Clinton lýsir yfir sigri Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2016 07:29 Vísir/Getty Hillary Clinton, væntanlegur frambjóðandi Demókrata í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust þakkaði stuðningsmönnum sínum sigurinn í ræðu í nótt þar sem hún sagði að sögulegum áfanga í réttindabaráttu kvenna hefði verið náð. Hún er fyrsta konan sem annar af stóru flokkunum í Bandaríkjunum velur til að bjóða fram til forseta. Kosið var á nokkrum stöðum í forkosningum í gær og Clinton fór með sigur af hólmi í New Jersey, Suður Dakota og Nýju Mexíkó. Keppinautur hennar, Bernie Sanders, sigraði hins vegar í Montana og Norður Dakóta. Langstærsta forvalið fór hins vegar fram í Kaliforníu en þar er enn of jafnt á munum til að hægt sé að skera úr um sigurvegara. Enn er ekki búið að telja atkvæði í Kaliforníu en samkvæmt BBC er jafnt á munum þar.Sanders segist ætla að berjast áfram fyrir samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu réttlæti auk jafnréttis kynþátta. Næst fer forval fram í Washington DC, en ekki er ljóst hvort að Sanders ætli að halda framboði sínu til streitu.Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hringdi í báða frambjóðendur í nótt. Hann óskaði Clinton til hamingju og sagði þau bæði hafa rekið kosningaherferð sem hafi fært nýtt líf í Demókrata. Sanders mun funda með forsetanum á morgun. Í sigurræðu sinni skaut Clinton einnig hörðum skotum að Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, og sagði hann ekki hafa skapgerðina til að verða forseti Bandaríkjanna. Móðir hennar hefði kennt henni að standa í hárinu á fautum og sú kennsla hefði reynst mikilvæg. „Þegar Donald Trump segir að virtur dómari geti ekki unnið vinnu sína vegna mexíkósks uppruna síns, eða hann gerir grín að fötlun blaðamanns, eða kallar konur svín, þá fer það gegn öllu því sem við stöndum fyrir.“ Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira
Hillary Clinton, væntanlegur frambjóðandi Demókrata í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum í haust þakkaði stuðningsmönnum sínum sigurinn í ræðu í nótt þar sem hún sagði að sögulegum áfanga í réttindabaráttu kvenna hefði verið náð. Hún er fyrsta konan sem annar af stóru flokkunum í Bandaríkjunum velur til að bjóða fram til forseta. Kosið var á nokkrum stöðum í forkosningum í gær og Clinton fór með sigur af hólmi í New Jersey, Suður Dakota og Nýju Mexíkó. Keppinautur hennar, Bernie Sanders, sigraði hins vegar í Montana og Norður Dakóta. Langstærsta forvalið fór hins vegar fram í Kaliforníu en þar er enn of jafnt á munum til að hægt sé að skera úr um sigurvegara. Enn er ekki búið að telja atkvæði í Kaliforníu en samkvæmt BBC er jafnt á munum þar.Sanders segist ætla að berjast áfram fyrir samfélagslegu, efnahagslegu og umhverfislegu réttlæti auk jafnréttis kynþátta. Næst fer forval fram í Washington DC, en ekki er ljóst hvort að Sanders ætli að halda framboði sínu til streitu.Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hringdi í báða frambjóðendur í nótt. Hann óskaði Clinton til hamingju og sagði þau bæði hafa rekið kosningaherferð sem hafi fært nýtt líf í Demókrata. Sanders mun funda með forsetanum á morgun. Í sigurræðu sinni skaut Clinton einnig hörðum skotum að Donald Trump, forsetaefni Repúblikana, og sagði hann ekki hafa skapgerðina til að verða forseti Bandaríkjanna. Móðir hennar hefði kennt henni að standa í hárinu á fautum og sú kennsla hefði reynst mikilvæg. „Þegar Donald Trump segir að virtur dómari geti ekki unnið vinnu sína vegna mexíkósks uppruna síns, eða hann gerir grín að fötlun blaðamanns, eða kallar konur svín, þá fer það gegn öllu því sem við stöndum fyrir.“
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Sjá meira