FH getur tekið risaskref í átt að titlinum | Hleypa Fylkismenn lífi í fallbaráttuna? 11. september 2016 06:00 Ekki ólíklegt að við sjáum Atla Viðar fagna marki í Kaplakrika í dag. Vísir/Stefán FH-ingar geta með sigri á Blikum í kvöld á heimavelli stigið risaskref í átt að því að verja Íslandsmeistaratitilinn en allt annað en sigur fyrir Blika þýðir að titilvonirnar séu úr sögunni. FH er í ansi góðri stöðu þegar stutt er eftir af Íslandsmótinu með sex stiga forskot á Fjölni í öðru sæti en jafntefli í kvöld myndi þýða að FH þyrfti að klúðra þremur af síðustu fjórum leikjum liðsins þar sem liðið mætir Fylki, Val, Víkingi R. og ÍBV. Þá hefur FH verið ógnarsterkt á heimavelli undanfarin ár en aðeins einu liði hefur tekist á undanförnum tveimur tímabilum að taka þrjú stig í Kaplakrika. KR-ingar hafa síðustu tvö ár tekið öll stigin frá Kaplakrika en það kom ekki að sök í fyrra þegar FH-ingar hömpuðu titlinum. Blikar þurfa ekki einungis á sigrinum að halda til þess að halda lífi í titilvonum liðsins en ef FH vinnur á morgun gætu Blikar verið í fimmta sæti að átján umferðum loknum. Liðið má varla við því að tapa stigum í baráttunni um sæti í Evrópu á næsta tímabili. Í Laugardalnum taka Þróttarar á móti sjóðheitum Skagamönnum sem hafa unnið þrjá leiki í röð í Pepsi-deildinni. Eftir dapurt gengi framan af hafa Skagamenn unnið átta af síðustu tíu leikjum og eru skyndilega komnir í baráttu um Evrópusæti. Þróttarar eiga enn fáein líf eftir í Pepsi-deildinni, átta stigum frá öruggu sæti þegar fimm leikir eru eftir en nýliðarnir þurfa að fá einhver stig áður en það er of seint.Fylkismenn eiga gríðarlega mikilvægan leik gegn Víking Ó. í dag en í kvöld mætir Stjarnan Valsmönnum.Vísir/HannaÞá geta Fylkismenn hleypt lífi í botnbaráttuna á ný þegar liðið tekur á móti Víking Ólafsvík á Flórídana-vellinum á morgun. Takist gestunum frá Ólafsvík að taka þrjú stig heim eru þeir langt komnir með að tryggja sæti sitt í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Árbæingar eru fjórum stigum frá öruggu sæti en takist þeim að sigra á morgun er aðeins tvö stig sem skilja að liðið í ellefta sæti og níunda sæti og gæti því verið æsispennadi lokabarátta framundan á botni deildarinnar. Í lokaleik dagsins tekur Stjarnan á móti fljúgandi Valsmönnum sem hafa unnið síðustu fjóra leiki í röð án þess að fá á sig mark. Það hefur engin bikarþynnka sýnt sig hjá Valsmönnum sem hafa skorað þrettán mörk í þremur leikjum í Pepsi-deildinni eftir bikarúrslitaleikinn. Að sama skapi má segja að um sé að ræða síðasta séns Garðbæinga á að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti á næsta ári. Garðbæingar hafa misst flugið að undanförnu og hafa tapað þremur leikjum í röð en geta enn bjargað tímabilinu með góðu skriði á lokametrunum. Fylgst verður með öllum leikjunum á Boltavakt Vísis en leikir FH og Breiðabliks annarsvegar og Stjörnunnar og Vals hinsvegar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunni: Stjarnan - Valur 2-3 | Dramatík á lokasekúndunum í fjórða sigri Valsmanna í röð Valsmenn unnu fjórða leikinn í röð í Pepsi-deild karla á ótrúlegan hátt 3-2 gegn Stjörnunni í Garðabæ eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik en sigurmark leiksins kom með síðustu spyrnu leiksins. 11. september 2016 22:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Breiðablik 1-1 | FH áfram í lykilstöðu FH er áfram með sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 1-1 jafntefli við Breiðablik í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 11. september 2016 20:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - ÍA 3-1 | Er von fyrir Þróttara? Mikilvæg stig í Laugardalinn í botnbaráttunni 11. september 2016 22:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
FH-ingar geta með sigri á Blikum í kvöld á heimavelli stigið risaskref í átt að því að verja Íslandsmeistaratitilinn en allt annað en sigur fyrir Blika þýðir að titilvonirnar séu úr sögunni. FH er í ansi góðri stöðu þegar stutt er eftir af Íslandsmótinu með sex stiga forskot á Fjölni í öðru sæti en jafntefli í kvöld myndi þýða að FH þyrfti að klúðra þremur af síðustu fjórum leikjum liðsins þar sem liðið mætir Fylki, Val, Víkingi R. og ÍBV. Þá hefur FH verið ógnarsterkt á heimavelli undanfarin ár en aðeins einu liði hefur tekist á undanförnum tveimur tímabilum að taka þrjú stig í Kaplakrika. KR-ingar hafa síðustu tvö ár tekið öll stigin frá Kaplakrika en það kom ekki að sök í fyrra þegar FH-ingar hömpuðu titlinum. Blikar þurfa ekki einungis á sigrinum að halda til þess að halda lífi í titilvonum liðsins en ef FH vinnur á morgun gætu Blikar verið í fimmta sæti að átján umferðum loknum. Liðið má varla við því að tapa stigum í baráttunni um sæti í Evrópu á næsta tímabili. Í Laugardalnum taka Þróttarar á móti sjóðheitum Skagamönnum sem hafa unnið þrjá leiki í röð í Pepsi-deildinni. Eftir dapurt gengi framan af hafa Skagamenn unnið átta af síðustu tíu leikjum og eru skyndilega komnir í baráttu um Evrópusæti. Þróttarar eiga enn fáein líf eftir í Pepsi-deildinni, átta stigum frá öruggu sæti þegar fimm leikir eru eftir en nýliðarnir þurfa að fá einhver stig áður en það er of seint.Fylkismenn eiga gríðarlega mikilvægan leik gegn Víking Ó. í dag en í kvöld mætir Stjarnan Valsmönnum.Vísir/HannaÞá geta Fylkismenn hleypt lífi í botnbaráttuna á ný þegar liðið tekur á móti Víking Ólafsvík á Flórídana-vellinum á morgun. Takist gestunum frá Ólafsvík að taka þrjú stig heim eru þeir langt komnir með að tryggja sæti sitt í deild þeirra bestu á næsta tímabili. Árbæingar eru fjórum stigum frá öruggu sæti en takist þeim að sigra á morgun er aðeins tvö stig sem skilja að liðið í ellefta sæti og níunda sæti og gæti því verið æsispennadi lokabarátta framundan á botni deildarinnar. Í lokaleik dagsins tekur Stjarnan á móti fljúgandi Valsmönnum sem hafa unnið síðustu fjóra leiki í röð án þess að fá á sig mark. Það hefur engin bikarþynnka sýnt sig hjá Valsmönnum sem hafa skorað þrettán mörk í þremur leikjum í Pepsi-deildinni eftir bikarúrslitaleikinn. Að sama skapi má segja að um sé að ræða síðasta séns Garðbæinga á að blanda sér í baráttuna um Evrópusæti á næsta ári. Garðbæingar hafa misst flugið að undanförnu og hafa tapað þremur leikjum í röð en geta enn bjargað tímabilinu með góðu skriði á lokametrunum. Fylgst verður með öllum leikjunum á Boltavakt Vísis en leikir FH og Breiðabliks annarsvegar og Stjörnunnar og Vals hinsvegar verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunni: Stjarnan - Valur 2-3 | Dramatík á lokasekúndunum í fjórða sigri Valsmanna í röð Valsmenn unnu fjórða leikinn í röð í Pepsi-deild karla á ótrúlegan hátt 3-2 gegn Stjörnunni í Garðabæ eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik en sigurmark leiksins kom með síðustu spyrnu leiksins. 11. september 2016 22:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00 Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Breiðablik 1-1 | FH áfram í lykilstöðu FH er áfram með sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 1-1 jafntefli við Breiðablik í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 11. september 2016 20:15 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - ÍA 3-1 | Er von fyrir Þróttara? Mikilvæg stig í Laugardalinn í botnbaráttunni 11. september 2016 22:00 Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Enski boltinn Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Fótbolti Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna Íslenski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunni: Stjarnan - Valur 2-3 | Dramatík á lokasekúndunum í fjórða sigri Valsmanna í röð Valsmenn unnu fjórða leikinn í röð í Pepsi-deild karla á ótrúlegan hátt 3-2 gegn Stjörnunni í Garðabæ eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik en sigurmark leiksins kom með síðustu spyrnu leiksins. 11. september 2016 22:00
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fylkir - Víkingur Ó. 2-1 | Fylkir opnaði fallbaráttuna upp á gátt Fylkir galopnaði fallbaráttuna með 2-1 sigri á Víkingi Ólafsvík í 18. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta í kvöld á heimavelli. 11. september 2016 20:00
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: FH - Breiðablik 1-1 | FH áfram í lykilstöðu FH er áfram með sjö stiga forskot á toppi Pepsi-deildar karla eftir 1-1 jafntefli við Breiðablik í 18. umferð Pepsi-deildar karla í dag. 11. september 2016 20:15
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - ÍA 3-1 | Er von fyrir Þróttara? Mikilvæg stig í Laugardalinn í botnbaráttunni 11. september 2016 22:00
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti