Týnda lendingarfarið Philae loks komið í leitirnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2016 14:44 Vísindamenn hafa loksins staðsett lendingarfarið Philae á halastjörnunni 67P. Mynd/ESA Lendingarfarið Philae, sem svífur nú um geiminn á yfirborði halastjörnunnar 67P er loksins komið í leitirnar. Myndir sem Rosetta-geimfarið sendi frá sér sýna ótvírætt hvar Philae liggur. Philae var varpað að yfirborði halastjörnunnar úr geimfarinu Rosetta í nóvember 2014. Mistök urðu við lendinguna og skoppaði farið á yfirborði halastjörnunnar. Farið staðnæmdist svo á stað þar sem lítið var um sólarljós og fönguðu rafhlöður þess ekki nægjanlegt sólarljós til að halda starfsemi farsins gangandi. Eftir einungis 60 klukkustundir varð farið rafmagnslaust.Nærmynd af PhilaeMynd/ESAFarið kveikti svo á sér aftur og sendi ýmis gögn til jarðarinnar en ekki var vitað nákvæmlega hvar Philae var niðurkominn, fyrr en nú. Á myndinni sjást útlínur og lappir Philae greinilega liggjandi ofan í skurði á 67P. Eru vísindamenn afar ánægðir með að hafa fengið upplýsingar um hvíldarstað Philae og telja þeir líklegt að uppgötvunin muni varpa frekar ljósi á þau gögn sem Philae sendi til baka á sínum tíma. Aðeins eru um þrjár vikur þangað til að Rosetta verður brotlent á yfirborði 67P og mun þá hinum tólf ára gamla leiðangri ljúka með gríðarlegum árangri en flókin lífræn efnasambönd fundust á plánetunni. Alls fundust sextán efnasambönd úr kolefnum og nítrógeni. Þá kom í ljós að yfirbörð 67P er úr ís og þakið þunnu ryklagi. Fundur slíkra efna á halastjörnu sem rekur rætur sínar allt til fæðingar sólkerfisins getur gefið vísindamönnum skýrari sína á uppruna efnis í alheiminum. Tengdar fréttir Síðasta tækifærið til að hafa samband við Philae mistókst Síðast heyrðist til lendingarfarsins þann 9. júlí og nýjustu tilraunir virðast hafa mistekist. 13. janúar 2016 11:15 Þegar við húkkuðum far með halastjörnu Uppgötvanirnar voru margar á árinu og afrekin fjölbreytt. Vonbrigðin voru einnig til staðar. Á ýmsum sviðum tóku vísindamenn höndum saman, á öðrum tókust þeir á. 2014 var ár framfara en við sáum vísindamenn einnig gera það sem þeir gera svo vel, að horfast í augu við óvæntar breytur og vonbrigði. Hér er það helsta í vísindum á árinu 22. desember 2014 07:00 Halló jörð, heyrir þú í mér? Könnunarfarið Philae hefur vaknað til lífsins eftir nokkurra mánaða dvala á halastjörnunni 67P. Farið er það fyrsta til að lenda á halastjörnu. Vonast er til að orka þess sé næg til að ljúka því verkefni sem því var ætlað. 15. júní 2015 07:00 Slitu samskiptum við Philae Könnunarfarið hefur ekki verið virkt í heilt ár. 27. júlí 2016 14:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
Lendingarfarið Philae, sem svífur nú um geiminn á yfirborði halastjörnunnar 67P er loksins komið í leitirnar. Myndir sem Rosetta-geimfarið sendi frá sér sýna ótvírætt hvar Philae liggur. Philae var varpað að yfirborði halastjörnunnar úr geimfarinu Rosetta í nóvember 2014. Mistök urðu við lendinguna og skoppaði farið á yfirborði halastjörnunnar. Farið staðnæmdist svo á stað þar sem lítið var um sólarljós og fönguðu rafhlöður þess ekki nægjanlegt sólarljós til að halda starfsemi farsins gangandi. Eftir einungis 60 klukkustundir varð farið rafmagnslaust.Nærmynd af PhilaeMynd/ESAFarið kveikti svo á sér aftur og sendi ýmis gögn til jarðarinnar en ekki var vitað nákvæmlega hvar Philae var niðurkominn, fyrr en nú. Á myndinni sjást útlínur og lappir Philae greinilega liggjandi ofan í skurði á 67P. Eru vísindamenn afar ánægðir með að hafa fengið upplýsingar um hvíldarstað Philae og telja þeir líklegt að uppgötvunin muni varpa frekar ljósi á þau gögn sem Philae sendi til baka á sínum tíma. Aðeins eru um þrjár vikur þangað til að Rosetta verður brotlent á yfirborði 67P og mun þá hinum tólf ára gamla leiðangri ljúka með gríðarlegum árangri en flókin lífræn efnasambönd fundust á plánetunni. Alls fundust sextán efnasambönd úr kolefnum og nítrógeni. Þá kom í ljós að yfirbörð 67P er úr ís og þakið þunnu ryklagi. Fundur slíkra efna á halastjörnu sem rekur rætur sínar allt til fæðingar sólkerfisins getur gefið vísindamönnum skýrari sína á uppruna efnis í alheiminum.
Tengdar fréttir Síðasta tækifærið til að hafa samband við Philae mistókst Síðast heyrðist til lendingarfarsins þann 9. júlí og nýjustu tilraunir virðast hafa mistekist. 13. janúar 2016 11:15 Þegar við húkkuðum far með halastjörnu Uppgötvanirnar voru margar á árinu og afrekin fjölbreytt. Vonbrigðin voru einnig til staðar. Á ýmsum sviðum tóku vísindamenn höndum saman, á öðrum tókust þeir á. 2014 var ár framfara en við sáum vísindamenn einnig gera það sem þeir gera svo vel, að horfast í augu við óvæntar breytur og vonbrigði. Hér er það helsta í vísindum á árinu 22. desember 2014 07:00 Halló jörð, heyrir þú í mér? Könnunarfarið Philae hefur vaknað til lífsins eftir nokkurra mánaða dvala á halastjörnunni 67P. Farið er það fyrsta til að lenda á halastjörnu. Vonast er til að orka þess sé næg til að ljúka því verkefni sem því var ætlað. 15. júní 2015 07:00 Slitu samskiptum við Philae Könnunarfarið hefur ekki verið virkt í heilt ár. 27. júlí 2016 14:00 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Áfall fyrir RIFF Innlent Fleiri fréttir Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Sjá meira
Síðasta tækifærið til að hafa samband við Philae mistókst Síðast heyrðist til lendingarfarsins þann 9. júlí og nýjustu tilraunir virðast hafa mistekist. 13. janúar 2016 11:15
Þegar við húkkuðum far með halastjörnu Uppgötvanirnar voru margar á árinu og afrekin fjölbreytt. Vonbrigðin voru einnig til staðar. Á ýmsum sviðum tóku vísindamenn höndum saman, á öðrum tókust þeir á. 2014 var ár framfara en við sáum vísindamenn einnig gera það sem þeir gera svo vel, að horfast í augu við óvæntar breytur og vonbrigði. Hér er það helsta í vísindum á árinu 22. desember 2014 07:00
Halló jörð, heyrir þú í mér? Könnunarfarið Philae hefur vaknað til lífsins eftir nokkurra mánaða dvala á halastjörnunni 67P. Farið er það fyrsta til að lenda á halastjörnu. Vonast er til að orka þess sé næg til að ljúka því verkefni sem því var ætlað. 15. júní 2015 07:00