Clinton lýsir yfir sigri Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2016 07:29 Vísir/Getty Hillary Clinton, væntanlegur frambjóðandi Demókrata í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust þakkaði stuðningsmönnum sínum sigurinn í ræðu í nótt þar sem hún sagði að sögulegum áfanga í réttindabaráttu kvenna hefði verið náð. Hún er fyrsta konan sem annar af stóru flokkunum í Bandaríkjunum velur til að bjóða fram til forseta. Kosið var á nokkrum stöðum í forkosningum í gær og Clinton fór með sigur af hólmi í New Jersey, Suður Dakota og Nýju Mexíkó. Keppinautur hennar, Bernie Sanders, sigraði hins vegar í Montana og Norður Dakóta. Langstærsta forvalið fór hins vegar fram í Kaliforníu en þar er enn of jafnt á munum til að hægt sé að skera úr um sigurvegara. Enn er ekki búið að telja atkvæði í Kaliforníu en samkvæmt BBC er jafnt á munum þar.Sanders segist ætla að berjast áfram fyrir samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu réttlæti auk jafnréttis kynþátta. Næst fer forval fram í Washington DC, en ekki er ljóst hvort að Sanders ætli að halda framboði sínu til streitu.Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hringdi í báða frambjóðendur í nótt. Hann óskaði Clinton til hamingju og sagði þau bæði hafa rekið kosningaherferð sem hafi fært nýtt líf í Demókrata. Sanders mun funda með forsetanum á morgun. Í sigurræðu sinni skaut Clinton einnig hörðum skotum að Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, og sagði hann ekki hafa skapgerðina til að verða forseti Bandaríkjanna. Móðir hennar hefði kennt henni að standa í hárinu á fautum og sú kennsla hefði reynst mikilvæg. „Þegar Donald Trump segir að virtur dómari geti ekki unnið vinnu sína vegna mexíkósks uppruna síns, eða hann gerir grín að fötlun blaðamanns, eða kallar konur svín, þá fer það gegn öllu því sem við stöndum fyrir.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Hillary Clinton, væntanlegur frambjóðandi Demókrata í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust þakkaði stuðningsmönnum sínum sigurinn í ræðu í nótt þar sem hún sagði að sögulegum áfanga í réttindabaráttu kvenna hefði verið náð. Hún er fyrsta konan sem annar af stóru flokkunum í Bandaríkjunum velur til að bjóða fram til forseta. Kosið var á nokkrum stöðum í forkosningum í gær og Clinton fór með sigur af hólmi í New Jersey, Suður Dakota og Nýju Mexíkó. Keppinautur hennar, Bernie Sanders, sigraði hins vegar í Montana og Norður Dakóta. Langstærsta forvalið fór hins vegar fram í Kaliforníu en þar er enn of jafnt á munum til að hægt sé að skera úr um sigurvegara. Enn er ekki búið að telja atkvæði í Kaliforníu en samkvæmt BBC er jafnt á munum þar.Sanders segist ætla að berjast áfram fyrir samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu réttlæti auk jafnréttis kynþátta. Næst fer forval fram í Washington DC, en ekki er ljóst hvort að Sanders ætli að halda framboði sínu til streitu.Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hringdi í báða frambjóðendur í nótt. Hann óskaði Clinton til hamingju og sagði þau bæði hafa rekið kosningaherferð sem hafi fært nýtt líf í Demókrata. Sanders mun funda með forsetanum á morgun. Í sigurræðu sinni skaut Clinton einnig hörðum skotum að Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, og sagði hann ekki hafa skapgerðina til að verða forseti Bandaríkjanna. Móðir hennar hefði kennt henni að standa í hárinu á fautum og sú kennsla hefði reynst mikilvæg. „Þegar Donald Trump segir að virtur dómari geti ekki unnið vinnu sína vegna mexíkósks uppruna síns, eða hann gerir grín að fötlun blaðamanns, eða kallar konur svín, þá fer það gegn öllu því sem við stöndum fyrir.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira