Mjótt á munum milli fylkinga á lokadegi Brexit-kosningabaráttunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. júní 2016 11:30 Framtíð Bretlands innan ESB ræðst eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á morgun. Vísir/Samsett - AFP Stjórnmálamenn í Bretlandi eru nú á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu (ESB). Gengið verður til kosninga á morgun. Afar mjótt er á munum en samkvæmt samantektarkönnun Financial Times leiða þeir sem vilja að Bretar segi sig úr ESB (Vote Leave) með einu prósenti á þá sem vilja að Bretar haldi aðildinni áfram (Remain), um ellefu prósent eru enn óákveðnir.Gráa svæðið táknar þá sem eru enn óákveðnir, um ellefu prósent.Kosningabaráttan hefur staðið yfir í fjóra mánuði en lýkur í dag. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ásamt Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins og Tim Farron, formanni Frjálslynda flokksins munu allir ræða við kjósendur á stuðningsmannafundum í dag til þess að reyna að sannfæra Breta um að þeim sé betur borgið innan ESB.Sjá einnig: Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra þaðCameron hefur varað við því að niðurstaða kosninganna á morgun verði endanleg og að Bretland geti ekki snúið aftur kjósi Bretar að yfirgefa ESB. Bretar hagnist mun meira á því að halda sig innan ESB en að yfirgefa það sem myndi valda miklu efnahagslegu tjóni fyrir Bretland. Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins og Boris Johnson, fyrrum borgarstjóri London, sem farið hafa fyrir fylkingu þeirra sem vilja að Bretland segi sig úr ESB hafa lagt áherslu á það að Bretland geti fylgt sinni eigin stefnu yfirgefi það ESB, hafna þeir alfarið neikvæðum efnahagslegum áhrifum sem brotthvarf úr ESB myndi hafa í för með sér.Úrslitin ljós að morgni föstudags Kosið verður á morgun, líkt og áður segir, en um 46 milljónir Breta geta kosið í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Spurningin sem kjósendur þurfa að taka afstöðu til er einföld: „Ætti Bretland að halda áfram að vera meðlimur í Evrópusambandinu eða ætti Bretland aðyfirgefa Evrópusambandið?“Sjá einnig: Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart BrexitTaki Bretar ákvörðun um að yfirgefa Evrópusambandið mun ríkisstjórn Bretlands og stofnanir ESB hefja viðræður um skilmála brotthvarfsins sem búist er við að taki tvö ár hið minnsta. Fari svo að Bretar yfirgefi ESB er alls óvíst hvort þeir verði áfram hluti af Evrópska efnahagssvæðinu eða geri tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki. Spennan er því mikil en reikna má með að úrslitin verði orðin ljós að morgni föstudags. Brexit Tengdar fréttir Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38 Fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron vill úrsögn Breta Milljarðamæringurinn George Soros telur að breska pundið gæti lækkað um fimmtán prósent ef Bretar fara úr ESB. 22. júní 2016 11:00 Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart Brexit Utanríkisráðherra segist sannfærð um að Ísland muni áfram ná góðum viðskiptakjörum við Bretland, fari svo að þeir yfirgefi Evrópusambandið. 21. júní 2016 19:15 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Stjórnmálamenn í Bretlandi eru nú á lokametrum kosningabaráttunnar fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu (ESB). Gengið verður til kosninga á morgun. Afar mjótt er á munum en samkvæmt samantektarkönnun Financial Times leiða þeir sem vilja að Bretar segi sig úr ESB (Vote Leave) með einu prósenti á þá sem vilja að Bretar haldi aðildinni áfram (Remain), um ellefu prósent eru enn óákveðnir.Gráa svæðið táknar þá sem eru enn óákveðnir, um ellefu prósent.Kosningabaráttan hefur staðið yfir í fjóra mánuði en lýkur í dag. David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, ásamt Jeremy Corbyn, formanni Verkamannaflokksins og Tim Farron, formanni Frjálslynda flokksins munu allir ræða við kjósendur á stuðningsmannafundum í dag til þess að reyna að sannfæra Breta um að þeim sé betur borgið innan ESB.Sjá einnig: Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra þaðCameron hefur varað við því að niðurstaða kosninganna á morgun verði endanleg og að Bretland geti ekki snúið aftur kjósi Bretar að yfirgefa ESB. Bretar hagnist mun meira á því að halda sig innan ESB en að yfirgefa það sem myndi valda miklu efnahagslegu tjóni fyrir Bretland. Nigel Farage, leiðtogi breska Sjálfstæðisflokksins og Boris Johnson, fyrrum borgarstjóri London, sem farið hafa fyrir fylkingu þeirra sem vilja að Bretland segi sig úr ESB hafa lagt áherslu á það að Bretland geti fylgt sinni eigin stefnu yfirgefi það ESB, hafna þeir alfarið neikvæðum efnahagslegum áhrifum sem brotthvarf úr ESB myndi hafa í för með sér.Úrslitin ljós að morgni föstudags Kosið verður á morgun, líkt og áður segir, en um 46 milljónir Breta geta kosið í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Spurningin sem kjósendur þurfa að taka afstöðu til er einföld: „Ætti Bretland að halda áfram að vera meðlimur í Evrópusambandinu eða ætti Bretland aðyfirgefa Evrópusambandið?“Sjá einnig: Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart BrexitTaki Bretar ákvörðun um að yfirgefa Evrópusambandið mun ríkisstjórn Bretlands og stofnanir ESB hefja viðræður um skilmála brotthvarfsins sem búist er við að taki tvö ár hið minnsta. Fari svo að Bretar yfirgefi ESB er alls óvíst hvort þeir verði áfram hluti af Evrópska efnahagssvæðinu eða geri tvíhliða viðskiptasamninga við einstök ríki. Spennan er því mikil en reikna má með að úrslitin verði orðin ljós að morgni föstudags.
Brexit Tengdar fréttir Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38 Fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron vill úrsögn Breta Milljarðamæringurinn George Soros telur að breska pundið gæti lækkað um fimmtán prósent ef Bretar fara úr ESB. 22. júní 2016 11:00 Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart Brexit Utanríkisráðherra segist sannfærð um að Ísland muni áfram ná góðum viðskiptakjörum við Bretland, fari svo að þeir yfirgefi Evrópusambandið. 21. júní 2016 19:15 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Sjá meira
Áttarðu þig ekki á Brexit? Leyfðu John Oliver að útskýra það Bretar ganga til kosninga á fimmtudag og Evrópa stendur á öndinni. 20. júní 2016 11:38
Fyrrverandi ráðgjafi Davids Cameron vill úrsögn Breta Milljarðamæringurinn George Soros telur að breska pundið gæti lækkað um fimmtán prósent ef Bretar fara úr ESB. 22. júní 2016 11:00
Ísland mun tryggja eigin hagsmuni gagnvart Brexit Utanríkisráðherra segist sannfærð um að Ísland muni áfram ná góðum viðskiptakjörum við Bretland, fari svo að þeir yfirgefi Evrópusambandið. 21. júní 2016 19:15