Meira en helmingur hinna látnu sagður vera á barnsaldri Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 23. ágúst 2016 07:00 Kistuberar berjast við tárin í jarðarför fórnarlamba árásarinnar í Gaziantep. Nordicphotos/AFP Af þeim 54 sem féllu í sprengjuárásinni í Tyrklandi á laugardaginn voru 29 undir átján ára aldri. Þrettán voru kvenkyns og þá eru 66 enn á spítala. Þar af eru fjórtán í lífshættu. Þessu greindu lögregluyfirvöld í Tyrklandi frá í gær en á laugardag réðst árásarmaður á kúrdískt brúðkaup í borginni Gaziantep og sprengdi sig í loft upp. Þá greindi blaðamaður New York Times frá því að tvö fórnarlambanna hafi verið fjögurra ára, tvö sjö ára, tvö níu ára, eitt tíu ára og sex ellefu ára. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði á blaðamannafundi á sunnudag að árásarmaðurinn hafi verið barn á aldrinum tólf til fjórtán ára. Þá sagði Erdogan árásarmanninn hafa verið í slagtogi með hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Gaziantep er nærri landamærunum að Sýrlandi og vitað er að hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins halda þar til. Erdogan nýtti tækifærið og sagði engan mun á Íslamska ríkinu og fylgismönnum klerksins Fethullah Gulen, sem hann segir að hafi staðið á bak við valdaránstilraunina í landinu í síðasta mánuði. Binali Yildirim, forsætisráðherra landsins, sagði hins vegar í gær að það væri ekki víst. „Vísbendingar um árásarmanninn hafa ekki enn fundist,“ sagði Yildirim við blaðamenn. Þá sagði hann staðhæfingu Erdogans hafa verið ágiskun byggða á vitnisburði sjónarvotta. Niðurstöðu úr rannsókn á erfðaefni árásarmannsins er enn beðið. Þá er tveggja manna, sem saksóknarar segja að hafi sést skutla árásarmanninum á áfangastað, enn leitað. Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra sagði í gær að hreinsa þyrfti landamærin. „Við þurfum að dauðhreinsa landamærin af vígamönnum Íslamska ríkisins,“ sagði hann en tyrkneskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að sýrlenskir uppreisnarmenn, studdir af Tyrkjum, hygðust taka yfir landamæraborgina Jarablus sem er undir hæl Íslamska ríkisins. Emine Arhan, kona sem viðstödd var árásina, missti fjögur börn á laugardaginn. „Ef það hefði ekki verið fyrir mitt eina eftirlifandi barn væri ég búin að drepa mig,“ sagði Arhan í viðtali við tyrkneska dagblaðið Haberturk í gær. Brúðguminn og brúðurin lifðu árásina af en eru á spítala. Veli Can, vitni, sagði í samtali við BBC að veislunni hefði verið að ljúka þegar árásin varð. „Það var blóð og líkamshlutar úti um allt,“ sagði Can. Árásin er langt frá því að vera fyrsta stóra hryðjuverkaárásin í Tyrklandi á árinu. Í júní féllu 45 í sprengjuárás á Atatürk-flugvelli í Istanbúl og tólf í skotárás í sömu borg. Þá dóu 37 í bílsprengju í Ankara í mars og 29 í skotárás þar í febrúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tala látinna kominn yfir 50 í Tyrklandi Yfir hundrað særðir eftir sprengjuárás í brúðkaupsveislu í bænum Gaziantep í gærkvöld. ISIS kennt um. 21. ágúst 2016 14:01 Forseti Tyrklands segir árásarmanninn vera 12-14 ára gamlan Recep Erdogan segir árásarmanninn í sjálfsmorðsárás í gær vera 12-14 gamlan ungling. Yfir fimmtíu manns úrskurðaðir látnir og í kringum sjötíu særðir. 21. ágúst 2016 16:06 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Af þeim 54 sem féllu í sprengjuárásinni í Tyrklandi á laugardaginn voru 29 undir átján ára aldri. Þrettán voru kvenkyns og þá eru 66 enn á spítala. Þar af eru fjórtán í lífshættu. Þessu greindu lögregluyfirvöld í Tyrklandi frá í gær en á laugardag réðst árásarmaður á kúrdískt brúðkaup í borginni Gaziantep og sprengdi sig í loft upp. Þá greindi blaðamaður New York Times frá því að tvö fórnarlambanna hafi verið fjögurra ára, tvö sjö ára, tvö níu ára, eitt tíu ára og sex ellefu ára. Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sagði á blaðamannafundi á sunnudag að árásarmaðurinn hafi verið barn á aldrinum tólf til fjórtán ára. Þá sagði Erdogan árásarmanninn hafa verið í slagtogi með hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki. Gaziantep er nærri landamærunum að Sýrlandi og vitað er að hryðjuverkamenn Íslamska ríkisins halda þar til. Erdogan nýtti tækifærið og sagði engan mun á Íslamska ríkinu og fylgismönnum klerksins Fethullah Gulen, sem hann segir að hafi staðið á bak við valdaránstilraunina í landinu í síðasta mánuði. Binali Yildirim, forsætisráðherra landsins, sagði hins vegar í gær að það væri ekki víst. „Vísbendingar um árásarmanninn hafa ekki enn fundist,“ sagði Yildirim við blaðamenn. Þá sagði hann staðhæfingu Erdogans hafa verið ágiskun byggða á vitnisburði sjónarvotta. Niðurstöðu úr rannsókn á erfðaefni árásarmannsins er enn beðið. Þá er tveggja manna, sem saksóknarar segja að hafi sést skutla árásarmanninum á áfangastað, enn leitað. Mevlut Cavusoglu utanríkisráðherra sagði í gær að hreinsa þyrfti landamærin. „Við þurfum að dauðhreinsa landamærin af vígamönnum Íslamska ríkisins,“ sagði hann en tyrkneskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að sýrlenskir uppreisnarmenn, studdir af Tyrkjum, hygðust taka yfir landamæraborgina Jarablus sem er undir hæl Íslamska ríkisins. Emine Arhan, kona sem viðstödd var árásina, missti fjögur börn á laugardaginn. „Ef það hefði ekki verið fyrir mitt eina eftirlifandi barn væri ég búin að drepa mig,“ sagði Arhan í viðtali við tyrkneska dagblaðið Haberturk í gær. Brúðguminn og brúðurin lifðu árásina af en eru á spítala. Veli Can, vitni, sagði í samtali við BBC að veislunni hefði verið að ljúka þegar árásin varð. „Það var blóð og líkamshlutar úti um allt,“ sagði Can. Árásin er langt frá því að vera fyrsta stóra hryðjuverkaárásin í Tyrklandi á árinu. Í júní féllu 45 í sprengjuárás á Atatürk-flugvelli í Istanbúl og tólf í skotárás í sömu borg. Þá dóu 37 í bílsprengju í Ankara í mars og 29 í skotárás þar í febrúar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Tala látinna kominn yfir 50 í Tyrklandi Yfir hundrað særðir eftir sprengjuárás í brúðkaupsveislu í bænum Gaziantep í gærkvöld. ISIS kennt um. 21. ágúst 2016 14:01 Forseti Tyrklands segir árásarmanninn vera 12-14 ára gamlan Recep Erdogan segir árásarmanninn í sjálfsmorðsárás í gær vera 12-14 gamlan ungling. Yfir fimmtíu manns úrskurðaðir látnir og í kringum sjötíu særðir. 21. ágúst 2016 16:06 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Sjá meira
Tala látinna kominn yfir 50 í Tyrklandi Yfir hundrað særðir eftir sprengjuárás í brúðkaupsveislu í bænum Gaziantep í gærkvöld. ISIS kennt um. 21. ágúst 2016 14:01
Forseti Tyrklands segir árásarmanninn vera 12-14 ára gamlan Recep Erdogan segir árásarmanninn í sjálfsmorðsárás í gær vera 12-14 gamlan ungling. Yfir fimmtíu manns úrskurðaðir látnir og í kringum sjötíu særðir. 21. ágúst 2016 16:06