Fótbolti

Kóngurinn í Kópacabana verður í flottustu treyjunni á Stade de France í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hilmar Jökull Stefánsson eldhress í hádeginu í París í dag.
Hilmar Jökull Stefánsson eldhress í hádeginu í París í dag. vísir/tom
Sumir hafa betri sambönd en aðrir og það á svo sannarlega við um Hilmar Jökul Stefánsson, einn af 8.000 stuðningsmönnum íslenska landsliðsins, sem verður á Stade de France í kvöld þegar strákarnir okkar mæta Frakklandi í átta liða úrslitum EM 2016.Á meðan fjölmargir Íslendingar hafa verið að reyna að redda sér íslensku landsliðsstreyjunni sem er uppseld náði Hilmar bara ekki að fá treyju heldur er hann mættur til Parísar í líklega flottustu treyjunni af öllum.Hilmar Jökull er einn af okkar öflugustu mönnum í stúkunni enda er hann þrautreyndur úr Pepsi-deildinni þar sem hann stýrir Kópacabana, stuðningsmannasveit Breiðabliks.Hann er í hefðbundinni íslenskri landsliðstreyju nema framan á henni má sjá alla leiki strákanna okkar á mótinu. Skemmtileg áminning um að íslenska liðið er ekki enn búið að tapa leik á Evrópumótinu.Nú er bara spurning um hvort Hilmar þurfi að láta prenta þriðja sigurinn í röð á treyjuna til að vera mættur með hana uppfærða í Marseille á fimmtudaginn.Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.