Gülen stjórnar hreyfingu sinni úr útlegð Guðsteinn Bjarnason skrifar 19. júlí 2016 07:00 Þungvopnaðir sérsveitarmenn við fund yfirmanns lögreglu og yfirmanns hersins í Istanbúl í gær. vísir/epa Fetúla Gülen, múslimaklerkurinn sem Recep Tayyip Erdogan segir standa á bak við valdaránstilraunina í Tyrklandi, hefur búið í Bandaríkjunum síðan 1999, í sjálfskipaðri útlegð frá Tyrklandi. Þaðan stjórnar hann fjölmennri trúarhreyfingu, sem nýtur mikils stuðnings í Tyrklandi. Liðsmenn hennar í Tyrklandi skipta milljónum, þrátt fyrir að tyrknesk stjórnvöld kalli Gülen hryðjuverkaleiðtoga og fylgismenn hans hafi margir hverjir sætt harðræði. Trúarhreyfing Gülens þykir frjálslynd í trúarefnum, hafnar því að tengja saman trú og stjórnmál og snýst að verulegu leyti um rekstur skóla, fjölmiðla, sjúkrahúsa og ýmissa félagsþjónustustofnana. Þeir Gülen og Erdogan voru í eina tíð samstarfsmenn og bandamenn í stjórnmálum. Upp úr vináttunni slitnaði reyndar ekki að ráði fyrr en árið 2013, þegar einræðistilburðir Erdogans urðu nokkuð augljósir.Það ár lét Erdogan til skarar skríða gegn yfirstjórn hersins, yfirstjórn lögreglu og dómsmála, fjölmiðlum og fleiri lykilstofnunum landsins. Hátt í þrjú hundruð manns voru handteknir og flestir dæmdir í fangelsi fyrir ýmsar sakir, svo sem að skipuleggja uppreisn eða hryðjuverk. Spjótunum var þá meðal annars beint gegn hreyfingu Gülens, ekki síst fjölmiðlafyrirtækjum hreyfingarinnar, þar sem margvísleg gagnrýni á stjórnvöld hafði birst reglulega. Herferð stjórnvalda gegn fjölmiðlum Gülen-veldisins hefur haldið áfram og harðnað með hverju árinu og stjórn Erdogans hefur jafnframt hert tök sín á helstu valdstofnunum landsins. Herferð Erdogans gegn andstæðingum sínum hefur eflst um allan helming eftir byltingartilraunina. Þúsundir hermanna, embættismanna og annarra hafa verið handteknir og mikil reiði virðist ríkjandi meðal stuðningsmanna forsetans. Sjálfur sagðist Gülen, á fundi með blaðamönnum í Pennsylvaníu um helgina, ekki trúa því að heimurinn trúi ásökunum Erdogans á hendur sér. Hugsanlega hafi valdaránið verið sviðsett. Tilgangurinn hafi verið að grafa undan honum með ásökunum. Hann fordæmir hins vegar valdaránstilraun hersins um helgina, enda hafi hann orðið fyrir óþægindum af hálfu tyrkneska hersins. „Eftir stjórnarbyltingar hersins í Tyrklandi hef ég sætt þrýstingi og verið settur í fangelsi. Ég hef verið dreginn fyrir dómara og sætt ýmis konar áreitni,” sagði Gülen. „Nú þegar Tyrkland er að þróast í lýðræðisátt getur það ekki snúið til baka.” Gülen sem er 74 ára virtist ekki sérlega heilsuhraustur er blaðamenn heimsóttu hann um helgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39 Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13 Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Fetúla Gülen, múslimaklerkurinn sem Recep Tayyip Erdogan segir standa á bak við valdaránstilraunina í Tyrklandi, hefur búið í Bandaríkjunum síðan 1999, í sjálfskipaðri útlegð frá Tyrklandi. Þaðan stjórnar hann fjölmennri trúarhreyfingu, sem nýtur mikils stuðnings í Tyrklandi. Liðsmenn hennar í Tyrklandi skipta milljónum, þrátt fyrir að tyrknesk stjórnvöld kalli Gülen hryðjuverkaleiðtoga og fylgismenn hans hafi margir hverjir sætt harðræði. Trúarhreyfing Gülens þykir frjálslynd í trúarefnum, hafnar því að tengja saman trú og stjórnmál og snýst að verulegu leyti um rekstur skóla, fjölmiðla, sjúkrahúsa og ýmissa félagsþjónustustofnana. Þeir Gülen og Erdogan voru í eina tíð samstarfsmenn og bandamenn í stjórnmálum. Upp úr vináttunni slitnaði reyndar ekki að ráði fyrr en árið 2013, þegar einræðistilburðir Erdogans urðu nokkuð augljósir.Það ár lét Erdogan til skarar skríða gegn yfirstjórn hersins, yfirstjórn lögreglu og dómsmála, fjölmiðlum og fleiri lykilstofnunum landsins. Hátt í þrjú hundruð manns voru handteknir og flestir dæmdir í fangelsi fyrir ýmsar sakir, svo sem að skipuleggja uppreisn eða hryðjuverk. Spjótunum var þá meðal annars beint gegn hreyfingu Gülens, ekki síst fjölmiðlafyrirtækjum hreyfingarinnar, þar sem margvísleg gagnrýni á stjórnvöld hafði birst reglulega. Herferð stjórnvalda gegn fjölmiðlum Gülen-veldisins hefur haldið áfram og harðnað með hverju árinu og stjórn Erdogans hefur jafnframt hert tök sín á helstu valdstofnunum landsins. Herferð Erdogans gegn andstæðingum sínum hefur eflst um allan helming eftir byltingartilraunina. Þúsundir hermanna, embættismanna og annarra hafa verið handteknir og mikil reiði virðist ríkjandi meðal stuðningsmanna forsetans. Sjálfur sagðist Gülen, á fundi með blaðamönnum í Pennsylvaníu um helgina, ekki trúa því að heimurinn trúi ásökunum Erdogans á hendur sér. Hugsanlega hafi valdaránið verið sviðsett. Tilgangurinn hafi verið að grafa undan honum með ásökunum. Hann fordæmir hins vegar valdaránstilraun hersins um helgina, enda hafi hann orðið fyrir óþægindum af hálfu tyrkneska hersins. „Eftir stjórnarbyltingar hersins í Tyrklandi hef ég sætt þrýstingi og verið settur í fangelsi. Ég hef verið dreginn fyrir dómara og sætt ýmis konar áreitni,” sagði Gülen. „Nú þegar Tyrkland er að þróast í lýðræðisátt getur það ekki snúið til baka.” Gülen sem er 74 ára virtist ekki sérlega heilsuhraustur er blaðamenn heimsóttu hann um helgina.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 19. júlí
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39 Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13 Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Sagður hafa viðurkennt skipulagningu á valdaránstilrauninni Akin Ozturk hafði áður neitað aðild að valdaránstilrauninni en er nú sagður hafa viðurkennt að hafa komið að skipulagningu hennar. 18. júlí 2016 16:39
Segir Tyrki vilja dauðarefsinguna aftur Þúsundir hafa verið handteknir í Tyrklandi í kjölfar misheppnaðs valdaráns á föstudaginn. 18. júlí 2016 21:13
Átta þúsund lögreglumönnum vikið úr starfi í Tyrklandi Nú þegar eru um 6.000 meðlimir úr dómskerfinu og hernum, þar á meðal hershöfðingjar, í haldi. 18. júlí 2016 11:33