Frá bikiní til búrkíni: Sagan endurtekur sig með öfugum formerkjum Una Sighvatsdóttir skrifar 28. ágúst 2016 20:15 Það var franski tískuhönnuðurinn Louis Reard sem kynnti fyrstur til sögunnar mun efnisminni sundfatnað en áður hafði sést á kvenlíkama, á fegurðarsamkeppni í Frakklandi sumarið 1946. Sköpunarverk sitt nefndi hann bikiní, í höfuðið á samnefndu kóralrifi í Marshall-eyjaklasanum þar sem Bandaríkjamenn stunduðu kjarnorkutilraunir á þessum tíma.Bikiníklæddar konur sektaðar Bikiníið náði lítilli útbreiðslu framan af enda þótti það beinlínis hneykslanlegur klæðnaður og var bannað með lögum og voru dæmi um að konur væru sektaðar á ströndum Frakklands, Ítalíu, Belgíu og Þýskalands, þar sem banninu var ekki aflétt fyrr en árið 1970. Bikiníið varð hluti af kvennabyltingunni, og er eitt af mörgum dæmum úr mannkynssögunni þar sem konur sigrast á tilraunum yfirvalda, fyrst og fremst karla, til þess að stjórna því með lögum og reglum hvers konar klæðaburður sé konum fyrir bestu.Sagan endurtekur sig með öfugum formerkjum En þeirri sögu er hvergi nærri lokið. Bikiníbann síðustu aldar kallast um margt á við tilraunir franskra yfirvalda til þess að banna búrkini sundfatnað múslímakvenna. Franskir stjórnmálamenn, bæði innanríkisráðherrann Manuel Valls og forsetaframbjóðandinn Nicolas Sarkozy tjáðu sig báðir á þá leið í vikunni að konur í búrkíníum séu kúgaðar og standa verði vörð um frelsi þeirra með því að banna þeim að klæðast búrkum. Múslímakonur sjálfar segjast hinsvegar vilja hafa frelsið til að velja, og margar konur virðast ætla að fullnýta sér það frelsi því sala á búrkíníum hefur rokið upp síðan bannið kom til umræðu. Sjá einnig: Leysir engan vanda að banna múslímakonum að hylja sigEkki útséð um búrkiní-bannið Mannréttindasamtök kærðu búrkinibannið og nú fyrir helgi ógilti æðsti stjórnsýsludómstóll Frakklands bannið með þeim rökum að það brjóti gegn frelsi einstaklingsins til trúar og athafna. Franska þingið gæti þó enn farið þá leið að setja landslög sem banni þennan klæðnað kvenna. Fari svo má að vissu leyti segja að sagan sé að endurtaka sig í þeirri aldalöngu baráttu sem háð hefur verið um yfirráð yfir líkömum kvenna, í þetta sinn frá bikiníi til búrkínís. Tengdar fréttir Frakkar afturkalla búrkíníbann Bannið hefur vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. 26. ágúst 2016 13:30 Sala á búrkíníi margfaldast Aukist um 200 prósent. 24. ágúst 2016 08:07 „Lítur sprengjan mín út fyrir að vera of feit í þessu?“ Blaðakona The Guardian setur fram fimm góðar ástæður til þess að klæðast búrkíni á sólarströndinni. 19. ágúst 2016 20:36 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Það var franski tískuhönnuðurinn Louis Reard sem kynnti fyrstur til sögunnar mun efnisminni sundfatnað en áður hafði sést á kvenlíkama, á fegurðarsamkeppni í Frakklandi sumarið 1946. Sköpunarverk sitt nefndi hann bikiní, í höfuðið á samnefndu kóralrifi í Marshall-eyjaklasanum þar sem Bandaríkjamenn stunduðu kjarnorkutilraunir á þessum tíma.Bikiníklæddar konur sektaðar Bikiníið náði lítilli útbreiðslu framan af enda þótti það beinlínis hneykslanlegur klæðnaður og var bannað með lögum og voru dæmi um að konur væru sektaðar á ströndum Frakklands, Ítalíu, Belgíu og Þýskalands, þar sem banninu var ekki aflétt fyrr en árið 1970. Bikiníið varð hluti af kvennabyltingunni, og er eitt af mörgum dæmum úr mannkynssögunni þar sem konur sigrast á tilraunum yfirvalda, fyrst og fremst karla, til þess að stjórna því með lögum og reglum hvers konar klæðaburður sé konum fyrir bestu.Sagan endurtekur sig með öfugum formerkjum En þeirri sögu er hvergi nærri lokið. Bikiníbann síðustu aldar kallast um margt á við tilraunir franskra yfirvalda til þess að banna búrkini sundfatnað múslímakvenna. Franskir stjórnmálamenn, bæði innanríkisráðherrann Manuel Valls og forsetaframbjóðandinn Nicolas Sarkozy tjáðu sig báðir á þá leið í vikunni að konur í búrkíníum séu kúgaðar og standa verði vörð um frelsi þeirra með því að banna þeim að klæðast búrkum. Múslímakonur sjálfar segjast hinsvegar vilja hafa frelsið til að velja, og margar konur virðast ætla að fullnýta sér það frelsi því sala á búrkíníum hefur rokið upp síðan bannið kom til umræðu. Sjá einnig: Leysir engan vanda að banna múslímakonum að hylja sigEkki útséð um búrkiní-bannið Mannréttindasamtök kærðu búrkinibannið og nú fyrir helgi ógilti æðsti stjórnsýsludómstóll Frakklands bannið með þeim rökum að það brjóti gegn frelsi einstaklingsins til trúar og athafna. Franska þingið gæti þó enn farið þá leið að setja landslög sem banni þennan klæðnað kvenna. Fari svo má að vissu leyti segja að sagan sé að endurtaka sig í þeirri aldalöngu baráttu sem háð hefur verið um yfirráð yfir líkömum kvenna, í þetta sinn frá bikiníi til búrkínís.
Tengdar fréttir Frakkar afturkalla búrkíníbann Bannið hefur vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. 26. ágúst 2016 13:30 Sala á búrkíníi margfaldast Aukist um 200 prósent. 24. ágúst 2016 08:07 „Lítur sprengjan mín út fyrir að vera of feit í þessu?“ Blaðakona The Guardian setur fram fimm góðar ástæður til þess að klæðast búrkíni á sólarströndinni. 19. ágúst 2016 20:36 Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Sjá meira
Frakkar afturkalla búrkíníbann Bannið hefur vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins. 26. ágúst 2016 13:30
„Lítur sprengjan mín út fyrir að vera of feit í þessu?“ Blaðakona The Guardian setur fram fimm góðar ástæður til þess að klæðast búrkíni á sólarströndinni. 19. ágúst 2016 20:36