Lars vann sextíu prósent leikjanna á Laugardalsvellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 08:30 Lars Lagerbäck á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldi. Vísir/Anton Lars Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið og það var ógleymanleg stund þegar hann var hylltur á vellinum af leikmönnum íslenska liðsins, starfsmönnum KSÍ og að sjálfsögðu öllum áhorfendunum sem mættu til að kveðja þennan frábæra þjálfara. Frábær fjögur ár eru brátt á enda en fyrst ætlar Lars Lagerbäck þó að reyna að fara sem lengst með íslenska landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi. Íslenska liðið flaug til Frakklands í gær og er búið að koma sér vel fyrir í smábænum Annecy.Sjá einnig:Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Það er gaman að skoða tölfræði Lars Lagerbäck í leikjum sínum í Laugardalnum því hún er ekki að slakari gerðinni. Fyrsti leikur Lars á Laugardalsvellinum var á móti Færeyjum haustið 2012 en leikurinn á móti Liechtenstein var fimmtándi leikur Svíans sem þjálfara íslenska landsliðsins í Laugardalnum. Lars vann bæði fyrsta leikinn (2-0 á móti Færeyjum 15. ágúst 2012) og fyrsta keppnisleikinn (2-0 á móti Noregi 7. september 2012) á Laugardalsvellinum. Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein í lokaleik Lars Lagerbäck sem þýddi að hann náði að stýra íslenska liðinu til sigurs í tíu leikjum á þjóðarleikvanginum. Ef við gefum líka stig fyrir vináttuleikina þá náði íslenska landsliðið í 73 prósent stiga í boði í leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck í Laugardalnum eða liðið var með 10 sigrar og 3 jafntefli í 5 leikjum.Sjá einnig:Lagerbäck aldrei upplifað annan eins fjölmiðlaágang Lars Lagerbäck kom þrisvar til Íslands sem þjálfari sænska landsliðsins. Hann tapaði fyrsta leiknum árið 2000 þegar Tommy Söderberg þjálfaði með honum en fagnaði síðan sigrum í leikjum sínum í Laugardalnum 2004 og 2005. Lars var í raun með betri árangur með íslenska landsliðið í Laugardalnum (73 prósent stiga í húsi) en í leikjunum þremur með sænska liðið (67 prósent stiga í húsi). EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Sjá meira
Lars Lagerbäck stýrði íslenska landsliðinu í síðasta sinn á Laugardalsvellinum á mánudagskvöldið og það var ógleymanleg stund þegar hann var hylltur á vellinum af leikmönnum íslenska liðsins, starfsmönnum KSÍ og að sjálfsögðu öllum áhorfendunum sem mættu til að kveðja þennan frábæra þjálfara. Frábær fjögur ár eru brátt á enda en fyrst ætlar Lars Lagerbäck þó að reyna að fara sem lengst með íslenska landsliðið á Evrópumótinu í Frakklandi. Íslenska liðið flaug til Frakklands í gær og er búið að koma sér vel fyrir í smábænum Annecy.Sjá einnig:Lars: Líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til Íslands Það er gaman að skoða tölfræði Lars Lagerbäck í leikjum sínum í Laugardalnum því hún er ekki að slakari gerðinni. Fyrsti leikur Lars á Laugardalsvellinum var á móti Færeyjum haustið 2012 en leikurinn á móti Liechtenstein var fimmtándi leikur Svíans sem þjálfara íslenska landsliðsins í Laugardalnum. Lars vann bæði fyrsta leikinn (2-0 á móti Færeyjum 15. ágúst 2012) og fyrsta keppnisleikinn (2-0 á móti Noregi 7. september 2012) á Laugardalsvellinum. Ísland vann öruggan 4-0 sigur á Liechtenstein í lokaleik Lars Lagerbäck sem þýddi að hann náði að stýra íslenska liðinu til sigurs í tíu leikjum á þjóðarleikvanginum. Ef við gefum líka stig fyrir vináttuleikina þá náði íslenska landsliðið í 73 prósent stiga í boði í leikjum sínum undir stjórn Lars Lagerbäck í Laugardalnum eða liðið var með 10 sigrar og 3 jafntefli í 5 leikjum.Sjá einnig:Lagerbäck aldrei upplifað annan eins fjölmiðlaágang Lars Lagerbäck kom þrisvar til Íslands sem þjálfari sænska landsliðsins. Hann tapaði fyrsta leiknum árið 2000 þegar Tommy Söderberg þjálfaði með honum en fagnaði síðan sigrum í leikjum sínum í Laugardalnum 2004 og 2005. Lars var í raun með betri árangur með íslenska landsliðið í Laugardalnum (73 prósent stiga í húsi) en í leikjunum þremur með sænska liðið (67 prósent stiga í húsi).
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Fótbolti Dagskráin í dag: Opna breska kvenna, Formúla 1 og enska C-deildin Sport Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn Fleiri fréttir Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik Sjá meira