Erlent

Vildi drepa hvíta lögregluþjóna

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Getty
David Brown, lögreglustjóri Dallas, segir að árásarmaðurinn sem felldur var af lögreglu þar í morgun hafi viljað drepa hvíta lögregluþjóna. Hann sagðist vera reiður vegna þess að mála þar sem hvítir lögregluþjónar hafa skotið unga þeldökka menn til bana.

Fjölmiðlar ytra hafa eftir heimildum að árásarmaðurinn hafi heitið Micah Xavier Johson og að hann hafi verið 25 ára gamall.

Fimm lögregluþjónar voru skotnir til bana í Dallas í nótt og sjö voru særðir. Þar að auki særðust tveir almennir borgarar, en skotið var á fjölmenna mótmælagöngu gegn tveggja atvika þar sem þeldökkur menn voru skotnir til bana af lögreglu í dag og í gær.

Sjá einnig: Fimm lögregluþjónar myrtir af leyniskyttum

Maðurinn sem um ræðir hóf skothríð á götum Dallas og felldi hann minnst einn lögregluþjón. Hann var svo króaður af inn í bílastæðahúsi þar sem lögreglan reyndi að semja við hann um nokkurra klukkustunda skeið.

Á þeim tíma sagðist maðurinn ekki tengjast neinum hópi né samtökum. Hann sagði einnig hafa komið sprengjum fyrir á svæðinu en svo reyndist ekki vera. Þegar slitnaði upp úr viðræðum var maðurinn felldur með sprengjuróbóta.

Flestir þeirra lögregluþjóna sem særðust í árásinni hafa verið útskrifaðir af sjúkrahúsi.

Brown og Mike Rawlings, borgarstjóri Dallas, héldu blaðamannafund í hádeginu í dag, þar sem þeir vildu ekki gefa frekari upplýsingar um manninn sem var felldur. Þeir vildu einnig ekkert segja um þrjá aðila sem eru í haldi lögreglu.

Lögreglan telur að minnst tvær leyniskyttur hafi skotið á lögregluþjóna.

Hægt er að horfa á blaðamannafundinn hér á Periscope.



Myndband sem einn af mótmælendunum var að taka upp þegar skothríðin hófst.

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×