Óttast að tugir séu látnir í Nice eftir að trukkur keyrði inn í mannþröng Birgir Örn Steinarsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 14. júlí 2016 21:50 Trukkurinn sem keyrði inn í mannþröngina í Nice í kvöld. Vísir/AFP Að minnsta kosti 84 eru látnir, þar á meðal mörg börn, eftir að trukkur keyrði inn í hóp manna sem samankominn var á Promenade de Anglais í miðborg Nice á suðurströnd Frakklands að kvöldi fimmtudagsins 14. júlí til að fylgjast með flugeldasýningu vegna þjóðhátíðardags Frakka, Bastilludagsins. Átján manns eru alvarlega slasaðir á gjörgæslu. Talið er að um hryðjuverkaárás sé að ræða en bílstjóri trukksins var skotinn til bana af lögreglu. Borgarstjórinn í Nice hefur beðið fólk um að halda sig heima. Neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar, sem aflétta átti síðar í júlí, hefur verið framlengt um þrjá mánuði. 09:02: Að minnsta kosti 84 látnir og átján eru enn alvarlega slasaðir á gjörgæslu. Manuel Valls forsætisráðherra Frakklands hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna árásarinnar. 02:25: Bernard Cazeneuve innanríkisráðherra Frakklands staðfesti á blaðamannafundi fyrir skemmstu að tala látinna væri komin upp í 80 og að 18 væru alvarlega slasaðir á gjörgæslu. 01:55: Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði þjóð sína í beinni útsendingu nú rétt í þessu. Hann sagði að staðfest væri að 77 hefðu látist í árásinni í Nice, þar á meðal mörg börn. „Enn á ný höfum við séð ofsakennt ofbeldi og það er augljóst að við þurfum að gera allt sem við getum til að berjast gegn þessum hryðjuverkum,“ sagði Hollande. Hann sagði að neyðarástandi vegna hryðjuverkaógnar sem átti að aflétta þann 26. júlí næstkomandi yrði framlengt um þrjá mánuði. Þá verður fjöldi hermanna kallaður út til að gæta öryggis almennra borgara í landinu og yfirvöld munu herða landamæraeftirlit. Hollande fer síðar í nótt eða á morgun ásamt forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls, til Nice. „Harmleikur skekur Frakkland enn á ný. Það er hryllilegt að nota vörubíl til þess að drepa fólk sem aðeins kom saman til að fagna á þjóðhátíðardaginn sinn. Frakkland grætur en við erum samt sterk og sterkari en þessir öfgamenn sem vilja særa okkur,“ sagði Frakklandsforseti. "We must show absolute vigilance and determination without weakness" - President @fhollande https://t.co/UVBb4u9oF3 pic.twitter.com/RXau4XEWxw— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 15, 2016 01:35: Skilríki 31 árs gamals manns með tvöfaldan ríkisborgararétt (Frakkland og Túnis) fundust inni í vörubílnum sem keyrt var inn í mannfjöldann í Nice samkvæmt Sky News. Maðurinn bjó í Nice en ekki hefur verið staðfest hver það var sem keyrði trukkinn. 01:28: Jazzhátíð sem halda átti í Nice á laugardag hefur verið aflýst vegna árásarinnar sem og tónleikum með bandarísku söngkonunni Rihönnu sem fara áttu fram í borginni á föstudagskvöld. Hér fyrir neðan má sjá forsíðu franska blaðsins Le Figaro með fyrirsögninni Hryllingur, enn á ný en árásin í Nice á fimmtudagskvöld er þriðja árásin á almenna borgara í Frakklandi á seinustu 18 mánuðum. Ellefu létust í hryðjuverkaárás á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í janúar í fyrra og þá létust 130 í hryðjuverkaárásum í París í nóvember síðastliðnum. EN DIRECT - "L'horreur, à nouveau" à la une du Figaro >> https://t.co/2F6oHpGeRM pic.twitter.com/5CbE3VlzDj— Le Figaro (@Le_Figaro) July 15, 2016 00:34: Tala látinna er nú komin upp í 77 samkvæmt Sky News.Sjá einnig: Myndir frá Nice 00:27: Christian Estrosi, forseti Nice-svæðisins, segir að árásin sé versti harmleikur sem orðið hefur á svæðinu. Þjóðarleiðtogar hafa fordæmt árásina, þar á meðal Barack Obama Bandaríkjaforseti. Þá hefur Donald Trump frestað því að tilkynna um varaforsetaefni sitt fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. 00:12: Samkvæmt upplýsingum frá saksóknurum í Frakklandi hefur verið hafin hryðjuverkarannsókn á árásinni í Nice. Það þykir renna stoðum undir þann grun að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða en enn hafa engin hryðjuverkasamtök lýst yfir ábyrgð á árásinni. Tala látinna er nú komin upp í 75 að því er fram kemur á Sky News. 00:05: Vegna árásarinnar í Nice í kvöld hvetur utanríkisráðuneytið Íslendinga á svæðinu til að láta aðstandendur vita af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Ef þörf er á aðstoð eða ekki næst í Íslendinga bendir utanríkisráðuneytið á neyðarnúmer borgarþjónustu ráðuneytisins 545-9900 sem er opið allan sólarhringinn.Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá Sky News:23:47: Talið er að bílstjórinn hafi verið á 60 til 70 kílómetra hraða þegar hann keyrði trukkinn inn í mannfjöldann. Eftir að hafa keyrt inn í mannþröngina steig hann út úr bílnum og byrjaði að skjóta á fólk.23.30: Christian Estrosi segir að trukkurinn hafi verið hlaðinn vopnum og sprengjuvörpum. 23.12Óttast er að fleiri árásir muni eiga sér stað í dag. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í öllu landinu.22:34Vitnum fer ekki saman samkvæmt Sky News um hvort ökumaðurinn hafi ráðist út úr bílnum skjótandi byssu eftir að trukkurinn stöðvaðist. 23:02Sky News var rétt í þessu að tilkynna að tala látinna sé komin upp í 73 manns.22:27Sky News talar um að um 60 manns séu látnir. Vitni segja að fleiri en einn trukkur hafi keyrt inn í mannþröngina. BREAKING: Dozens reported dead after vehicle drives into crowd in #Nice, France. https://t.co/i44pYkh4wg— Vocal Europe (@thevocaleurope) July 14, 2016 Another video from tonight.. #Nice #France #Shooting #Truck pic.twitter.com/sPxGrQoQKR— Hali (@haileyhellblond) July 14, 2016 22:18Vitni segja að ökumaðurinn hafi viljandi keyrt inn í mannþröngina og aukið hraðann eftir að hann skall á fyrstu fórnarlömbunum. 22:10Talið er að um hundrað manns hafi særst. Ekki er vitað hvort fleiri komu að árásinni en ökumaður trukksins.22:05Talað er um að þrjátíu manns séu látnir. Búið er að stöðva manninn á trukknum en lögregla á að hafa skotið hann til bana.22:00.Fólk í Nice er byrjað að deila myndum og myndböndum á samfélagsmiðlum. Mikil skelfing greip um sig í kjölfar atviksins þar sem fólk hljóp frá vettvangi. Donald Trump Tengdar fréttir Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Nice til að láta vita af sér Neyðarnúmer borgaraþjónustunnar er opið allan sólarhringinn. 14. júlí 2016 00:01 Íslendingar í Nice: „Allt í einu fór fólk að hlaupa og öskra“ Rósalín Alma og kærasti hennar Rafn Svan voru á ströndinni í Nice að horfa á flugeldasýninguna þegar þau urðu vör við ofsahræðslu á götunum. 14. júlí 2016 23:29 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Að minnsta kosti 84 eru látnir, þar á meðal mörg börn, eftir að trukkur keyrði inn í hóp manna sem samankominn var á Promenade de Anglais í miðborg Nice á suðurströnd Frakklands að kvöldi fimmtudagsins 14. júlí til að fylgjast með flugeldasýningu vegna þjóðhátíðardags Frakka, Bastilludagsins. Átján manns eru alvarlega slasaðir á gjörgæslu. Talið er að um hryðjuverkaárás sé að ræða en bílstjóri trukksins var skotinn til bana af lögreglu. Borgarstjórinn í Nice hefur beðið fólk um að halda sig heima. Neyðarástand vegna hryðjuverkaógnar, sem aflétta átti síðar í júlí, hefur verið framlengt um þrjá mánuði. 09:02: Að minnsta kosti 84 látnir og átján eru enn alvarlega slasaðir á gjörgæslu. Manuel Valls forsætisráðherra Frakklands hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg vegna árásarinnar. 02:25: Bernard Cazeneuve innanríkisráðherra Frakklands staðfesti á blaðamannafundi fyrir skemmstu að tala látinna væri komin upp í 80 og að 18 væru alvarlega slasaðir á gjörgæslu. 01:55: Francois Hollande Frakklandsforseti ávarpaði þjóð sína í beinni útsendingu nú rétt í þessu. Hann sagði að staðfest væri að 77 hefðu látist í árásinni í Nice, þar á meðal mörg börn. „Enn á ný höfum við séð ofsakennt ofbeldi og það er augljóst að við þurfum að gera allt sem við getum til að berjast gegn þessum hryðjuverkum,“ sagði Hollande. Hann sagði að neyðarástandi vegna hryðjuverkaógnar sem átti að aflétta þann 26. júlí næstkomandi yrði framlengt um þrjá mánuði. Þá verður fjöldi hermanna kallaður út til að gæta öryggis almennra borgara í landinu og yfirvöld munu herða landamæraeftirlit. Hollande fer síðar í nótt eða á morgun ásamt forsætisráðherra Frakklands, Manuel Valls, til Nice. „Harmleikur skekur Frakkland enn á ný. Það er hryllilegt að nota vörubíl til þess að drepa fólk sem aðeins kom saman til að fagna á þjóðhátíðardaginn sinn. Frakkland grætur en við erum samt sterk og sterkari en þessir öfgamenn sem vilja særa okkur,“ sagði Frakklandsforseti. "We must show absolute vigilance and determination without weakness" - President @fhollande https://t.co/UVBb4u9oF3 pic.twitter.com/RXau4XEWxw— BBC Breaking News (@BBCBreaking) July 15, 2016 01:35: Skilríki 31 árs gamals manns með tvöfaldan ríkisborgararétt (Frakkland og Túnis) fundust inni í vörubílnum sem keyrt var inn í mannfjöldann í Nice samkvæmt Sky News. Maðurinn bjó í Nice en ekki hefur verið staðfest hver það var sem keyrði trukkinn. 01:28: Jazzhátíð sem halda átti í Nice á laugardag hefur verið aflýst vegna árásarinnar sem og tónleikum með bandarísku söngkonunni Rihönnu sem fara áttu fram í borginni á föstudagskvöld. Hér fyrir neðan má sjá forsíðu franska blaðsins Le Figaro með fyrirsögninni Hryllingur, enn á ný en árásin í Nice á fimmtudagskvöld er þriðja árásin á almenna borgara í Frakklandi á seinustu 18 mánuðum. Ellefu létust í hryðjuverkaárás á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í janúar í fyrra og þá létust 130 í hryðjuverkaárásum í París í nóvember síðastliðnum. EN DIRECT - "L'horreur, à nouveau" à la une du Figaro >> https://t.co/2F6oHpGeRM pic.twitter.com/5CbE3VlzDj— Le Figaro (@Le_Figaro) July 15, 2016 00:34: Tala látinna er nú komin upp í 77 samkvæmt Sky News.Sjá einnig: Myndir frá Nice 00:27: Christian Estrosi, forseti Nice-svæðisins, segir að árásin sé versti harmleikur sem orðið hefur á svæðinu. Þjóðarleiðtogar hafa fordæmt árásina, þar á meðal Barack Obama Bandaríkjaforseti. Þá hefur Donald Trump frestað því að tilkynna um varaforsetaefni sitt fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember. 00:12: Samkvæmt upplýsingum frá saksóknurum í Frakklandi hefur verið hafin hryðjuverkarannsókn á árásinni í Nice. Það þykir renna stoðum undir þann grun að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða en enn hafa engin hryðjuverkasamtök lýst yfir ábyrgð á árásinni. Tala látinna er nú komin upp í 75 að því er fram kemur á Sky News. 00:05: Vegna árásarinnar í Nice í kvöld hvetur utanríkisráðuneytið Íslendinga á svæðinu til að láta aðstandendur vita af sér. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ráðuneytinu. Ef þörf er á aðstoð eða ekki næst í Íslendinga bendir utanríkisráðuneytið á neyðarnúmer borgarþjónustu ráðuneytisins 545-9900 sem er opið allan sólarhringinn.Hér fyrir neðan má sjá beina útsendingu frá Sky News:23:47: Talið er að bílstjórinn hafi verið á 60 til 70 kílómetra hraða þegar hann keyrði trukkinn inn í mannfjöldann. Eftir að hafa keyrt inn í mannþröngina steig hann út úr bílnum og byrjaði að skjóta á fólk.23.30: Christian Estrosi segir að trukkurinn hafi verið hlaðinn vopnum og sprengjuvörpum. 23.12Óttast er að fleiri árásir muni eiga sér stað í dag. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í öllu landinu.22:34Vitnum fer ekki saman samkvæmt Sky News um hvort ökumaðurinn hafi ráðist út úr bílnum skjótandi byssu eftir að trukkurinn stöðvaðist. 23:02Sky News var rétt í þessu að tilkynna að tala látinna sé komin upp í 73 manns.22:27Sky News talar um að um 60 manns séu látnir. Vitni segja að fleiri en einn trukkur hafi keyrt inn í mannþröngina. BREAKING: Dozens reported dead after vehicle drives into crowd in #Nice, France. https://t.co/i44pYkh4wg— Vocal Europe (@thevocaleurope) July 14, 2016 Another video from tonight.. #Nice #France #Shooting #Truck pic.twitter.com/sPxGrQoQKR— Hali (@haileyhellblond) July 14, 2016 22:18Vitni segja að ökumaðurinn hafi viljandi keyrt inn í mannþröngina og aukið hraðann eftir að hann skall á fyrstu fórnarlömbunum. 22:10Talið er að um hundrað manns hafi særst. Ekki er vitað hvort fleiri komu að árásinni en ökumaður trukksins.22:05Talað er um að þrjátíu manns séu látnir. Búið er að stöðva manninn á trukknum en lögregla á að hafa skotið hann til bana.22:00.Fólk í Nice er byrjað að deila myndum og myndböndum á samfélagsmiðlum. Mikil skelfing greip um sig í kjölfar atviksins þar sem fólk hljóp frá vettvangi.
Donald Trump Tengdar fréttir Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58 Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Nice til að láta vita af sér Neyðarnúmer borgaraþjónustunnar er opið allan sólarhringinn. 14. júlí 2016 00:01 Íslendingar í Nice: „Allt í einu fór fólk að hlaupa og öskra“ Rósalín Alma og kærasti hennar Rafn Svan voru á ströndinni í Nice að horfa á flugeldasýninguna þegar þau urðu vör við ofsahræðslu á götunum. 14. júlí 2016 23:29 Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Fleiri fréttir Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Sjá meira
Sjónarvottur í Nice: „Það voru lík úti um allt“ Maryam Violet, íranskur blaðamaður sem er í fríi í Nice, lýsir því í samtali við Guardian þegar hún sá vörubílinn keyra inn í mannþröngina á Promenad de Anglais í kvöld. 15. júlí 2016 00:58
Utanríkisráðuneytið hvetur Íslendinga í Nice til að láta vita af sér Neyðarnúmer borgaraþjónustunnar er opið allan sólarhringinn. 14. júlí 2016 00:01
Íslendingar í Nice: „Allt í einu fór fólk að hlaupa og öskra“ Rósalín Alma og kærasti hennar Rafn Svan voru á ströndinni í Nice að horfa á flugeldasýninguna þegar þau urðu vör við ofsahræðslu á götunum. 14. júlí 2016 23:29