Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. júlí 2016 07:00 Þungvopnaðir sérsveitarmenn við fund yfirmanns lögreglu og yfirmanns hersins í Istanbúl í gær. vísir/epa Fetúla Gülen, múslimaklerkurinn sem Recep Tayyip Erdogan segir standa á bak við valdaránstilraunina í Tyrklandi, hefur búið í Bandaríkjunum síðan 1999, í sjálfskipaðri útlegð frá Tyrklandi. Þaðan stjórnar hann fjölmennri trúarhreyfingu, sem nýtur mikils stuðnings í Tyrklandi. Liðsmenn hennar í Tyrklandi skipta milljónum, þrátt fyrir að tyrknesk stjórnvöld kalli Gülen hryðjuverkaleiðtoga og fylgismenn hans hafi margir hverjir sætt harðræði. Trúarhreyfing Gülens þykir frjálslynd í trúarefnum, hafnar því að tengja saman trú og stjórnmál og snýst að verulegu leyti um rekstur skóla, fjölmiðla, sjúkrahúsa og ýmissa félagsþjónustustofnana. Þeir Gülen og Erdogan voru í eina tíð samstarfsmenn og bandamenn í stjórnmálum. Upp úr vináttunni slitnaði reyndar ekki að ráði fyrr en árið 2013, þegar einræðistilburðir Erdogans urðu nokkuð augljósir.Það ár lét Erdogan til skarar skríða gegn yfirstjórn hersins, yfirstjórn lögreglu og dómsmála, fjölmiðlum og fleiri lykilstofnunum landsins. Hátt í þrjú hundruð manns voru handteknir og flestir dæmdir í fangelsi fyrir ýmsar sakir, svo sem að skipuleggja uppreisn eða hryðjuverk. Spjótunum var þá meðal annars beint gegn hreyfingu Gülens, ekki síst fjölmiðlafyrirtækjum hreyfingarinnar, þar sem margvísleg gagnrýni á stjórnvöld hafði birst reglulega. Herferð stjórnvalda gegn fjölmiðlum Gülen-veldisins hefur haldið áfram og harðnað með hverju árinu og stjórn Erdogans hefur jafnframt hert tök sín á helstu valdstofnunum landsins. Herferð Erdogans gegn andstæðingum sínum hefur eflst um allan helming eftir byltingartilraunina. Þúsundir hermanna, embættismanna og annarra hafa verið handteknir og mikil reiði virðist ríkjandi meðal stuðningsmanna forsetans. Sjálfur sagðist Gülen, á fundi með blaðamönnum í Pennsylvaníu um helgina, ekki trúa því að heimurinn trúi ásökunum Erdogans á hendur sér. Hugsanlega hafi valdaránið verið sviðsett. Tilgangurinn hafi verið að grafa undan honum með ásökunum. Hann fordæmir hins vegar valdaránstilraun hersins um helgina, enda hafi hann orðið fyrir óþægindum af hálfu tyrkneska hersins. „Eftir stjórnarbyltingar hersins í Tyrklandi hef ég sætt þrýstingi og verið settur í fangelsi. Ég hef verið dreginn fyrir dómara og sætt ýmis konar áreitni,” sagði Gülen. „Nú þegar Tyrkland er að þróast í lýðræðisátt getur það ekki snúið til baka.” Gülen sem er 74 ára virtist ekki sérlega heilsuhraustur er blaðamenn heimsóttu hann um helgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39 Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13 Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Fetúla Gülen, múslimaklerkurinn sem Recep Tayyip Erdogan segir standa á bak við valdaránstilraunina í Tyrklandi, hefur búið í Bandaríkjunum síðan 1999, í sjálfskipaðri útlegð frá Tyrklandi. Þaðan stjórnar hann fjölmennri trúarhreyfingu, sem nýtur mikils stuðnings í Tyrklandi. Liðsmenn hennar í Tyrklandi skipta milljónum, þrátt fyrir að tyrknesk stjórnvöld kalli Gülen hryðjuverkaleiðtoga og fylgismenn hans hafi margir hverjir sætt harðræði. Trúarhreyfing Gülens þykir frjálslynd í trúarefnum, hafnar því að tengja saman trú og stjórnmál og snýst að verulegu leyti um rekstur skóla, fjölmiðla, sjúkrahúsa og ýmissa félagsþjónustustofnana. Þeir Gülen og Erdogan voru í eina tíð samstarfsmenn og bandamenn í stjórnmálum. Upp úr vináttunni slitnaði reyndar ekki að ráði fyrr en árið 2013, þegar einræðistilburðir Erdogans urðu nokkuð augljósir.Það ár lét Erdogan til skarar skríða gegn yfirstjórn hersins, yfirstjórn lögreglu og dómsmála, fjölmiðlum og fleiri lykilstofnunum landsins. Hátt í þrjú hundruð manns voru handteknir og flestir dæmdir í fangelsi fyrir ýmsar sakir, svo sem að skipuleggja uppreisn eða hryðjuverk. Spjótunum var þá meðal annars beint gegn hreyfingu Gülens, ekki síst fjölmiðlafyrirtækjum hreyfingarinnar, þar sem margvísleg gagnrýni á stjórnvöld hafði birst reglulega. Herferð stjórnvalda gegn fjölmiðlum Gülen-veldisins hefur haldið áfram og harðnað með hverju árinu og stjórn Erdogans hefur jafnframt hert tök sín á helstu valdstofnunum landsins. Herferð Erdogans gegn andstæðingum sínum hefur eflst um allan helming eftir byltingartilraunina. Þúsundir hermanna, embættismanna og annarra hafa verið handteknir og mikil reiði virðist ríkjandi meðal stuðningsmanna forsetans. Sjálfur sagðist Gülen, á fundi með blaðamönnum í Pennsylvaníu um helgina, ekki trúa því að heimurinn trúi ásökunum Erdogans á hendur sér. Hugsanlega hafi valdaránið verið sviðsett. Tilgangurinn hafi verið að grafa undan honum með ásökunum. Hann fordæmir hins vegar valdaránstilraun hersins um helgina, enda hafi hann orðið fyrir óþægindum af hálfu tyrkneska hersins. „Eftir stjórnarbyltingar hersins í Tyrklandi hef ég sætt þrýstingi og verið settur í fangelsi. Ég hef verið dreginn fyrir dómara og sætt ýmis konar áreitni,” sagði Gülen. „Nú þegar Tyrkland er að þróast í lýðræðisátt getur það ekki snúið til baka.” Gülen sem er 74 ára virtist ekki sérlega heilsuhraustur er blaðamenn heimsóttu hann um helgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39 Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13 Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39
Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13
Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33