Ein óvæntustu úrslit í sögu Meistaradeildarinnar, eða að minnsta kosti forkeppni hennar, litu dagsins ljós í kvöld þegar Lincoln Red Imps frá Gíbraltar gerðu sér lítið fyrir og unnu skoska stórliðið Celtic, 1-0.
Þetta var fyrri leikur liðanna í annarri umferð forkeppni Meistaradeidlarinnar. Gíbraltar er fámennasta knattspyrnuþjóðin innan UEFA en aðeins búa um 30.000 manns í landinu.
Lee Casciaro, 34 ára gamall framherji Red Imps, skoraði eina mark leiksins á 48. mínútu en ótrúlegt en satt tókst skosku meisturunum ekki að koma boltanum í netið. Þeir þurfa nú 2-0 sigur á heimavelli til að komast áfram.
Brendan Rodgers, fyrrverandi knattspyrnustjóri Liverpool, stýrði Celtic í kvöld í sínum fyrsta mótsleik en hann var ráðinn stjóri skoska risans fyrr í sumar.
Ekki er þetta bara skelfileg byrjun fyrir Rodgers heldur líka frekar vandræðaleg því á blaðamannafundinum þegar hann var ráðinn lofaði hann að leggja mikla áherslu á Meistaradeildina.
Rodgers og lærisveinar hans hafa nú verk að vinna ef þeir vilja ekki þurfa að þola vandræðalegasta skell í sögu Meistaradeildarinnar.
Rodgers lofaði að gera vel í Evrópu en byrjaði á tapi gegn liði frá Gíbraltar
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið



Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær
Íslenski boltinn





Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð
Íslenski boltinn


„Fallegasta samband sem hægt er að mynda“
Körfubolti