Fótbolti

Strákarnir farnir í loftið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Strákarnir í jakkafötunum fyrir brottför um ellefuleytið í dag.
Strákarnir í jakkafötunum fyrir brottför um ellefuleytið í dag. Mynd/KSÍ
Karlalandsliðið í knattspyrnu er flogið utan til þátttöku á Evrópumótinu í Frakklandi. Strákanir létu mynda sig í jakkafötunum við flugvél Icelandair sem búið var að merkja „The Icelandic National Team“.

Strákarnir mæta til Annecy í frönsku ölpunum í dag þar sem þeir munu dvelja næstu tvær vikurnar rúmar hið minnsta eða á meðan á riðlakeppninni stendur.

Ísland mætir Portúgal í fyrsta leik á þriðjudaginn í Saint-Étienne.

Vél íslenska liðsins fór í loftið klukkan 11:15 en hér má fylgjast með því hvernig fluginu vindur fram. Strákarnir lenda í Chambery þaðan sem er rúmlega háfltíma akstur til Annecy.


We are off to France

A photo posted by Ari Skúlason (@ariskulason23) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×