Týnda lendingarfarið Philae loks komið í leitirnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. september 2016 14:44 Vísindamenn hafa loksins staðsett lendingarfarið Philae á halastjörnunni 67P. Mynd/ESA Lendingarfarið Philae, sem svífur nú um geiminn á yfirborði halastjörnunnar 67P er loksins komið í leitirnar. Myndir sem Rosetta-geimfarið sendi frá sér sýna ótvírætt hvar Philae liggur. Philae var varpað að yfirborði halastjörnunnar úr geimfarinu Rosetta í nóvember 2014. Mistök urðu við lendinguna og skoppaði farið á yfirborði halastjörnunnar. Farið staðnæmdist svo á stað þar sem lítið var um sólarljós og fönguðu rafhlöður þess ekki nægjanlegt sólarljós til að halda starfsemi farsins gangandi. Eftir einungis 60 klukkustundir varð farið rafmagnslaust.Nærmynd af PhilaeMynd/ESAFarið kveikti svo á sér aftur og sendi ýmis gögn til jarðarinnar en ekki var vitað nákvæmlega hvar Philae var niðurkominn, fyrr en nú. Á myndinni sjást útlínur og lappir Philae greinilega liggjandi ofan í skurði á 67P. Eru vísindamenn afar ánægðir með að hafa fengið upplýsingar um hvíldarstað Philae og telja þeir líklegt að uppgötvunin muni varpa frekar ljósi á þau gögn sem Philae sendi til baka á sínum tíma. Aðeins eru um þrjár vikur þangað til að Rosetta verður brotlent á yfirborði 67P og mun þá hinum tólf ára gamla leiðangri ljúka með gríðarlegum árangri en flókin lífræn efnasambönd fundust á plánetunni. Alls fundust sextán efnasambönd úr kolefnum og nítrógeni. Þá kom í ljós að yfirbörð 67P er úr ís og þakið þunnu ryklagi. Fundur slíkra efna á halastjörnu sem rekur rætur sínar allt til fæðingar sólkerfisins getur gefið vísindamönnum skýrari sína á uppruna efnis í alheiminum. Tengdar fréttir Síðasta tækifærið til að hafa samband við Philae mistókst Síðast heyrðist til lendingarfarsins þann 9. júlí og nýjustu tilraunir virðast hafa mistekist. 13. janúar 2016 11:15 Þegar við húkkuðum far með halastjörnu Uppgötvanirnar voru margar á árinu og afrekin fjölbreytt. Vonbrigðin voru einnig til staðar. Á ýmsum sviðum tóku vísindamenn höndum saman, á öðrum tókust þeir á. 2014 var ár framfara en við sáum vísindamenn einnig gera það sem þeir gera svo vel, að horfast í augu við óvæntar breytur og vonbrigði. Hér er það helsta í vísindum á árinu 22. desember 2014 07:00 Halló jörð, heyrir þú í mér? Könnunarfarið Philae hefur vaknað til lífsins eftir nokkurra mánaða dvala á halastjörnunni 67P. Farið er það fyrsta til að lenda á halastjörnu. Vonast er til að orka þess sé næg til að ljúka því verkefni sem því var ætlað. 15. júní 2015 07:00 Slitu samskiptum við Philae Könnunarfarið hefur ekki verið virkt í heilt ár. 27. júlí 2016 14:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Lendingarfarið Philae, sem svífur nú um geiminn á yfirborði halastjörnunnar 67P er loksins komið í leitirnar. Myndir sem Rosetta-geimfarið sendi frá sér sýna ótvírætt hvar Philae liggur. Philae var varpað að yfirborði halastjörnunnar úr geimfarinu Rosetta í nóvember 2014. Mistök urðu við lendinguna og skoppaði farið á yfirborði halastjörnunnar. Farið staðnæmdist svo á stað þar sem lítið var um sólarljós og fönguðu rafhlöður þess ekki nægjanlegt sólarljós til að halda starfsemi farsins gangandi. Eftir einungis 60 klukkustundir varð farið rafmagnslaust.Nærmynd af PhilaeMynd/ESAFarið kveikti svo á sér aftur og sendi ýmis gögn til jarðarinnar en ekki var vitað nákvæmlega hvar Philae var niðurkominn, fyrr en nú. Á myndinni sjást útlínur og lappir Philae greinilega liggjandi ofan í skurði á 67P. Eru vísindamenn afar ánægðir með að hafa fengið upplýsingar um hvíldarstað Philae og telja þeir líklegt að uppgötvunin muni varpa frekar ljósi á þau gögn sem Philae sendi til baka á sínum tíma. Aðeins eru um þrjár vikur þangað til að Rosetta verður brotlent á yfirborði 67P og mun þá hinum tólf ára gamla leiðangri ljúka með gríðarlegum árangri en flókin lífræn efnasambönd fundust á plánetunni. Alls fundust sextán efnasambönd úr kolefnum og nítrógeni. Þá kom í ljós að yfirbörð 67P er úr ís og þakið þunnu ryklagi. Fundur slíkra efna á halastjörnu sem rekur rætur sínar allt til fæðingar sólkerfisins getur gefið vísindamönnum skýrari sína á uppruna efnis í alheiminum.
Tengdar fréttir Síðasta tækifærið til að hafa samband við Philae mistókst Síðast heyrðist til lendingarfarsins þann 9. júlí og nýjustu tilraunir virðast hafa mistekist. 13. janúar 2016 11:15 Þegar við húkkuðum far með halastjörnu Uppgötvanirnar voru margar á árinu og afrekin fjölbreytt. Vonbrigðin voru einnig til staðar. Á ýmsum sviðum tóku vísindamenn höndum saman, á öðrum tókust þeir á. 2014 var ár framfara en við sáum vísindamenn einnig gera það sem þeir gera svo vel, að horfast í augu við óvæntar breytur og vonbrigði. Hér er það helsta í vísindum á árinu 22. desember 2014 07:00 Halló jörð, heyrir þú í mér? Könnunarfarið Philae hefur vaknað til lífsins eftir nokkurra mánaða dvala á halastjörnunni 67P. Farið er það fyrsta til að lenda á halastjörnu. Vonast er til að orka þess sé næg til að ljúka því verkefni sem því var ætlað. 15. júní 2015 07:00 Slitu samskiptum við Philae Könnunarfarið hefur ekki verið virkt í heilt ár. 27. júlí 2016 14:00 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Síðasta tækifærið til að hafa samband við Philae mistókst Síðast heyrðist til lendingarfarsins þann 9. júlí og nýjustu tilraunir virðast hafa mistekist. 13. janúar 2016 11:15
Þegar við húkkuðum far með halastjörnu Uppgötvanirnar voru margar á árinu og afrekin fjölbreytt. Vonbrigðin voru einnig til staðar. Á ýmsum sviðum tóku vísindamenn höndum saman, á öðrum tókust þeir á. 2014 var ár framfara en við sáum vísindamenn einnig gera það sem þeir gera svo vel, að horfast í augu við óvæntar breytur og vonbrigði. Hér er það helsta í vísindum á árinu 22. desember 2014 07:00
Halló jörð, heyrir þú í mér? Könnunarfarið Philae hefur vaknað til lífsins eftir nokkurra mánaða dvala á halastjörnunni 67P. Farið er það fyrsta til að lenda á halastjörnu. Vonast er til að orka þess sé næg til að ljúka því verkefni sem því var ætlað. 15. júní 2015 07:00