveimur stigum frá 10. sætinu þar sem Víkingur Ó. situr. ÍBV er svo í 9. sætinu með 22 stig en miklu betri markatölu en bæði Ólsarar og Fylkismenn. Árbæingar mæta KR í lokaumferðinni á morgun og þurfa að vinna og treysta á að Víkingur Ó. vinni ekki Stjörnuna á sama tíma til að bjarga sér frá falli. Fylkismenn eru því ekki með örlögin í sínum höndum sem Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði liðsins, segir að sé óþægilegt.Þurfum að klára okkar verkefni „Það er ekkert þægilegt að þurfa að treysta á aðra. Við þurfum bara að gera okkar og vona að það verði nóg. Við ætlum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Ásgeir Börkur í samtali við Vísi í gær. Þrátt fyrir erfiða stöðu og slakan árangur Fylkis gegn KR á undanförnum árum hefur fyrirliðinn trú á sigri á morgun. „Það eru hæðir og lægðir í þessum fótbolta. Þegar það kemur niðursveifla þarf maður að hafa enn meiri trú á sér og liðsfélögunum. Ég hef bullandi trú á þessu,“ sagði Ásgeir Börkur. Fylkismenn hafa farið illa að ráði sínu í mörgum leikjum í sumar, nú síðast gegn Þrótti í 21. umferð Pepsi-deildarinnar þar sem Árbæingum mistókst að vinna botnliðið.Græða ekkert á sjálfsvorkunn „Auðvitað var þetta svekkjandi en maður græðir ekkert á því að vorkenna sjálfum sér. Það var drullusvekkjandi að ná ekki að klára þennan leik en 2-3 tímum eftir hann ákváðum við að einbeita okkur að leiknum við KR,“ sagði Ásgeir Börkur. En finnst honum staða liðsins ekki gefa rétta mynd af getu þess? „Já, mér finnst það. Maður hugsaði ekki að við yrðum á þessum stað í lok tímabilsins. Við erum með betra lið en taflan segir til um. En við höfum verið sjálfum okkur verstir og það er spurning hvort við eigum meira skilið,“ sagði Ásgeir Börkur og bætti við að Fylkismenn gætu ekki kennt neinum öðrum um en sjálfum sér um hversu svört staða liðsins er orðin. Fylkir fagnar hálfrar aldar afmæli sínu á næsta ári en svo gæti farið að hvorki karla- né kvennalið félagsins verði í efstu deild árið 2017. „Maður getur ekkert leyft sér að hugsa þannig fyrr en að raunin er önnur. Eins og staðan er í dag og þangað til annað kemur í ljós erum við með tvö góð lið í efstu deild. Auðvitað yrði þetta hundleiðinlegt því Fylkir á að vera með bæði karla- og kvennalið í efstu deild. Ég fer ekkert ofan af því,“ sagði Ásgeir Börkur að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. 30. september 2016 06:30 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
Fylkismenn eru í erfiðri stöðu fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild karla á morgun. Árbæingar sitja í ellefta og næstneðsta sæti deildarinnar með 19 stig, tveimur stigum frá 10. sætinu þar sem Víkingur Ó. situr. ÍBV er svo í 9. sætinu með 22 stig en miklu betri markatölu en bæði Ólsarar og Fylkismenn. Árbæingar mæta KR í lokaumferðinni á morgun og þurfa að vinna og treysta á að Víkingur Ó. vinni ekki Stjörnuna á sama tíma til að bjarga sér frá falli. Fylkismenn eru því ekki með örlögin í sínum höndum sem Ásgeir Börkur Ásgeirsson, fyrirliði liðsins, segir að sé óþægilegt.Þurfum að klára okkar verkefni „Það er ekkert þægilegt að þurfa að treysta á aðra. Við þurfum bara að gera okkar og vona að það verði nóg. Við ætlum að leggja allt í þennan leik,“ sagði Ásgeir Börkur í samtali við Vísi í gær. Þrátt fyrir erfiða stöðu og slakan árangur Fylkis gegn KR á undanförnum árum hefur fyrirliðinn trú á sigri á morgun. „Það eru hæðir og lægðir í þessum fótbolta. Þegar það kemur niðursveifla þarf maður að hafa enn meiri trú á sér og liðsfélögunum. Ég hef bullandi trú á þessu,“ sagði Ásgeir Börkur. Fylkismenn hafa farið illa að ráði sínu í mörgum leikjum í sumar, nú síðast gegn Þrótti í 21. umferð Pepsi-deildarinnar þar sem Árbæingum mistókst að vinna botnliðið.Græða ekkert á sjálfsvorkunn „Auðvitað var þetta svekkjandi en maður græðir ekkert á því að vorkenna sjálfum sér. Það var drullusvekkjandi að ná ekki að klára þennan leik en 2-3 tímum eftir hann ákváðum við að einbeita okkur að leiknum við KR,“ sagði Ásgeir Börkur. En finnst honum staða liðsins ekki gefa rétta mynd af getu þess? „Já, mér finnst það. Maður hugsaði ekki að við yrðum á þessum stað í lok tímabilsins. Við erum með betra lið en taflan segir til um. En við höfum verið sjálfum okkur verstir og það er spurning hvort við eigum meira skilið,“ sagði Ásgeir Börkur og bætti við að Fylkismenn gætu ekki kennt neinum öðrum um en sjálfum sér um hversu svört staða liðsins er orðin. Fylkir fagnar hálfrar aldar afmæli sínu á næsta ári en svo gæti farið að hvorki karla- né kvennalið félagsins verði í efstu deild árið 2017. „Maður getur ekkert leyft sér að hugsa þannig fyrr en að raunin er önnur. Eins og staðan er í dag og þangað til annað kemur í ljós erum við með tvö góð lið í efstu deild. Auðvitað yrði þetta hundleiðinlegt því Fylkir á að vera með bæði karla- og kvennalið í efstu deild. Ég fer ekkert ofan af því,“ sagði Ásgeir Börkur að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. 30. september 2016 06:30 Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - Lech Poznan | Brekka hjá Blikum Fótbolti Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum Fótbolti Fleiri fréttir Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Sjá meira
Ruth: Ekki mikið sem breytist á svona skömmum tíma Fylkir, Selfoss og KR freista þess öll að forðast að fylgja ÍA niður í 1. deild í dag er lokaumferð Pepsi-deildar kvenna fer fram. 30. september 2016 06:30