Íslenski boltinn

Arnar mætti ekki í viðtöl eftir leik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Arnar þykir meðal best klæddu þjálfara landsins.
Arnar þykir meðal best klæddu þjálfara landsins. vísir/anton

Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, gaf ekki kost á sér í viðtöl eftir 2-3 tap gegn ÍBV í dag en hann sendi aðstoðarþjálfara sinn í viðtöl þess í stað.

Blikar komust 2-0 yfir á upphafsmínútum seinni hálfleiks en glutruðu forskotinu frá sér á aðeins tíu mínútna kafla í seinni hálfleik.

Fjölmiðlafulltrúi Breiðabliks bað blaðamenn um að hinkra eftir leik því Arnar myndi ávarpa liðið fyrst en Arnar baðst undan viðtali eftir leik og sendi aðstoðarþjálfarann í viðtöl þess í stað.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.