Fótbolti

Eiður Smári í úrvalsliði UEFA skipað eldri leikmönnum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen, reyndasti leikmaðurinn í íslenska hópnum, er í draumaliði UEFA skipuðu leikmönnum 35 ára og eldri sem taka þátt á EM.

Óhætt er að segja að Eiður, sem er 37 ára, sé í góðum félagsskap en í liðinu má m.a. finna fyrrum samherja hans hjá Chelsea, Portúgalann Ricardo Carvahlo. Íslenska liðið mætir einmitt því portúgalska í fyrsta leik sínum á EM 14. júní næstkomandi.

Með Eiði í framlínunni er Írinn Robbie Keane og Spánverjinn Artiz Aduriz sem er, líkt og Eiður, á leið á sitt fyrsta stórmót.

Sjá einnig: Bara einn sen meðal allra sonanna

Í marki heldri borgara liðsins stendur Ítalinn Gianluigi Buffon en hann er á leið á sitt fjórða Evrópumót. EM 2016 ætti reyndar að vera fimmta Evrópumót þessa mikla höfðingja en hann handarbrotnaði rétt fyrir EM 2000.

Í vörninni má svo finna reynsluboltana Andrea Barzagli (Ítalíu), Patrice Evra (Frakklandi) og Razvan Rat (Rúmeníu). Miðjuna skipa svo þrír Austur-Evrópubúar; Thomas Rosický (Tékklandi), Lucian Sanmartean (Rúmeníu) og Anatoliy Tymoshchuk (Úkraínu).

Sjá einnig: Kvaddi Eiður Smári alveg eins og pabbi sinn?

Eiður Smári, sem leikur nú með Molde í Noregi, kom inn á í hálfleik í vináttulandsleik Íslands og Liechtenstein á mánudaginn og skoraði fjórða og síðasta mark íslenska liðsins undir lokin. Það var hans 26. mark fyrir Ísland en hann er markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi.


Tengdar fréttir

Lærðu lögin um strákana okkar

Síðasti leikur íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Frakklandi fór fram á Laugardalsvelli í gærkvöldi. Þá vann liðið öruggan 4-0 sigur á landsliði Liechtenstein.

Lagerbäck aldrei upplifað annan eins fjölmiðlaágang

Ómar Smárason, fjölmiðlafulltrúi KSÍ, hefur ekki áhyggjur af því að mikil fjölmiðlaumfjöllun um íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu muni hafa áhrif á gengi liðsins á Evrópumótinu sem hefst í Frakklandi á föstudag.

Kolbeinn rúmum þremur árum á undan Eiði Smára

Kolbeinn Sigþórsson varð í gær aðeins annar leikmaðurinn í sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta sem nær því að skora tuttugu mörk í íslenska landsliðsbúningnum.

EM: Einu sinni verður allt fyrst

Íslenska karlalandsliðið mun stíga sín fyrstu spor á stórmóti á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar og íslensku strákarnir munu þar upplifa mjög margt í fyrsta sinn. Fréttablaðið kannaði hvaða íslensku landsliðsmenn voru fyrstir til þess að gera hlutina á fyrstu hálfu öld Íslands í undankeppni EM.

Hannes um EM: Draumurinn er að verja síðasta vítið í vítakeppni

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, var allt annað en öruggur um að ná sér góðum fyrir Evrópumótið í Frakklandi en hann þurfti að bíða á milli vonar og ótta í nokkra mánuði til að sjá hvort hann næði að jafna sig af alvarlegum axlarmeiðslum.

Lars vann sextíu prósent leikjanna á Laugardalsvellinum

Lars Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið og það var ógleymanleg stund þegar hann var hylltur á vellinum af leikmönnum íslenska liðsins, starfsmönnum KSÍ og að sjálfsögðu öllum áhorfendunum sem mættu til að kveðja þennan frábæra þjálfara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×