Segja loftárásir á Aleppo vera stríðsglæpi Samúel Karl Ólason skrifar 25. september 2016 16:46 Minnst 115 borgara eru sagðir hafa fallið í árásum stjórnarhersins og Rússa á borgina frá því á fimmtudaginn. Vísir/AFP Fastafulltrúi Frakklands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að árásir á Aleppo í Sýrlandi séu stríðsglæpur. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar nú um árásirnar en fjöldi almennra borgara hafa látið lífið um helgina og um tvær milljónir hafa ekki aðgang að hreinu vatni. „Það er verið að fremja stríðsglæpi í Aleppo,“ sagði Francois Delattre. „Það verður að refsa fyrir þá og refsileysi er ekki í boði í Sýrlandi.“ Fastafulltrúi Breta sló á svipaða strengi og sagði að íkveikjusprengjur sem væri verið að varpa á borgina greini ekki á milli borgara og vopnaðra manna. Þá væri notkun þeirra brot á alþjóðalögum. Bretar, Frakkar og Bandaríkin beita nú Rússa miklum þrýstingi svo þeir fái ríkisstjórn Sýrlands til að draga úr árásum á borgina.Sjá einnig: Blöskrar vegna ofbeldisins í Aleppo Aðgerðarsamtökin Syrian Observatory for Human Rights segja minnst 115 borgara hafa fallið í árásum stjórnarhersins og Rússa á borgina frá því á fimmtudaginn.Árásin á bílalestina mögulega stríðsglæpurBoris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur sagt að Rússar hafi mögulega framið stríðsglæp með loftárásum á bílalest sem bar hjálpargögn í grennd við Aleppo. Hann sagði blaðamanni BBC að rannsaka þyrfti hvort Rússar hafi vísvitandi gert árásir á almenna borgara. Minnst tuttugu manns létu lífið í árásunum og 18 vörubílar og vöruskemma gereyðilögðust. Rússar þvertaka fyrir að hafa gert loftárásir á bílalestina. Fyrst sögðust þeir hafa fundið vísbendingar um að kveikt hefði verið í henni, síðan ásökuðu þeir uppreisnarmenn um að hafa gert sprengjuvörpuárás á bílalestina og einnig hafa þeir sakað Bandaríkin um að hafa varpað sprengjunum. Mið-Austurlönd Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Fastafulltrúi Frakklands hjá Sameinuðu þjóðunum segir að árásir á Aleppo í Sýrlandi séu stríðsglæpur. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fundar nú um árásirnar en fjöldi almennra borgara hafa látið lífið um helgina og um tvær milljónir hafa ekki aðgang að hreinu vatni. „Það er verið að fremja stríðsglæpi í Aleppo,“ sagði Francois Delattre. „Það verður að refsa fyrir þá og refsileysi er ekki í boði í Sýrlandi.“ Fastafulltrúi Breta sló á svipaða strengi og sagði að íkveikjusprengjur sem væri verið að varpa á borgina greini ekki á milli borgara og vopnaðra manna. Þá væri notkun þeirra brot á alþjóðalögum. Bretar, Frakkar og Bandaríkin beita nú Rússa miklum þrýstingi svo þeir fái ríkisstjórn Sýrlands til að draga úr árásum á borgina.Sjá einnig: Blöskrar vegna ofbeldisins í Aleppo Aðgerðarsamtökin Syrian Observatory for Human Rights segja minnst 115 borgara hafa fallið í árásum stjórnarhersins og Rússa á borgina frá því á fimmtudaginn.Árásin á bílalestina mögulega stríðsglæpurBoris Johnson, utanríkisráðherra Bretlands, hefur sagt að Rússar hafi mögulega framið stríðsglæp með loftárásum á bílalest sem bar hjálpargögn í grennd við Aleppo. Hann sagði blaðamanni BBC að rannsaka þyrfti hvort Rússar hafi vísvitandi gert árásir á almenna borgara. Minnst tuttugu manns létu lífið í árásunum og 18 vörubílar og vöruskemma gereyðilögðust. Rússar þvertaka fyrir að hafa gert loftárásir á bílalestina. Fyrst sögðust þeir hafa fundið vísbendingar um að kveikt hefði verið í henni, síðan ásökuðu þeir uppreisnarmenn um að hafa gert sprengjuvörpuárás á bílalestina og einnig hafa þeir sakað Bandaríkin um að hafa varpað sprengjunum.
Mið-Austurlönd Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira