Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. júlí 2016 07:00 Þungvopnaðir sérsveitarmenn við fund yfirmanns lögreglu og yfirmanns hersins í Istanbúl í gær. vísir/epa Fetúla Gülen, múslimaklerkurinn sem Recep Tayyip Erdogan segir standa á bak við valdaránstilraunina í Tyrklandi, hefur búið í Bandaríkjunum síðan 1999, í sjálfskipaðri útlegð frá Tyrklandi. Þaðan stjórnar hann fjölmennri trúarhreyfingu, sem nýtur mikils stuðnings í Tyrklandi. Liðsmenn hennar í Tyrklandi skipta milljónum, þrátt fyrir að tyrknesk stjórnvöld kalli Gülen hryðjuverkaleiðtoga og fylgismenn hans hafi margir hverjir sætt harðræði. Trúarhreyfing Gülens þykir frjálslynd í trúarefnum, hafnar því að tengja saman trú og stjórnmál og snýst að verulegu leyti um rekstur skóla, fjölmiðla, sjúkrahúsa og ýmissa félagsþjónustustofnana. Þeir Gülen og Erdogan voru í eina tíð samstarfsmenn og bandamenn í stjórnmálum. Upp úr vináttunni slitnaði reyndar ekki að ráði fyrr en árið 2013, þegar einræðistilburðir Erdogans urðu nokkuð augljósir.Það ár lét Erdogan til skarar skríða gegn yfirstjórn hersins, yfirstjórn lögreglu og dómsmála, fjölmiðlum og fleiri lykilstofnunum landsins. Hátt í þrjú hundruð manns voru handteknir og flestir dæmdir í fangelsi fyrir ýmsar sakir, svo sem að skipuleggja uppreisn eða hryðjuverk. Spjótunum var þá meðal annars beint gegn hreyfingu Gülens, ekki síst fjölmiðlafyrirtækjum hreyfingarinnar, þar sem margvísleg gagnrýni á stjórnvöld hafði birst reglulega. Herferð stjórnvalda gegn fjölmiðlum Gülen-veldisins hefur haldið áfram og harðnað með hverju árinu og stjórn Erdogans hefur jafnframt hert tök sín á helstu valdstofnunum landsins. Herferð Erdogans gegn andstæðingum sínum hefur eflst um allan helming eftir byltingartilraunina. Þúsundir hermanna, embættismanna og annarra hafa verið handteknir og mikil reiði virðist ríkjandi meðal stuðningsmanna forsetans. Sjálfur sagðist Gülen, á fundi með blaðamönnum í Pennsylvaníu um helgina, ekki trúa því að heimurinn trúi ásökunum Erdogans á hendur sér. Hugsanlega hafi valdaránið verið sviðsett. Tilgangurinn hafi verið að grafa undan honum með ásökunum. Hann fordæmir hins vegar valdaránstilraun hersins um helgina, enda hafi hann orðið fyrir óþægindum af hálfu tyrkneska hersins. „Eftir stjórnarbyltingar hersins í Tyrklandi hef ég sætt þrýstingi og verið settur í fangelsi. Ég hef verið dreginn fyrir dómara og sætt ýmis konar áreitni,” sagði Gülen. „Nú þegar Tyrkland er að þróast í lýðræðisátt getur það ekki snúið til baka.” Gülen sem er 74 ára virtist ekki sérlega heilsuhraustur er blaðamenn heimsóttu hann um helgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39 Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13 Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Fetúla Gülen, múslimaklerkurinn sem Recep Tayyip Erdogan segir standa á bak við valdaránstilraunina í Tyrklandi, hefur búið í Bandaríkjunum síðan 1999, í sjálfskipaðri útlegð frá Tyrklandi. Þaðan stjórnar hann fjölmennri trúarhreyfingu, sem nýtur mikils stuðnings í Tyrklandi. Liðsmenn hennar í Tyrklandi skipta milljónum, þrátt fyrir að tyrknesk stjórnvöld kalli Gülen hryðjuverkaleiðtoga og fylgismenn hans hafi margir hverjir sætt harðræði. Trúarhreyfing Gülens þykir frjálslynd í trúarefnum, hafnar því að tengja saman trú og stjórnmál og snýst að verulegu leyti um rekstur skóla, fjölmiðla, sjúkrahúsa og ýmissa félagsþjónustustofnana. Þeir Gülen og Erdogan voru í eina tíð samstarfsmenn og bandamenn í stjórnmálum. Upp úr vináttunni slitnaði reyndar ekki að ráði fyrr en árið 2013, þegar einræðistilburðir Erdogans urðu nokkuð augljósir.Það ár lét Erdogan til skarar skríða gegn yfirstjórn hersins, yfirstjórn lögreglu og dómsmála, fjölmiðlum og fleiri lykilstofnunum landsins. Hátt í þrjú hundruð manns voru handteknir og flestir dæmdir í fangelsi fyrir ýmsar sakir, svo sem að skipuleggja uppreisn eða hryðjuverk. Spjótunum var þá meðal annars beint gegn hreyfingu Gülens, ekki síst fjölmiðlafyrirtækjum hreyfingarinnar, þar sem margvísleg gagnrýni á stjórnvöld hafði birst reglulega. Herferð stjórnvalda gegn fjölmiðlum Gülen-veldisins hefur haldið áfram og harðnað með hverju árinu og stjórn Erdogans hefur jafnframt hert tök sín á helstu valdstofnunum landsins. Herferð Erdogans gegn andstæðingum sínum hefur eflst um allan helming eftir byltingartilraunina. Þúsundir hermanna, embættismanna og annarra hafa verið handteknir og mikil reiði virðist ríkjandi meðal stuðningsmanna forsetans. Sjálfur sagðist Gülen, á fundi með blaðamönnum í Pennsylvaníu um helgina, ekki trúa því að heimurinn trúi ásökunum Erdogans á hendur sér. Hugsanlega hafi valdaránið verið sviðsett. Tilgangurinn hafi verið að grafa undan honum með ásökunum. Hann fordæmir hins vegar valdaránstilraun hersins um helgina, enda hafi hann orðið fyrir óþægindum af hálfu tyrkneska hersins. „Eftir stjórnarbyltingar hersins í Tyrklandi hef ég sætt þrýstingi og verið settur í fangelsi. Ég hef verið dreginn fyrir dómara og sætt ýmis konar áreitni,” sagði Gülen. „Nú þegar Tyrkland er að þróast í lýðræðisátt getur það ekki snúið til baka.” Gülen sem er 74 ára virtist ekki sérlega heilsuhraustur er blaðamenn heimsóttu hann um helgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39 Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13 Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33 Mest lesið Sextán ára martröð strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Farþeginn enn í haldi lögreglu Innlent Langþráð verk í vegagerð bíða fram á næsta áratug Innlent Tæplega tvö hundruð þúsund vottorð gefin út af læknum á ári Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Fólk farið að reykja kókaínið Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ummæli Þórunnar dapurleg Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39
Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13
Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33