Erlent

Talið víst að árárasmaðurinn í Dallas hafi verið einn að verki

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregluþjónar standa vörð nærri svæðinu þar sem skotárásin átti sér stað.
Lögregluþjónar standa vörð nærri svæðinu þar sem skotárásin átti sér stað. Vísir/AFP

Lögregla í Dallas telur víst að Micah Johnson, maðurinn sem myrti fimm lögregluþjóna í Dallas í gær, hafi verið einn að verki. Í fyrstu var talið að leyniskyttur hafi einnig verið að verki.

David Brown, lögregluforingi í Dallas og Jeh Johnson, ráðherra heimavarnamála, héldu blaðamannafund þar sem þetta kom fram. Þeir sögðu þó að ekkert yrði útilokað í rannsókn málsins.

Fimm lögregluþjónar voru skotnir til bana í Dallas í gærnótt og sjö voru særðir. Þar að auki særðust tveir almennir borgarar, en skotið var á fjölmenna mótmælagöngu gegn tveggja atvika þar sem þeldökkur menn voru skotnir til bana af lögreglu í dag og í gær.

Sjá einnig:  Bandarískt þjóðfélag í uppnámi

Johnson var að lokum króaður af inn í bílastæðahúsi þar sem lögreglan reyndi að semja við hann um nokkurra klukkustunda skeið. Þegar slitnaði upp úr viðræðum var maðurinn felldur með sprengjuróbóta.

David Brown, lögreglustjóri Dallas, segir að árásarmaðurinn sem felldur var af lögreglu þar í morgun hafi viljað drepa hvíta lögregluþjóna. Hann sagðist vera reiður vegna þess að mála þar sem hvítir lögregluþjónar hafa skotið unga þeldökka menn til bana.

Bandarískt samfélag logar í kjölfar þessara atburða og hafa lögreglumenn orðið fyrir miklu áreiti víða um land. Þúsundir manna safnast reglulega saman í borgum landsins til að minna lögregluna á, að líf svartra skipta máli. Í hverjum mánuði falla halda samt tugir manna áfram að falla fyrir skotum úr byssum lögreglumanna.


Tengdar fréttir

Vildi drepa hvíta lögregluþjóna

Árásarmaður sem var felldur af lögreglu í Dallas sagðist vera reiður yfir því að lögregluþjónar skutu unga svarta menn til bana.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.