Erlent

Bandaríkjamenn aðstoða friðaviðræður í Suður-Súdan

Stefán Árni Pálsson skrifar
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sent starfshóp til Suður-Súdans til aðstoðar við friðarviðræður.

Salva Kiir, forseti Suður-Súdans, hefur fallist á viðræðurnar til að binda enda á átökin sem hafa geisað þar í landi.

Mikill fjöldi almennra borgara hefur fengið skjól hjá Sameinuðu þjóðunum  í landinu og eru þeir á flótta undan bardögum stjórnarliða og uppreisnarmanna.

Reynt verður  að koma í veg fyrir að borgarastyrjöld bresti fram í landinu milli Dinka-manna og Nuer-manna.

Í gærkvöldi var greint frá því að Kiir forseti hafi samþykkt viðræður með utanríkisráðherrum fjögurra Afríkulanda sem eru nú í Juba, höfuðborg Suður-Súdans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×