Sýndi af sér kæruleysi en braut ekki lög Guðsteinn Bjarnason skrifar 6. júlí 2016 07:00 Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og verðandi forsetaefni Demókrataflokksins. Nordicphotos/AFP „Þótt dómsmálaráðuneytið taki endanlegar ákvarðanir í málum af þessu tagi, þá tilkynnum við ráðuneytinu þá afstöðu okkar að í þessu máli sé engin þörf á neinni ákæru,” sagði James B. Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, að lokinni rannsókn á tölvupóstum Hillary Clintons. Hins vegar hún sýnt af sér stórfellt kæruleysi við meðferð á viðkvæmum trúnaðarmálum og ríkisleyndarmálum. Þetta kæruleysi geti þó ekki talist varða við lög að neinu leyti. Loretta Lynch, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, hefur sagt að hún muni fallast á niðurstöðu FBI hvað þetta mál varðar. Tölvupóstamálið hefur verið mjög til umræðu í bandarískum stjórnmálum allt frá því upp um það komst í mars á siðasta ári að Clinton hafi, þegar hún var utanríkisráðherra, notað einkanetþjón sinn til að vista tölvupóstsamskipti sín í staðinn fyrir að nota opinbera netþjóna embættisins. Bandaríska alríkislögreglan hóf fljótlega rannsókn á málinu ogkynnti niðurstöður sínar í gær. Alls afhenti Clinton lögreglunni 30 þúsund tölvupósta til rannsóknar og sagði Comey að rannsóknarlögreglumenn hefðu lesið þá alla. Í ljós kom að trúnaðarmál var að finna í meira en tvö þúsund þeirra, og þar af voru 110 flokkuð undir ríkisleyndarmál á þeim tíma sem tölvupóstsamskiptin fóru fram. Comey segir vel mögulegt að andstæðingar Bandaríkjanna hafi komist í einhver þessara leyndarmála, þar sem öryggisþjónusta við einkapóstkerfi Clintons hafi ekki verið upp á marga fiska. Reyndar hafi líka komið í ljós að öryggi í tölvupóstkerfi dómsmálaráðuneytisins sjálfs hafi einnig verið ábótavant að ýmsu leyti. Þetta mál allt saman og gagnrýni á Clinton vegna þess hefur ekki komið í veg fyrir að hún hafi borið sigur úr býtum í forkosningum um forsetaefni Demókrataflokksins. Helsti mótframbjóðandi hennar, Bernie Sanders, hefur lýst yfir stuðningi við hana og hið sama hefur Barack Obama forseti gert. Bandaríska utanríkisráðuneytið birti í febrúar síðastliðinum alla tölvupóstana 30 þúsund ásamt viðhengjum, alls 50 þúsund blaðsíður, í samræmi við bandarísk upplýsingalög eftir að krafa þar um hafði borist. Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira
„Þótt dómsmálaráðuneytið taki endanlegar ákvarðanir í málum af þessu tagi, þá tilkynnum við ráðuneytinu þá afstöðu okkar að í þessu máli sé engin þörf á neinni ákæru,” sagði James B. Comey, yfirmaður bandarísku alríkislögreglunnar FBI, að lokinni rannsókn á tölvupóstum Hillary Clintons. Hins vegar hún sýnt af sér stórfellt kæruleysi við meðferð á viðkvæmum trúnaðarmálum og ríkisleyndarmálum. Þetta kæruleysi geti þó ekki talist varða við lög að neinu leyti. Loretta Lynch, dómsmálaráðherra í ríkisstjórn Baracks Obama, hefur sagt að hún muni fallast á niðurstöðu FBI hvað þetta mál varðar. Tölvupóstamálið hefur verið mjög til umræðu í bandarískum stjórnmálum allt frá því upp um það komst í mars á siðasta ári að Clinton hafi, þegar hún var utanríkisráðherra, notað einkanetþjón sinn til að vista tölvupóstsamskipti sín í staðinn fyrir að nota opinbera netþjóna embættisins. Bandaríska alríkislögreglan hóf fljótlega rannsókn á málinu ogkynnti niðurstöður sínar í gær. Alls afhenti Clinton lögreglunni 30 þúsund tölvupósta til rannsóknar og sagði Comey að rannsóknarlögreglumenn hefðu lesið þá alla. Í ljós kom að trúnaðarmál var að finna í meira en tvö þúsund þeirra, og þar af voru 110 flokkuð undir ríkisleyndarmál á þeim tíma sem tölvupóstsamskiptin fóru fram. Comey segir vel mögulegt að andstæðingar Bandaríkjanna hafi komist í einhver þessara leyndarmála, þar sem öryggisþjónusta við einkapóstkerfi Clintons hafi ekki verið upp á marga fiska. Reyndar hafi líka komið í ljós að öryggi í tölvupóstkerfi dómsmálaráðuneytisins sjálfs hafi einnig verið ábótavant að ýmsu leyti. Þetta mál allt saman og gagnrýni á Clinton vegna þess hefur ekki komið í veg fyrir að hún hafi borið sigur úr býtum í forkosningum um forsetaefni Demókrataflokksins. Helsti mótframbjóðandi hennar, Bernie Sanders, hefur lýst yfir stuðningi við hana og hið sama hefur Barack Obama forseti gert. Bandaríska utanríkisráðuneytið birti í febrúar síðastliðinum alla tölvupóstana 30 þúsund ásamt viðhengjum, alls 50 þúsund blaðsíður, í samræmi við bandarísk upplýsingalög eftir að krafa þar um hafði borist.
Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Sjá meira