Fótbolti

Eitursvalir strákarnir okkar eru lentir í Annecy

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alfreð Finnbogason fer fyrir hópnum og lítur vel út.
Alfreð Finnbogason fer fyrir hópnum og lítur vel út. mynd/twitter
Strákarnir okkar í karlalandsliðinu í fótbolta eru komnir til Annecy í Frakklandi þar sem þeir búa og æfa á meðan Evrópumótinu í Frakklandi stendur.

Alfreð Finnbogason, framherji íslenska liðsins, setti mynd af strákunum rölta úr Icelandair-vélinni í Chambéry í dag eftir þriggja og hálfs tíma flug á áfangastað. Þaðan eru 30 mínútur til Annecy.

Það vantar ekkert upp á kúlið hjá okkar mönnum en Alfreð, Kolbeinn, Kári og Jóhann Berg voru með sólgleraugun uppi er þeir snertu aftur malbik og tóku í spaðann á sendinefnd EM í Annecy.

Veðrið í Annecy er ljómandi gott en þessa stundina eru þar 27 gráður og skýjað.

Fyrsti leikur strákanna verður gegn Portúgal í St. Étienne 14. júní en þar mæta þeir Ronaldo og félögum í Portúgal.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×