Erlent

„Engin réttlæting fyrir árásum sem þessum“

Samúel Karl Ólason skrifar
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í Varsjá.
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, í Varsjá. Vísir/AFP
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, er nú staddur í Varsjá í Póllandi á NATO fundi. Hann tjáði sig um morð fimm lögregluþjóna í Dallas í nótt.

Sjá einnig: Fimm lögregluþjónar myrtir af leyniskyttum

Með Obama á blaðamannafundinum voru þeir Donald Tusk og Jean-Claude Juncker frá Evrópusambandinu en fundurinn sneri að miklu leyti að samstarfi Bandaríkjanna og ESB. Hann sagðist hafa rætt við Mike Rawlings, borgarstjóra Dallas, og boðið honum alla þá aðstoð alríkisins sem Dallas þyrfti á að halda.

Obama sagði árásina hafa verið útpælda og grimmilega. Hann sagði amerísku þjóðina vera miður sín vegna atviksins og að hún stæði við bakið á íbúum Dallas.

„Það er engin réttlæting fyrir árásum sem þessum né nokkrum árásum gegn lögregluþjónum.“ Hann sagði að lang-flestir lögregluþjónar vinni sitt gríðarlega erfiða starf frábærlega og að þjóðin stæði við bakið á lögreglunni í Dallas.

Hann sagði að hinum seku yrði refasað fyrir morðin.

Forsetinn fjallaði lítillega um vopnalöggjöf í Bandaríkjunum og sagði að á meðan fólk hefði auðveldan aðgang að kraftmiklum vopnum væru árásir sem þessar líklegri til að valda meira tjóni en annars.

Enn er mörgum spurningum ósvarað en Obama sagðist ætla að tjá sig frekar um málið þegar hann hefði fleiri svör.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×