Kínverjar senda Bandaríkjunum tóninn Samúel Karl Ólason skrifar 7. júlí 2016 11:15 Kínversk herskip við bryggju í borginni Busan. Vísir/EPA Bandaríkin ættu ekki að grípa til aðgerða sem skaða fullveldi Kína og draga úr öryggi í Suður-Kínahafi. Þetta voru skilaboð utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, til John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Ráðherrarnir töluðu saman í síma fyrir úrskurð alþjóðlegs dómstóls um tilkall Kínverja til hafsins umdeilda. Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína. Kínverjar hafa gefið út að úrskurðurinn verði aldrei viðurkenndur, sama hver hann verður. Hafsvæðið sem Kínverjar gera tilkall til nær inn þau svæði sem Víetnam, Filippseyjar, Malasía, Brúnei og Taívan gera tilkall til. Kína segir dómstólinn umboðslausan þar sem málið snúi að fullveldi ríkis, en forsvarsmenn dómstólsins segja málið snúa að hafrétti.Hér má sjá yfirlitskort yfir svæðið sem Kínverjar gera tilkall til.Vísir/GraphicNewsSvæðið þykir mjög mikilvægt fyrir Kínverja, sem og önnur ríki á svæðinu, þar sem umtalsverður hluti allra skipaflutninga til landsins fer í gegnum Suður-Kínahaf. Þar á meðal er olíuinnflutningur Kína frá Mið-Austurlöndum og Afríku. Svæðið er einnig talið ríkt af auðlindum. Töluverð spenna er nú á svæðinu þar sem herskip bæði Kína og Bandaríkjanna eru nú. Sjóher Kína hefur verið við æfingar við Paracel eyjaklasann á norðurhluta hafsvæðisins, en bandarísk herskip hafa verið á ferðinni sunnar, við Spratly eyjarnar. Þá hafa Bandaríkjamenn sent flugmóðurskipið USS Ronald Reagan og fylgiskip þess til Suður-Kínahafs. Talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna segir ferðir skipanna vera í samræmi við alþjóðalög. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fundaði með Wang í dag og kallaði hann eftir því að friðsamleg lausn yrði fundin á deilunni. Wang sagði Kínverja leita slíkra lausna, en að Kína myndi ekki sætta sig við að vera þvingað til aðgerða af dómstólum. Kína hefur sakað Bandaríkin um hervæðingu Suður-Kínahafs með því að senda herskip sín á vettvang. Bandaríkin segjast hafa áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kína á svæðinu. Rif og litlar eyjur hafa verið byggðar upp á síðustu árum og hafa flugvellir og flotastöðvar verið byggðar þar. Þá hefur Kína komið langdrægum flugskeytum fyrir á eyjum í hafinu.Hér má sjá skýringarmyndband kínversku sjónvarpsstöðvarinnar CCTV, sem rekin er af ríkinu, en myndbandið var birt nú á dögunum. Skýringarmyndband AFP fréttaveitunnar. Brúnei Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Taívanir segja Kínverja hafa komið fyrir vopnum á eyju sem styr stendur um Utanríkisráðherra Kína hafnar fréttunum og segir þær uppspuna vestrænna fjölmiðla. 17. febrúar 2016 12:46 Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07 Orrustuþotum flogið hættulega nálægt eftirlitsflugvél Mikil spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína í suður-Kínahafi 19. maí 2016 07:46 Sendu herþotur til móts við herskip Bandaríkjanna Kínverjar hafa lagt hald á fjölda rifa í Suður-Kínahafi og lýst eign sinni á hafsvæðinu. 10. maí 2016 17:24 G7 senda Kínverjum skilaboð vegna hafsvæðisdeilna Kínverjar, sem hafa gert tilkall til stórs svæðis í Suður-Kínahafi, segja málið ekki koma G7 þjóðunum við. 26. maí 2016 15:45 Ástralar vilja draga úr spennu Vara Kínverja við því að hervæða manngerðar eyjar í Suður-Kínahafi. 19. febrúar 2016 15:30 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Bandaríkin ættu ekki að grípa til aðgerða sem skaða fullveldi Kína og draga úr öryggi í Suður-Kínahafi. Þetta voru skilaboð utanríkisráðherra Kína, Wang Yi, til John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Ráðherrarnir töluðu saman í síma fyrir úrskurð alþjóðlegs dómstóls um tilkall Kínverja til hafsins umdeilda. Þann 12. júlí mun Alþjóðlegi hafréttardómstóllinn í Hauge fella úrskurð í máli Filippseyja gegn Kína. Kínverjar hafa gefið út að úrskurðurinn verði aldrei viðurkenndur, sama hver hann verður. Hafsvæðið sem Kínverjar gera tilkall til nær inn þau svæði sem Víetnam, Filippseyjar, Malasía, Brúnei og Taívan gera tilkall til. Kína segir dómstólinn umboðslausan þar sem málið snúi að fullveldi ríkis, en forsvarsmenn dómstólsins segja málið snúa að hafrétti.Hér má sjá yfirlitskort yfir svæðið sem Kínverjar gera tilkall til.Vísir/GraphicNewsSvæðið þykir mjög mikilvægt fyrir Kínverja, sem og önnur ríki á svæðinu, þar sem umtalsverður hluti allra skipaflutninga til landsins fer í gegnum Suður-Kínahaf. Þar á meðal er olíuinnflutningur Kína frá Mið-Austurlöndum og Afríku. Svæðið er einnig talið ríkt af auðlindum. Töluverð spenna er nú á svæðinu þar sem herskip bæði Kína og Bandaríkjanna eru nú. Sjóher Kína hefur verið við æfingar við Paracel eyjaklasann á norðurhluta hafsvæðisins, en bandarísk herskip hafa verið á ferðinni sunnar, við Spratly eyjarnar. Þá hafa Bandaríkjamenn sent flugmóðurskipið USS Ronald Reagan og fylgiskip þess til Suður-Kínahafs. Talsmaður Kyrrahafsflota Bandaríkjanna segir ferðir skipanna vera í samræmi við alþjóðalög. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, fundaði með Wang í dag og kallaði hann eftir því að friðsamleg lausn yrði fundin á deilunni. Wang sagði Kínverja leita slíkra lausna, en að Kína myndi ekki sætta sig við að vera þvingað til aðgerða af dómstólum. Kína hefur sakað Bandaríkin um hervæðingu Suður-Kínahafs með því að senda herskip sín á vettvang. Bandaríkin segjast hafa áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kína á svæðinu. Rif og litlar eyjur hafa verið byggðar upp á síðustu árum og hafa flugvellir og flotastöðvar verið byggðar þar. Þá hefur Kína komið langdrægum flugskeytum fyrir á eyjum í hafinu.Hér má sjá skýringarmyndband kínversku sjónvarpsstöðvarinnar CCTV, sem rekin er af ríkinu, en myndbandið var birt nú á dögunum. Skýringarmyndband AFP fréttaveitunnar.
Brúnei Kína Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Taívanir segja Kínverja hafa komið fyrir vopnum á eyju sem styr stendur um Utanríkisráðherra Kína hafnar fréttunum og segir þær uppspuna vestrænna fjölmiðla. 17. febrúar 2016 12:46 Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07 Orrustuþotum flogið hættulega nálægt eftirlitsflugvél Mikil spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína í suður-Kínahafi 19. maí 2016 07:46 Sendu herþotur til móts við herskip Bandaríkjanna Kínverjar hafa lagt hald á fjölda rifa í Suður-Kínahafi og lýst eign sinni á hafsvæðinu. 10. maí 2016 17:24 G7 senda Kínverjum skilaboð vegna hafsvæðisdeilna Kínverjar, sem hafa gert tilkall til stórs svæðis í Suður-Kínahafi, segja málið ekki koma G7 þjóðunum við. 26. maí 2016 15:45 Ástralar vilja draga úr spennu Vara Kínverja við því að hervæða manngerðar eyjar í Suður-Kínahafi. 19. febrúar 2016 15:30 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Sjá meira
Taívanir segja Kínverja hafa komið fyrir vopnum á eyju sem styr stendur um Utanríkisráðherra Kína hafnar fréttunum og segir þær uppspuna vestrænna fjölmiðla. 17. febrúar 2016 12:46
Enn slær í brýnu milli Kína og Bandaríkjanna Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum segja að kínverskri orrustuþotu hafi verið flogið ófagmannlega að flugvél þeirra yfir Kínahafi. 8. júní 2016 08:07
Orrustuþotum flogið hættulega nálægt eftirlitsflugvél Mikil spenna er á milli Bandaríkjanna og Kína í suður-Kínahafi 19. maí 2016 07:46
Sendu herþotur til móts við herskip Bandaríkjanna Kínverjar hafa lagt hald á fjölda rifa í Suður-Kínahafi og lýst eign sinni á hafsvæðinu. 10. maí 2016 17:24
G7 senda Kínverjum skilaboð vegna hafsvæðisdeilna Kínverjar, sem hafa gert tilkall til stórs svæðis í Suður-Kínahafi, segja málið ekki koma G7 þjóðunum við. 26. maí 2016 15:45
Ástralar vilja draga úr spennu Vara Kínverja við því að hervæða manngerðar eyjar í Suður-Kínahafi. 19. febrúar 2016 15:30